Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 20

Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 20
SKOÐUN ar byrðar vegna falls Sambandsins sem hafði greiðan pólitískan aðgang að Landsbankanum vegna „síns bankastjóra” þar. Allir bankarnir hafa þó orðið að afskrifa milljarða í töpuðum útlánum - einkabankinn íslandsbanki lika. Sömuleiðis telst 42 milljóna kostnaður Landsbankans vegna laxveiði kannski ekki hár þegar hann er settur í samhengi við heildartekjur bankans á sama tíma- bili sem numið hafa um 60 milljörðum. Hér hefur kostnaðurinn verið settur i hlutfall við aðrar stærðir. En einn og sér, óháður öðr- um stærðum, telst laxveiðikostnaðurinn hár. Um mikið bruðl er að ræða - og það fer fyrir brjóstið á fólki. Stjórnendur, hvort sem er í Landsbankanum eða annars staðar, geta mælt bruðl með eft- irfarandi þumaliingursreglu: Væru þeir tílbúnir til að leggja út í viðkomandi kostnað ef þeir ættu fyrirtækið sjálfir og yrðu að greiða kostnaðinn úr eigin vasa? Þeir verða að spyija sig hvernig þeir skuli fara með það fé sem þeim er trúað fyrir. Og fyrir þá fjöl- mörgu stjórnmálamenn, banka- og fyrirtækjamenn, sem þegið hafa ferðir i laxveiði með ríkisbönkunum tveimur, opinberum sjóðum, Seðlabankanum og ríkisfyrirtækjum, er ágætt að rifja upp hin fleygu orð Miltons Friedman: „Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis - það er alltaf einhver sem greiðir fyrir hann!!” Boðsmenn geta ekki bæði sleppt og haldið. Þeir geta ekki bæði þegið boð í dýrar laxveiðiferðir og staðið síðan á öndinni af hneykslun og for- undran! Erlendis tengjast flestar afsagnir fólks kynlífi- eða notkun á al- mannafé í eigin þágu. Sagan þar sýnir að fólk í opinberum stöðum; stjórnendur, embættismenn og ráðamenn, hafa yfirleitt fallið vegna lágra fjárhæða sem tengjast einkaneyslu á kostnað skatt- borgara; til dæmis flugferðum, hótelgistingu og þar fram eftir göt- unum. Upphæðin sjálf hefúr ekki skipt meginmáli heldur tilurð hennar. Það þarf sterk bein til að ganga með ávísanahefti annarra - og fara ekki út af sporinu í risnukostnaði. Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri, hefur haldið þvi fram að varðandi risnu bankans hafi verið farið í einu og öllu eftir reglum Landsbankans sem gilt hafi þar á bæ í áratugi. Hann hefur sagt - eftír á - að þessar reglur hafi greinilega verið of rúm- ar; hann hafi hins vegar ekki breytt þeim reglum fremur en aðrir sem komið hafa að bankanum í áratugi. Sömuleiðis hafa vakið at- hygli upplýsingar hans um að í kjörum bankastjóranna, en banka- málaráðherra og bankaráð hafa samið við þá, hafi verið ákvæði um tvær fríar ferðir með maka á ári á kostnað bankans. Þetta varpar kastljósinu auðvitað að bankaráðinu varðandi regl- ur bankans gagnvart bankastjórunum. Eðlilega hefiir verið spurt hvernig bankaráðið geti verið stikkfrí, sem og bankamálaráðherr- ann, gagnvart rekstri bankans, líka eyðslu hans í risnu og laxveið- ar, - en samt skrifað undir ársreikninga hans. í fyrirtækjum er það þannig að reksturinn er á ábyrgð stjórna þeirra. Arsreikningur hvers fyrirtækis er lagður fram af stjórn og á ábyrgð hennar! Vandséð er því hvernig bankaráð Landsbankans getur lagt fram ársreikninga, kynnt þá og kvittað undir - án þess að bera neina ábyrgð á því sem þar stendur! Það er ekki trúðverðugt að banka- ráð, sem semur við bankastjóra um kjör þeirra, telji sig ekki hafa haft neina vitneskju um rúmar innanhússreglur bankans í risnu og laxveiðum. Það er líka annkanalegt að bankaráð hneykslist á öllu saman með þjóðinni eftir að risnan og laxveiðin eru komin upp á borðið. Þeir bankaráðsmenn, sem sitja í núverandi bankaráði, og voru ennffemur í því gamla undir forystu Kjartans Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki, ættu því að segja af sér og „axla áþyrgðina” með bankastjórunum þremur. Jafhvel lfka bankamálaráðherrann, Finn- ur Ingólfsson, sem hefur auðvitað verið öllum hnútum kunnugur um bruðl í bankanum þótt hann hafi kannski ekki haft nákvæma vitneskju um fjárhæðir í því sambandi. Það hljómar hálf öfugsnúið þegar Finnur Ingólfsson, ráðherra bankamála, leggur þann skilning í dæmið að bankaráðsmennirnir í Landsbankanum axli ábyrgð með því að sitja áfram. Hvers vegna vildi hann ekki hafa siðbótina almennilega fyrst hann valdi henni tíma á stórhátíð kristinna manna, um páskana? Þegar hefur að visu einn bankaráðsmanna, Jóhann Arsælsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, sagt af sér. Finnur taldi það raunar mikið áþyrgðar- leysi. Varamaður Jóhanns, Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, einnig fulltrúi Alþýðubandalagsins, hefur sest í banka- ráðið. Einhvern veginn hefði það verið trúverðugra hjá Alþýðu- bandalaginu að hverfa að fullu frá því að eiga þar bankaráðsmann. En það vill flokkurinn ekki. Vegna þess að ítökum pólitíkusa í bönkum fylgja völd - en hins vegar engin ábyrgð, að því er virðist. HVÍTÞVOTTURINN Á HALLDÓRI Það, sem vakið hefur hvað mesta ahygli við brottrekstur bankastjóranna þriggja, er sá hvítþvottur sem Framsóknarflokk- urinn og þingmenn hans hafa haft um „sinn bankastjóra” í Lands- bankamálinu, Halldór Guðbjarnason. Hver af öðrum stóðu þing- menn Framsóknarflokksins upp á Alþingi og höfðu nánast það eitt að segja um skýrslu Ríkisendurskoðunar eftir páskana að hún hreinsaði Halldór, bankastjóra Framsóknarílokksins í bankanum, af ábyrgð á bruðli bankans í risnu, ferðalögum og laxveiðum. Þessu var raunar haldið mjög á lofti í fréttaflutningi ýmissa fjöl- miðla af málinu. Áróðurinn hreif. Ótrúlega margt fólk telur Hall- dór alsaklausan í málinu og að Björgvin Vilmundarson, banka- stjóri Alþýðuflokksins í bankanum, og Sverrir Hermannsson, bankastjóri Sjálfstæðisflokksins í bankanum, beri einir ábyrgð á herlegheitunum sem varð þeim þremenningum að falli. Svo virð- ist sem það skipti fólk engu þótt þankastjórarnir þrír hafi, sam- kvæmt ráðningarsamningi, borið jafna ábyrgð á daglegum rekstri bankans. Sömuleiðis virðist það engu skipta þótt Halldór hafi skrif- að undir tvö bréf til viðskiptaráðuneytisins um laxveiðikostnað bankans. Það fyrra skrifaði hann undir með Sverri Hermannssyni. Þær upplýsingar reyndust ekki tína allt til. Undir síðara bréfið - bréfið sem allt varð vitlaust út af - skrifaði Halldór undir ásamt Björgvin Vilmundarsyni. Maður, sem heldur sjálfur að hann beri ekki ábyrgð á því sem hann skrifar undir, telst tæplega hæfur í starfi. Jafnframt verður það að teljast afar hæpið að Halldór hafi ekki vitað um þær rúmu húsreglur bankans sem tengdust risnu- kostnaði og þvi ekki aðhafst neitt til að breyta reglunum. Raunar gekk eitt dagblaðanna, Dagur, svo langt að fullyrða í stórri fyrir- sögn á forsíðu - vegna viðtals við Halldór í blaðinu - að hann væri fórnarlamb og hefði ekki bruðlað með fé bankans. Þessi fyrirsögn var fullyrðing blaðsins. Einhveijir ræða núna um að Halldór eigi að taka við af Steingrími Hermannssyni sem næsti Seðlabanka- stjóri en Finnur Ingólfsson skipar í þá stöðu. Finnur hefur lýst því yfir í viðtali að mikilvægt sé að þankastjórar Seðlaþankans endur- spegli hinn pólitíska sfyrk í landinu hverju sinni. Um það má vissu- lega deila því flestir hagfræðingar eru á þeirri skoðun að Seðla- bankar þurfi að vera sem sjálfstæðastir - óháðir stjórnmálamönn- um. ÞÁHUR ENDURSKODENDA Þáttur endurskoðenda bankans, bæði þess löggilta og Ríkis- endurskoðanda, hafa verið nokkuð tíl umræðu í Landsbankamál- inu. Upplýst hefur verið að hinn löggilti endurskoðandi bankans 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.