Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 23

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 23
STJORNMAL HVÍ ÞEGIRINGIBJÖRG? ú dregur óðum að kosningum. Menn verða ekki svo varir við þær, - áhuginn virðist ekki vera mikill, a.m.k. ekki í Reykjavík. Þó berast iréttir utan af landi, þar sem menn eru vígreifir og fylkingar löngu farnar að bíta í skjalda- rendur, - nefna má staði eins og Húsavik og Hveragerði, en þar hlýtur að vekja athygli, að Knútur Bruun hefur boðið sig fram á ný. Má búast við harkalegu uppgjöri milli fylkinga í Hveragerði. Því verður ekki neitað, að fyrir Sjálfstæðismenn eru niður- stöður skoðanakannana í Reykjavík heldur uggvænlegar. Þó er ekki öll von úti, og menn hafa svo sem snúið við verri stöðu. En hver er ástæðan fyrir þessu? í Reykjavík hefur sósíalísku flokkunum tekizt með aðstoð Framsóknarflokksins að mynda fylkingu undir forustu Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem var á mínum háskólaárum snarvitlaus kommúnisti. Hún hefur síðan stillzt og lært af Öss- uri svila sínum. M.a. er athyglisvert, að hún hefur tekið undir ýmsar skoðanir sósíaldemókrata um Evrópu- bandalagið. Ingibjörg Sólrún er hörkupóli- tíkus og óvægin. Fylgi R- listans er fyrst og fremst henni að þakka, enda vita það allir, að fylgi R-listans væri hrunið, nyli hennar ekki við. En hversu lengi nýtur hennar við? Það er talað um það opinskátt í herbúðum félagshyggjumanna, að nú muni Ingibjörg gera stuttan stanz eftir kosningar. Hún muni bjóða sig fram til þess að vera leiðtogi félags- hvggjullokkanna, studd af Össuri svila á hægri hlið en Margréti Frímannsdóttur á vinstri hlið. Og hvað verður þá um Reykjavík? Mun þá Ingibjörg sitja áfram í borgarstjórn, eða mun hún fara aftur á þing? Um þetta hef- ur verið ritað og rætt. Og það er eftirtektar- vert, að Ingibjörg Sólrún þegir þunnu hljóði, - og Össur svili gætir þess vandlega, að ekki komi orð um þetta í DV. Það er aldeilis furðu- legt, að hún skuli komast upp með þetta. Ingibjörg hefur jafnffamt gætt þess að reyna að leysa sem flest mál út frá sjónarmið- um hægri manna, - hún talar opinskátt um einkavæðingu og breytir borgarfyrirtækjum í hlutafélög, - hún lætur meira að segja hlutafé- lög eignast bæjarblokkirnar, - og þannig hef- ur henni vissulega tekist að hylja mórauðan sósíalistafeld sinn með íhaldsgæru. Vinnur hún að þessu leytinu eins og aðrir sósíalistar í Evrópu. Það er ekki mikill rnunur á þessum vinnubrögðum og vinnubrögðum í verka- mannaflokknum í Englandi, Sósíalistaflokknum í Frakklandi eða Sósíaldemókrötum í Þýzkalandi. Og vissulega tekst þannig að blekkja fólk. Vinnubrögð Ingibjargar sanna, að sósíalísku flokkarnir, Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag, búa við mikla tilvistarkreppu ásamt saumaklúbbi Kvennalistans. Sósíalismi er bannorð, en í staðinn eru vinstri menn farnir að tala um félagshyggju, - orð, sem ég held raunar að Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi fyrstur farið að nota í blaðagreinum, þegar hann vildi íslenzka erlend stjórnmálahugtök. Fijálshyggjan var síðan andstæða fé- lagshyggjunnar. Islenzkir sósíalistar eiga þarna stóra skuld að gjalda Hannesi Hólmsteini. Fyrst í stað var Framsókn talin með félagshyggjuflokkunum, en Halldór Ásgrímsson hefur aftekið skyldleika þarna á milli, eftir að hann varð formaður. Má full- yrða, að núverandi forusta Framsóknar sé þeirrar skoðunar, að bezt sé að sigla flokknum á borgaralega vængnum, rétt eins og systurflokkar Framsóknar gera erlendis, t.d. Venstre í Danmörku. Eina undantekn- ingin er í Reykjavík, þar sem eiginkona fé- lagsmálaráðherrans er meðframbjóðandi með eiginkonu Svavars Gestssonar, og þar sem Guðrún Ágústsdóttir og aðrir herstöðvarandstæðingar sitja klíkufundi á skrifstofum Alfreðs Þorsteinssonar í Sölu- nefnd varnarliðseigna. Það er athyglisvert, að hvorki Alþýðu- bandalag né Alþýðuflokkur bjóða fram við sveitarstjórnarkosningarnar, nema í Hafn- arfirði, þar sem Guðmundur Árni Stefáns- son ræður ríkjum. Virðist þvi mega sjá fyr- ir endalok þessara flokka. Hitt er svo annað mál: Hvernig geta flokkar eins og Alþýðuflokkurinn, sem rekinn var með fégjöfum frá CIA og nor- rænum kratapeningum, og Alþýðubanda- lagið, sem á sama hátt var hluti af Sovét- genginu, ofizt saman í einn „félagshyggju- flokk”, jafnvel þótt saumaklúbbur Kvennalistans sé notaður með til skrauts. Lífssýn fylgismanna þessara flokka hlýtur að vera ólík. Eg trúi því ekki, að meirihluti þessa fólks hafi sömu gen og Össur Skarphéðinsson og Ólafur Ragnar Gríms- son, séu pólitísk kamelljón, sem geti áreynslulaust tekið á sig hvaða pólitísku mynd sem er. 33 STUTTUR STANZ INGIBJARGAR Það er talað um það opinskátt í herbúðum félagshyggjumanna, að nú muni Ingibjörg gera stuttan stanz eftir kosningarnar ■ og verða leiðtogi félagshyggjuflokkanna. 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.