Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 81
FOLK
Uelta fyrirtækisins er
nú um 1.200 milljónir
og hefur aukist úr 600
milljónum árið 1995 svo við
megum vel við una. Þetta eru
tímar umbrota og breytinga í
lytjaverslun og erfitt að spá
fyrir um framtíðina," segir
Stefán Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Thorarensen -
Lyf.
Thorarensen-Lyf er ungt
fyrirtæki, verður tveggja ára í
vor. Það stendur þó á mun
eldri merg því það varð til við
samruna fyrirtækjanna Stefán
Thorarensen hf. og Lyf hf.
Þau fyrirtæki áttu sér hvort
um sig langa og merka sögu.
Lyf hf. var stofhað 1971 en
Stefán Thorarensen fékk leyf-
isbréf frá Kristjáni konungi X
til þess að rekja lyíjaverslun í
Reykjavík í mars 1919.
„AÖdragandi þessarar sam-
einingar var þegar þessi tvö
fyrirtæki, ásamt fleirum, stofn-
uðu fyrirtækið Lyijadrcifingu
fyrir nokkrum árum. Lyfja-
dreifing starfar enn í Síðumúla
og við erum aðilar að þvi fyrir-
tæki sem dreifir lyljum fyrir
nokkur fleiri fyrirtæki, ásamt
öðrum vörum. Þetta samstarf
varð undanfari sameiningar
fyrirtækjanna. Hvatinn að því
voru þær breytingar sem þá
áttu sér stað á þessum mark-
aði.“
Nú starfa 38 manns hjá
Thorarensen-Lyf í stóru og
markaðnum að mjög strangar
reglur eru um innflutning,
sölu og dreifingu. Stefán lýsir
því svo að þótt fyrirtækið flytji
inn lyf frá nokkrum framleið-
endum sé markaðsstarfi fyrir
hvern framleiðanda fyrir sig
haldið aðskildu og því má
segja að fyrirtækið skiptist í
nokkrar smærri einingar sem
hver um sig sinnir einum
framleiðanda. Auk þess er sér-
stök neysluvörudeild og sér-
stök hjúkrunarvörudeild hjá
fyrirtækinu.13 lyfjafræðingar
vinna hjá fyrirtækinu auk
hjúkrunarfræðinga, meina-
tækna og fleiri sérhæfðra
starfskrafta. Samruni stórra
framleiðenda erlendis undan-
farin ár hefur orðið til þess að
auka umsvif og veltu fyrirtæk-
isins Thorarensen-Lyf því það
hefur orðið til þess að fjölga
tegundum og auka magn þeg-
ar viðskipti, sem áður til-
heyrðu öðrum umboðsaðil-
um, hafa færst þangað. Stefán
telur að markaðshlutdeild fyr-
irtækisins sé nú í kringum 25%
af innfluttum lyfjum og hafi
aukist nokkuð.
Stefán varð stúdent frá MR
árið 1977 og lærði síðan við-
skiptafræði við Háskóla Is-
lands og fór þaðan í nám í
rekstrarhagfræði við North-
Eastern Universify í Boston.
Þegar hann kom heim frá
námi árið 1984 hóf hann störf
Stefán Bjarnason, framkvœmdastjóri fyrirtœkisins Thorarensen-Lyf,
er mikill áhugamaður um laxveiði og veiddi 20 punda lax í Haf-
jjarðará sl. sumar. FV mynd: Kristín Bogadóttir.
STEFAN BJARNASON, THORARENSEN-LYF
rúmgóðu húsnæði í Vatna-
görðum sem teygir sig yfir
hluta tveggja húsnúmera, 16
og 18. Fyrirtækið er umboðs-
aðili nokkurra stórra lyfja-
framleiðenda auk fyrirtækja á
sviði hjúkrunarvara og neyslu-
vara svo markaðsstarf er
stærstur hluti þess sem fram
fer innan veggja fyrirtækisins.
Lyf hafa þá sérstöðu á
hjá Stefáni Thorarensen hf.,
nánar tiltekið hjá dótturfyrir-
tækinu Tóró h.f., sem fram-
leiddi lyf. Hann hefúr starfað
innan fyrirtækisins síðan og
tók við starfi framkvæmda-
stjóra fyrir rúmu ári. Stefán
Thorarensen, stofnandi og
frumkvöðull, var afi hans.
Stefán er kvæntur Sigrúnu
Þórarinsdóttur og eiga þau
þijár dætur, 16, 8 og 5 ára
gamlar. Stefán segist hafa mik-
inn áhuga á bílum, fjallgöng-
um og laxveiði. Hann hefur
farið til laxveiða í Haffjaröará á
hveiju sumri síðan hann var
12 ára gamall. Hann var reynd-
ar um hríð leiðsögumaður við
ána á sumrin svo hann þekkir
hverja flúð og hvern hyl í þess-
ari gjöfulu á. Þaðan kom hann
með 20 punda lax síðasta
sumar sem bíður í frystinum
eftir að komast í uppstoppun.
„Mér finnst mjög áríðandi
að stunda hreyfingu og fer
þrisvar í viku í Aerobic Sport í
líkamsrækt og kem þaðan
endurnærður á sál og líkama.
Það er mjög brýnt, að mínu
mati, fyrir alla að halda sér í
þjálfun. 33
TEXTI: PÁLL ASGEIR ÁSGEIRSS0N
81