Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 43

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 43
BÍLAR um upp á þann veg að þeir greiði 20% út og greiði svo af bílnum í samræmi við af- föll af honum á ákveðnum tíma.” Olafur Helgi segir það aldrei hafa verið markmið Lýsingar að gleypa markaðinn. „Við vitum að það tekur tíma að kynna þetta. Þessi leið hefur það umfram aðra fjármögnunarkosti að hlut- fallstala kostnaðar er í flestum tilfellum lægri því þessi kostur felur ekki í sér stimpilgjald. Við getum stillt upp jöfnum greiðslum yfir tímabilið. Hefðbundin lán gera ráð fyrir hærri greiðslum fyrst og lækka svo niður fyrir það meðaltal sem við höfum verið að stilla upp. Við heim- ilum að sjálfsögðu einnig innáborgun hvenær sem er án refsigjalda.” Ólafur Helgi segir bílasamningana mjög hentuga fyrir þá sem tímabundið hafi ekki mikla greiðslugetu, til dæmis fyrir fólk sem sé nýkomið úr námi eða standi í húsbyggingu en vilji þó vera á nýlegum bíl. „Þetta eru aðilar sem ekki eru með mikla greiðslugetu næstu tvö til þrjú árin en vilja forðast viðhald á bíl og vilja hafa hann í ábyrgð. Bílasamningar Lýs- ingar eru góður kostur fyrir þetta fólk.” Hann segir einnig unnt að greiða lánin upp að fullu líkt og hefðbundin bílalán, óski menn þess. Lýsing er hins vegar skráður eigandi bílsins á meðan á samningnum stendur. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni að fjármögnunarfyrirtækið sé skráður eig- andi, á sama hátt og þegar eignarleigu- fyrirtækin voru að hefja starfsemi sína 1986 og 1987. Þá settu menn það mjög fyrir sig að vera ekki skráðir eigendur að gröfunni eða rútunni eða að því tæki sem aflaði þeim tekna.” Viðhorf til bílasamninga á eftir að breytast á sama veg líkt og erlendis, að mati Ólafs Helga. „Við teljum að eftir nokkur ár þyki ekki endilega nauðsyn að vera skráður eigandi að því tæki sem er til daglegra nota. Til skamms tíma átti Póstur og sími öll símtæki í landinu en enginn tók eftir því. Sá hugsunar- háttur að vera ekki endilega skráður eigandi að bílnum, ljósritunarvélinni eða öðru mun festa sig í sessi frekar en orðið er.” Er bílasamningur, að hans dómi, betri en bankalán eða eingöngu annars konar valkostur? „Við ætlum nú ekki að fara að keppa við bankana. Við teljum okkur ekki geta það því þeir hafa aðgang að mun ódýr- AÐ ERLENDRI FYRIRMYND „Þess vegna hugsuöum viö máliö á sama hátt og er algengast erlendis. Byggt er á þeirri meginreglu að einstak- lingar þurfi ekki aö mynda hreina eign í þeirri bifreið sem þeir hafa til afnota hverju sinni,” segir Olafur Helgi Ólafsson, framkvæmdastjóri Lýsingar. ara fjármagni en við. Hins vegar teljum við okkur vinna þá í samkeppninni með því að vera fljótari til svars og með lipr- ari þjónustu.” Rekstrarleiga er annars konar val- kostur sem Lýsing býður. Hún byggir á þeirri hugmynd að unnt sé að skila bíln- um í lok ákveðins leigutíma og þá laus allra mála. Leigutaki greiðir ákveðnar leigugreiðslur á samningstíma og inni- falið í þeim er oftast allt venjubundið við- hald og viðgerðir. „Umboðsaðili tækisins eða rekstr- arleigan hefur tilhneigingu til að láta viðskiptavininn greiða tækið töluvert niður fyrir áætlað endursöluverð til að skapa sér ekki fjárhagslega áhættu. Þar af leiðandi verður slíkur samning- ur talsvert dýr. Við teljum að rekstrar- leigusamningar eigi ekkert erindi til einstaklinga heldur einungis til mjög stórra fyrirtækja sem eru með fjölda bíla, sem þörf er á að skipta út með reglulegu millibili, og kæra sig ekki um að þurfa að reka eigið bílaverk- stæði eða stunda bílasölu alltaf af og til.” 33 Allra þinna og aðferö Bílar lélla okkur lífið og vciia okkur margvíslega ánægju. En góður bíll kostar sitt og því þarf að vega og meta mismunandi kosti varðandi lán og greiðslur. Það er einfalt og öruggt að fá Bílalán hjá Sjóvá-Almennum. Þú færð svar við lánsbeiðni án tafar og ekur burt á nýja bílnum samdægurs. Kynntu þér Bílalán Sjóvá-Almennra hjá bílaumboðum eða bílasölum og berðu það saman við önnur lán sem standa þér til boða. Niðurstaðan er þér í hag. SJOVAniluALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.