Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 8

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 8
Starfsmenn Vestjarðaleiðar. í miðjunni standa hjónin Sigurbjörg Bjarnadóttir og Jóhannes Ellertsson, eigendur fyrirtaekisins. FV-myndir: Geir Ólafsson. Meö Vestfjaröaleiö hvert sem er, hvenær sem er □ estfjarðaleið ehf. í Sætúni 4 hefur á síðustu árum breyst úr sérleyfis- fyrirtæki yfir í fyrirtæki sem rekur ferðaskrifstofu og stendur fyrir hópferðum bæði fyrir erlenda og innlenda aðila. Fyrir- tækið tekur á móti hópum frá Þýskalandi, Austurríki og Norðurlöndunum en leggur einnig ríka áherslu á að skipuleggja hóp- ferðir fyrir íslensk fyrirtæki og gesti þeirra sem og hvers konar aðra innlenda hópa sem vilja fara í stuttar eða langar ferðir um landið, hvert og hvenær sem er. smiði nýs Vestflarðaleiðarbils Unnið að verkstæði fyrirtækisms. Þaö er Jóhannes Ellertsson og fjölskylda hans sem eiga og reka Vestfjarðaleið. Jó- hannes hóf akstur árið 1959 fyrir Ásmund Sig- urðsson, þáverandi eiganda Vestfjarðaleiðar, en keypti fyrirtækið árið 1978. í ár eru þvl 20 ár frá því hann tók yfir reksturinn. í upphafi var Vestfjarðaleið stofnað sem sérleyfisfyrir- tæki sem annaðist akstur á sérleiðum á Vest- fjörðum. Þegar halla tók undan fæti í sérleyf- isakstrinum sneru eigendur sér að ferðaskrif- stofurekstri og fékk Vestfjarðaleið fullt ferða- skrifstofuleyfi árið 1993. Ferðaskrifstofan tek- ur á móti ferðamönnum, aðallega frá Þýska- landi og Austurríki, í ferðir sem annaðhvort erlendar ferðaskrifstofur hafa skipulagt og Vestfjarðaleið sér um hér eða í ferðir sem Vestfjarðaleið skipuleggur að öllu leyti. Jóhannes segir að mesti annatíminn sé frá því um miðjan apríl og fram í októ- ber. Sá tími sé þó stöðugt að lengjast og nú gerist það æ algengara að hópar komi að vetrinum. Pantanir koma með löngum fyrirvara en þrátt fyrir það er alltaf hægt að taka inn á milli ferðir, sem kunna að koma upp óvænt, til 'A dæmis fyrir íslensk fyrirtæki sem fá gesti til sín með skömmum fyrirvara og vilja gera eitthvað sérstakt fyrir þá. 8 iM'M-nWWXiúUKl'M

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.