Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 41
BILAR
sér nýjan bíl aftur, þarf hann ekki að
reiða fram þessa greiðslu heldur á
mismuninn á því sem bíllinn er tekinn
upp í á og því sem hann skuldar.”
Heiður varar við því að hafa afborg-
anir mjög lágar og lokagreiðsluna háa
því þá geti sú staða komið upp að
kaupandinn eigi í raun ekkert í bíln-
um við lok samningstímans, sem
hann telur sig þó vera að kaupa. Búið
sé að éta 20% eignarhlutinn upp.
Heiður segir þá fjármögnunarþjón-
ustu, sem í boði er, vera sniðna til þess
að auðvelda fólki að kaupa sér bíl. Hjá
mörgum sé bílalán orðið hluti af
neyslumynstrinu. En er fólk að
blekkja sjálft sig með því að kaupa bíla
sem það í rauninni eignast oft á tíðum
ekki alveg? „Ekkert frekar en við
húsakaup, sem eðlilegt þykir að fjár-
magna að hluta með lánum. Bílaijár-
mögnun er mun ódýrari en fólk gerir
sér grein fýrir. Þessi leið er t.d. hag-
kvæmari en að fara í bankann og taka
lán. Þetta er ákveðinn markaður sem
við höfum sérhæft okkur í og því höf-
um við getað boðið góð kjör.” Vextir á
verðtryggðum lánum hjá Glitni eru
7,8% og að auki eru stofiigjöld sem
fara eftir lánstíma. Stofngjöldin eru frá
1,5% til 3%. Á óverðtryggðum lánum,
þar sem lánstíminn er skemmri en 5
ár, nema vextir
10,65 %.
„Fólk tekur
að sjálfsögðu
ákvörðun um
bílakaup sjálft.
Við hvetjum
engan til að
kaupa sér bíl ef
hann hefúr ekki
efni á að standa undir greiðslum á
honum. Hver og einn verður hins veg-
ar að vega og meta hvað það kostar að
vera á gömlum bíl með tilheyrandi
viðhaldskostnaði. Fyrir utan óþægind-
in og óöryggið af því. Við bjóðum við-
skiptavinum okkar upp á mjög þægi-
legar leiðir til að eignast þann bíl sem
þeir hafa hug á. Við erum í öflugu
samstarfi við bílaumboðin. Þau geta
sótt um lán hjá okkur og fengið svar á
nokkrum sekúndum. Sérstakur hug-
búnaður gerir það kleift. Bílaumboðin
geta því skoðað þá kosti sem bjóðast,
með viðskipta-
vinum sínum,
lánshlutfall og
lánstíma. I
frjálsu bílalánun-
um er gefinn
kostur á 100%
fjármögnun.”
Heiður segir
lítil brögð að því
að viðskiptavinir standi ekki skil á
greiðslum. Einnig er unnt að fá lán til
kaupa á eldri bíl ef þess er óskað, þó
gilda ákveðnar reglur um hámarks-
aldur þess bíls sem fest eru kaup á
hverju sinni. S5
REKSTRARLEIGA
„í rekstrarleigu, sem eingöngu býðst fyr-
irtækjum, er bílnum í öllum tilfellum skil-
að aftur að ioknum samningstíma, sem
venjulega er 24-36 mánuðir,“ segir
Heiður Björnsdóttir.
ri z # /> 1 T
/ 1 / /> V / i
Tveir loftpúðar
Rafmagnsrúður
73 hestafla vél
Opið alla laugardaga
frákl. 13 til 17.
Farangursrými 1540 lítrar
ABS bremsur
Mikill bíll fývfr 1.190.00C
Verð í vsk. útfærslu kr.980.000
Istraktor
SMIÐSBÚÐ 2
GARÐABÆ
SÍMI: 565 6580
41