Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 21

Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 21
SKOÐUN VILJA EKKI MISSA VÖLDIN. HVERS VEGNA? Kjósendur ættu að spyrja sig að því hvers vegna stjórnmálamenn hafi í raun ekki áhuga á að sleppa tökum sínum af ríkisbönkunum - og selja þá. Svarið er gamalkunnugt; völd í bönkunum gefa færi á hrossakaupum og greiðasemi. gerði athugasemdir - fjögur ár í röð - þar sem hann sagði að það teldist ótilhlýðilegt að bankinn hefði viðskipti við Bálk, það fyrir- tæki sem hefur Hrútaflarðará á leigu og Sverrir Hermannsson tengist. Athygli hefur vakið að endurskoðandinn kom athuga- semdum sínum áleiðis til bankastjóranna - og að þær hrifu ekki fyrr en á síðasta ári þegar hann hótaði að fara með þær fyrir banka- ráðið. Þarna vaknar auðvitað spurningin um það hvort eðlilegt geti talist að fara ekki með málið strax frá fyrsta degi til bankaráðs- ins. Ef ársreikningur bankans er lagður fram af bankaráðinu og á ábyrgð þess ætti löggiltur endurskoðandi fremur að vera í vinnu fyrir bankaráðið en bankastjórana. Þetta friar bankaráðið þó eng- an veginn undan eftirlitsskyldu sinni og ábyrgð á rekstrinum. Auð- vitað á bankaráðið að hafa tilfinningu fyrir því sem er að gerast inn- an bankans. Komi ffarn hár risnukostnaður í ársreikningi - þótt ósundurliðaður sé - á hann að hringja bjöllum hjá bankaráðinu sem á þá að spyijast fyrir um málið; fá sundurliðun. Þáttur Rikis- endurskoðanda í Landsbankamálinu hefur sömuleiðis vakið upp nokkrar spurningar. Hvaða gildi hefur undirskrift hans á ársreikn- ingi bankans? Er hún fagurfræðileg? Fylgir henni engin ábyrgð? Ríkisendurskoðun gerir nánast daglega athugasemdir við stjórn- endur rikisfyrirtækja og ríkisstofnana um hvað betur megi fara í rekstrinum - allt niður til smæstu atriða. Hvers vegna hringdu eng- ar bjöllur hjá Ríkisendurskoðanda um risnukostnaðinn í Lands- bankanum? Þessi spurning verður enn áleitnari í ljósi þess að upp- lýst hefur verið að Ríkisendurskoðandi fékk upplýsingar frá end- urskoðanda bankans um laxveiðimálin fyrir um tveimur árum. Hvers vegna fór Ríkisendurskoðun ekki af stað að fyrra bragði í Landsbankanum og hóf að kafa ofan í risnuna, eins og hún gerir í öðrum ríkisstofnunum? Svar á borð við: „Af því að það var ekki gert” hljómar veikburða. Þess vegna hefur í raun fjarað undan Rík- isendurskoðun í Landsbankamálinu þótt fyllsta ástæða sé til að hrósa henni fyrir annars ágæt störf í ýmsum málum. I margumtalaðri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landsbanka- málið var fullyrt að aðeins þriðjungur laxveiðiferða væri af við- skiptalegum toga - vegna beinna viðskiptalegra hagsmuna. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um bruðl bankans og að laxveiði- ferðir hans hafi verið skemmtiferðir útvalinna. Þegar gengið hefur verið á aðra stjórnendur hjá hinu opinbera, hvort heldur innan banka- og fjármálaheimsins sem forráðamenn ríkisfyrirtækja, virðist mælikvarðinn á það hvort ferð teljist viðskiptaferð vera sú hvort útlendingur sé með í ferðinni. Það virðist nægilegt til að fá rétta stimpilinn á ferðina að hægt sé að hengja einhvern útlending á hana. Dugar ekki að skjótast hálfan dag með viðkomandi í ein- hveija laxveiðiá? Það að einhver útlendur bankamaður komi til landsins á ekki að duga sem gæðastimpill á laxveiðiferð. HALLDÓR JÓN KRISTJÁNSSON í Landsbankamálinu hefur kastijósinu að sjálfsögðu verið beint að nýráðnum bankastjóra Landsbankans, Halldóri Jóni Kristjáns- syni, en hann kemur úr viðskiptaráðuneytinu sem settur ráðuneyt- isstjóri þar. Hann hefur verið nánasti embættismaður Finns Ing- ólfssonar sl. þijú ár og verið honum svo verðmætur að Finnur lagði í krossferð gegn Birni Friðfinnssyni, skipuðum ráðuneytis- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, fyrir rúmu einu og hálfu ári - og sem frægt varð. Leyfi Björns í ráðuneytinu var þá að renna út og kall- aði Finnur hann heim en sneri síðan við honum baki á síðustu stundu. Björn var framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar EFTA og gat verið það fram að síðustu áramótum. Foringjar stjórnarflokk- anna, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, urðu að leysa þetta mál. Gerður var samningur um að leyfi Björns frá starfi ráðu- neytisstjóra yrði framlengt um tvö ár - eða allt til loka þessa árs, ársins 1998 - en þá færi hann aftur í starf ráðuneytisstjóra. Björn hóf síðan störf i forsætisráðuneytinu, en á launum hjá viðskipta- ráðuneytinu, sem sérfræðingur ríkisstjórnarinnar um EES. Eftir þennan samning við Björn spurðu menn: Hvað verður um Halldór Jón þegar Björn snýr til baka í viðskiptaráðuneytið? Á að þakka Halldóri Jóni fyrir vel unnin störf með því að lækka hann í tign og gera hann aftur að skrifstofustjóra? Ekki þarf að spyija þessara spurninga lengur! Svarið er komið. I ljósi Björnsmálsins sést hve náið samstarf heíur verið á milli Finns og Halldórs Jóns. Finnur er því að setja „sinn mann” í bankastjórastól Landsbankans. Það vekur nefnilega athygli við ráðningu Halldórs Jóns að hann er fyrst og fremst fær embættis- maður og kemur úr því umhverfi. Það skal tekið sérstaklega fram að afar gott orð fer af Halldóri Jóni og honum fylgja góðir óskir um velgengni í starfi. Spurningin sem eftir stendur er þó þessi: Tekst embættismanni úr ráðuneyti að stjórna Landsbankanum í hinni hörðu samkeppni sem nú ríkir á ijármálamarkaðnum? Hefði ekki verið nær að fá þekktan stjórnanda úr einkageiranum - mann sem er vanur að slást í samkeppni? Sú spurning vaknar sömuleiðis hvort Halldór Jón sé ekki of náinn og tengdur Finni og þar með Framsóknarflokknum. Að minnsta kosti ættu menn að halda vöku sinni og fylgjast með úthlutun vegtylla hjá bankanum á næstunni, eins og í stöður útibússtjóra, fylgjast með því hvort þar gætu ver- ið pólitísk tengsl við Framsóknarflokkinn. Ekki verður annað séð af fyrstu vinnubrögðum Halldórs Jóns en að hann fari vel af stað. Hann var ekki bara fljótur, heldur ótrúlega fljótur, að koma á nýju skipuriti í bankanum - og kynna það með stæl á fjölmennum fundi starfsmanna Landsbankans í Háskólabíói. Sömuleiðis hefur Hall- dór Jón sett bankanum háleit markmið og boðar frekari vöxt hans utan íslands - hvað svo sem við íslendingar getum kennt útlend- ingum í bankamálum. Vonandi tekst Halldóri Jóni vel upp sem bankastjóra Landsbankans og eykur verðmæti hans. En það verð- ur örugglega á brattann að sækja hjá honum þótt hann taki - þrátt fyrir allt - við ágætu búi eftir hina föllnu bankastjóra. I Landsbank- anum hafa verið gerðir ágætir hlutir á undanförnum árum. Bank- inn er miklu írísklegri núna í viðskiptum en fyrir sjö til átta árum. Bankinn hefur orðið að hreinsa fortíðarvandann út úr pípunum vegna tapaðra útlána. Á eftir stendur betri banki. Meginvandi Halldórs Jóns snýst um að bankakerfið er of dýrt. Sameina þarf banka, fækka útibúum og segja upp fólki. Ætli Hall- dór Jón að ná þeim árangri, sem hann hefur lýst yfir að hann ætii að ná, kemst hann ekki hjá því að segja upp fólki. Hvernig fer hann að því þegar bankinn er rekinn af stjórnmálaflokkum, fulltrú- um flokkanna á Alþingi, en ekki einkageiranum; einstaklingum og fyrirtækjum? Til að gera bankakerfið á íslandi ódýrara er best að rjúfa hin pólitísku tengsl við það og selja ríkisbankana. QH 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.