Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 26
INGVAR HELGASON
í SÉRFLOKKIÁ KREPPUÁRUNUM
Þegar horft er yfir sviðið hjá bílaumboðun-
um síðustu tiu árin hagnaðist aðeins eitt fyrir-
taeki eitthvað að ráði á erfiðleikaárunum 1990
til 1995, Ingvar Helgason hf., á meðan flest
önnur lentu í andstreymi. Þó skal bent á að
bílaumboð, eins og Suzuki bílar hf. og Brim-
borg, voru líka réttum megin við strikið á
þessum erfiðu árum þótt hagnaður þeirra
væri ekki í líkingu við hagnað Ingvars Helga-
sonar hf. Aðaleigendur Ingvars Helgasonar og
Bílheima eru hjónin Ingvar Helgason og Sig-
ríður Guðmundsdóttír. Synir þeirra, Júlíus
Vifill, Helgi og Guðmundur, eru fram-
kvæmdastjórar fyrirtækjanna. Þetta er því
samhent fjölskyldufyrirtæki. Þau hjón stofn-
uðu fyrirtækið árið 1956. í upphafi hét það
raunar Bjarkey og flutti inn leikföng og gjafa-
vörur. Bílainnflutningurinn hófst árið 1963
þegar Ingvar hóf að flytja inn austur-þýsku bíl-
ana Trabant Arið 1971 hófst svo innflutning-
ur á Datsun sem heitir núna Nissan.
Ingvar Helgason hf. stofhaði um mitt ár ‘93
dótturfyrirtækið Bilheima. Það fyrirtæki er
meðal annars með umboð fyrir General
Motors (GM), en Jötunn, sem var bílafyrir-
tæki Sambandsins, var áður með það umboð.
Helstu bíltegundir Bílheima eru Opel, Saab,
GM og Isuzu. Helstu bílar Ingvars Helgason-
ar hf. eru Nissan og Subaru. Ingvar Helga-
son og Bílheimar eru rekin sem tvö sjálfstæð
fyrirtæki innan sömu samsteypunnar. Saman-
lögð velta þeirra nam á árinu 1996 rúmum 5,2
milljörðum og hagnaður fyrir skatta var um 187 milljónir. Það var
um eitt hundrað milljóna króna minni velta en hjá Heklu þetta ár.
I árlegri bók Fijálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins,
100 stærstu, voru Bílheimar inni í ársreikningum Ingvars Helga-
sonar hf. á árunum '93, ’94 og ‘95 - en undir sérheiti árið 1996. Árs-
reikningar fyrir Ingvar Helgason og Bílheima vegna ársins 1997
liggja ekki fyrir þegar þetta er skrifað, en áætlanir gera ráð fyrir
góðri afkomu - að venju.
Við vinnslu listans yfir stærstu fyr-
irtæki landsins er Ingvar Helgason
hf. eina bílaumboðið sem hefur jafnan
skilað fullum og ítarlegum upplýsing-
um um rekstur, efnahag, greidd laun
og fjölda starfsmanna. Hekla skilaði
einnig inn fyllstu upplýsingum við
gerð listans - en hætti því á erfiðleika-
árunum ‘92 til ‘94. Síðan hefúr Hekla
skilað inn öllum upplýsingum við
vinnslu listans. Önnur bílaumboð
hafa ekki skilað inn nema hluta upp-
lýsinganna í gegnum tíðina - og fæst
þeirra greint frá afkomu. I þessari
grein eru tölur um afkomu þeirra á
árinu 1996 fengnar hjá Rikisskatt-
stjóra á grunni tveggja ára gamalla
laga um upplýsingaskyldu hlutafélaga á
reikningum sínum.
P. SAMÚELSSON
- T0Y0TA ER MEST SELDA TEGUNDIN
Þótt Hekla og Ingvar Helgason-Bílheima
samsteypan hafi mesta veltu bilumboðanna
er það svo að af einstaka tegundum er mest
selt af Toyota - og hefur hún talsverða yfir-
burði í sölu. Toyota hefur raunar verið mest
seldi bíllinn hérlendis frá árinu 1988. Það
táknar að af bílum í umferð eru flestir Toyota.
Hlutdeild Toyota af innfluttum fólksbílum á
síðasta ári var um 17,5% og hefur heldur far-
ið lækkandi frá árinu 1992.1 mesta kreppuári
íslensks bílainnflutnings, 1994, þegar aðeins
tæplega 5.400 bílar voru fluttir inn til lands-
ins, nam hlutdeild Toyota tæpum 26% af
markaðnum. Yfirleitt hafa Toyota bílar þó
verið í kringum 19% tíl 22% af seldum
bílum á undanförnum árum.
Það er P. Samúelsson hf. sem hefur um-
boð fyrir Toyota en fyrirtækið var stofnað á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní árið 1970 af Páli
Samúelssyni, föður Boga sem nú er for-
stjóri. Velta P. Samúelssonar var um 4,5 millj-
arðar á árinu 1996 og það ár skilaði fyrirtæk-
ið um 75 milljóna hagnaði fyrir skatta. Toyota
selur meðal annars jeppann Land Cruiser
en í skoðanakönnun Fijálsrar verslunar á ár-
inu 1966 var hann oftast nefndur sem
draumabíll Islendinga. í könnuninni var
spurt: Hvernig bíl myndir þú kaupa þér ef
peningar væru ekkert vandamál? Mercedes
Benz kom á eftir Land Cruiser og síðan Toyota - þar sem engin
tegund af henni var nefnd sérstaklega.
BRIMB0RG GENGIÐ VEL FRÁ UPPHAFI
Eitt þeirra bílaumboða, sem getur státað af að hafa verið rekið
með hagnaði i gegnum tíðina, er Brimborg. Verkstæði fyrirtækis-
ins heitir Ventíll - og er gert upp sem sérfyrirtæki en önnur bíla-
umboð, sem reka sérstakt verk-
stæði, eru með rekstur verkstæð-
anna inni í sinni veltu. Sameiginleg
velta Brimborgar-Ventils sam-
steypunnar var um 2,6 milljarðar á
árinu 1996 og sameiginlegur hagn-
aður nam um 12 milljónum fyrir
skatta. Sá hagnaður stafaði fyrst og
fremst af hagnaði verkstæðisins.
Fyrirtækið hefur staðið í miklum
byggingarframkvæmdum undanfar-
in ár. Brimborg er með umboð fyrir
flórar bílategundir; Daihatsu, Volvo,
Ford og Citroen. Þess má geta að
Volvo er sterkur á markaði vöru- og
hópferðabíla hérlendis, meðal ann-
ars eru margir strætisvagnar hjá
SVR af þeirri gerð.
Seldir jeppar
á árinu 1997.
Tegund Fjöldi %
Toyota Land Cruiser 354 20,6
Mitsubishi Pajero 325 19,9
Suzuki Vitara 188 11,0
Ssangyoung Musso 178 10,3
Honda CRV 146 8,4
Nissan Terrano 141 8,1
Land Rouer 116 6,7
Cherokee 54 3,1
Suzuki Sidekick 49 2,7
Nissan Patrol 36 2,1
Opel Frontera 30 1,7
Ford Explorer 28 1,6
Ssangyoung Korando 25 1,5
Range Rover 19 1,1
Kia 12 0,6
Aðrir 12 0,6
Samtals: 1.713 100,0
íslendingar eru jeppavæn þjóð.
Ætla má að Islendingar hafi eytt
um 5 milljörðumn ó síðasta óri til
kaupa á yfir 1.700 jeppum sem
þá voru seldir. Rikissjóður fékk
drjúgan skerf af þeirri upphæð.
Innfluttir fólksbílar
‘Áætlun Frjálsrar verslunar út frá sölu fyrstu mánuðina.
Árin ‘93 og ‘94 voru þau lélegustu í bílainnflutn-
ingi í áraraðir. Þess má geta að gengi krónunnar
var fellt undir lok ársins ‘92 og um mitt árið ‘93.
Það hafði áhrif.
26