Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 40

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 40
Heiður Björnsdóttir, markaðsstjóri Glitnis. „Bílafjárinögnun er mun ódýrari en fólk gerir sér grein íyrir.“ FV-mynd: Geir Ólafsson. litnir býður upp á allar tegundir bílaflármögnunar sem bjóðast á íslenskum markaði. Heiður Agnes Björnsdóttir, markaðsstjóri Glitnis, nefnir hin frjálsu bílalán Glitnis þar íyrst til sögunnar. „Það eru veðlán og hafa þau verið mjög vinsæl hjá okkur. Einnig bjóðum við bílasamninga sem eru kaupleigusamningar með ákveð- inn sveigjanleika. í þriðja lagi bjóðum við svonefnda rekstr- arleigu en í henni felst svolítið önnur hugsun. Segja má að það sé eins konar bílaleiga þar sem viðhaldsþjónusta er innifalin. í rekstrarleigu, sem eingöngu býðst íýrirtækjum, FRJALS BILALAN OG FLEIRIKOSTIR - segir Heiður Agnes Björnsdóttir, markabsstjóri Glitnis. er bílnum í öllum tilfellum skilað aftur að loknum samn- ingstíma, sem venjulega er 24-36 mánuðir.” Heiður segir ís- lendinga enn standa nokkuð fast á því að vilja eiga bílinn sem þeir nota. „Erlendis er rekstrarleiga hins vegar mjög vinsæl og er sagt að hún höfði alveg sérstaklega til kvenna þótt ekki sé vitað hver skýringin á því er. Þær eru ef til vill svona hagsýnar. Þá greiðir viðskiptavinurinn ákveðið gjald á mánuði og er svo laus allra mála í lok samningstímans. Þar hefur fólk gert sér grein fyrir því að það kostar að vera ábíl.” Sé gerður bílasamningur er gert ráð íyrir 20% innborg- un í upphafi. „Síðan getur hver og einn stýrt því sjálfur hvað hann er að borga háa ijárhæð mánaðarlega. Hann getur greitt lágar mánaðargreiðslur ef hann svo kýs, en á móti kemur að í lok samningstímans er ákveðin loka- greiðsla sem þarf að inna af hendi. Ef viðskiptavinurinn fær 40

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.