Frjáls verslun - 01.04.1998, Qupperneq 31
BILAR
JEPPAR ALGENGUSTll
FORSTJORABÍ LARNIR
Jeppar eru orðnir algengustu forstjórabílarnir. Með jeppakaupum horfa forstjórarfyrst og
fremst til notagildisins. En dýrir jeppar eru auðvitað líka stöðutákn!
ótt jeppaeign íslendinga sé almenn eru
jeppar engu að síður orðnir algengustu
forstjórabílarnir á íslandi. Sú þróun hófst
fyrir nær 25 árum þegar Range Roverinn varð vin-
sæll bíll hjá forstjórum og forráðamönnum fyrir-
tækja. Færa má rök fyrir því að með jeppakaup-
um horfi forstjórar fremur til notagildisins en
stöðutáknsins - þótt örugglega hvoru tveggja sé.
orstjórabíll, sem fyrírtæki á og útvegar stjórn-
anda sínum til daglegs brúks, er skattlagður sem
hlunnindi hjá stjórnandanum. Fyrirtækið sér um
rekstur bílsins. Því dýrari sem bíll er þeim mun
meiri eru hlunnindin metin af skattinum. Dæmi:
Fyrirtæki kaupir nýjan bíl handa forstjóranum á
um 4 milljónir. Á skattframtali verður forstjórinn
Yfir 30 ÞÚSUND í
VIÐBÓTARSKATT Á MÁNUÐI
Fyrirtæki kaupir nýjan bíl
handa forstjóranum á um 4
milljónir. A skattframtali
verður hann að taka 20% af
verði bílsins, eða um 800
þúsund, og telja fram sem
tekjur. Af þeirri upphæð
greiðir forstjórinn um 30
þúsund í viðbótarskatt á
mánuði. Fyrirtækið rekur hins
vegar bílinn.
að taka 20% af verði bílsins, eða um 800 þúsund
krónur, og telja fram til skatts sem tekjur á ári.
Það gera um 67 þúsund í aukatekjur á mánuði -
og nær helming af þeirri upphæð, um 30 þúsund
krónur, greiðir hann í viðbótarskatta á mánuði
vegna bílsins.
Hlunnindaskatturinn verður til þess að for-
stjórarnir horfa til notagildisins. Þeir eiga hugs-
anlega sumarbústað, heilsársbústað, sem þeir
fara í á veturna, stunda skíðamennsku, hesta-
mennsku eða laxveiði, fara í hálendisferðir og
snjósleðaferðir og þar fram eftir götunum. Allt
eru þetta áhugamál þar sem jeppi nýtist þeim
betur en fólksbíll.
Við kynnum hér nokkra jeppa til sögunnar.
TOYOTA LAND CRUISER100
Land Cruiserinn kemur nú í Iúxus-út-
gáfu, m.a. með tölvustýrðum Ijöðrunar-
búnaði og ýms-
Toyota Land Cruiser ÍOO.
um fleiri nýjungum. Hann er með nýrri
rúmlega 230 hestafla, 8 strokka bensínvél
sem skilar þessum tveggja og hálfs tonna
bíl í 100 kílómetra hraða á klst. á innan við
Uu sekúndum. Bíllinn verður auk þess
áfram fáanlegur með öflugri díselvél og
sjálfskiptingu. Verðið er frá tæpum 5,7
milljónum króna.
Kaflaskil í bögglasendingum íslendinga
Nú getur þú valið
af öryggi
um hraða, þjónustu og verð
Bögglaþjónusta Póstsins býöur þér nýtt og aukiö
val I þjónustu, hraða og veröi.
Nú getur þú valið um þrjár þjónustulínur:
RAUÐA - frá dyrum til dyra
BLÁA - frá pósthúsi að dyrum
GRÆNA - frá pósthúsi til pósthúss
Kynntu þér hvernig bögglaþjónustan vlnnur best fyrir þlg.
PÓSTURINN
Bögglaþjónusta
Upplýsingar á næsta pósthúsi
www.postur.is
31