Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 14
Halldór Guðmundsson formaður SIA ávarþar félagsmenn á af- mœlinu. FV-myndir: Geir Olafsson. LA, Samband íslenskra auglýsingastofa, fagnaði 20 ára afrnæli sínu fyrir skömmu með veglegri hátíð á Hótel Sögu. Þar voru haldin erindi, kynntar niðurstöður kannana á augiýsingamarkaði en einnig skálað og sungið í til- efni dagsins. Til vinstri er Elías Héðinsson félagsfrœðingur sem starfar sjálf- stætt. Til hœgri er Tryggvi Tryggvason auglýsingateiknari og einn af eigendum Yddu. AFMÆLISHATIÐ SIA Leópold Sveinsson, framkvæmdastjóri AUK, á tali við Helgu Þóru Eiðsdóttur sem starfar í markaðsdeild Flugleiða. Þórólfur Árnason forstjóri Tals hf. er prestssonur sem lærði verkfræði. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Qal hf, nýtt símafyrirtæki, hefur tekið til starfa. Fyrirtækið mun einbeita sér að rekstri þráð- lausrar símaþjónustu sérstaklega GSM síma- kerfis. Reistar hafa verið 13 jarðstöðvar af 15 sem ætl- að er að komi upp í fyrsta áfanga. Svæðið sem nýtt get- ur þjónustu Tals nær frá Selfossi í austri og að Akra- nesi í vestri og á þessu svæði búa 65% þjóðarinnar. Farsímanotkun er talsvert útbreidd á Islandi og vex hratt. Nú eru um 40 þúsund númer í notkun en meðal þjóða þar sem notkun farsíma er hvað útbreidd- ust eru 40% þjóðarinnar með síma í vasanum og því ættu um 100 þúsund númer að geta verið í notkun á Islandi. Þórólfur Ai'nason hefur verið ráðinn forstjóri Tals hf. Hann sagði í samtali við Frjálsa verslun að fyrir- tækið myndi bjóða fjölþættari símaþjónustu í GSM en áður hefði boðist. Boðið verður upp á fleiri gjaldflokka og aukna þjónustu varðandi þráðlausan gagnaflutning en tækniþróun á þessu sviði er afar hröð. Tvö bandarísk fyrirtæki eiga 65% í Tali hf. Annað er Western Wireless sem er símafyrirtæki en hitt er Walther Group sem er verkfræði- og tæknifyrirtæki. Þórólfur er fæddur 24. mars 1957 í Reykjavík, son- ur séra Arna Pálssonar sóknarprests í Kópavogi og Rósu B. Þorbjarnardóttur endurmenntunarstjóra Kennaraháskólans. Þórólfur varð stúdent frá MH 1975 og lærði síðan vélaverkfræði við HI. Hann tók próf í rekstrar- og iðnaðarverkfræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1981. Þórólfur kenndi bæði við MH og Vélskólann en starfaði síðan hjá Nesco, Marel og nú síðast sem fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Esso en því starfi hefur hann gegnt frá 1993. Þórólfur er kvæntur Margréti Baldursdóttur tölvu- fræðingi og þau eiga tvö börn. 33 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.