Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 44
Óskar Húnfjörð og Brynja Ingibersdóttir hóteleigendur aðstoða meistarakokkinn
Magnús Nielsson (t.v.) í eldhúsinu. Sveitasetrið fær iðulega gestakokka til að sjá
um matreiðsluna við sérstök tækifæri.
Sveitasetrið á Blönduósi.
þetta gert í samræmi viö þá starfsemi sem
Brynja og Óskar vilja hafa á Sveitasetrinu.
Til liðs við sig fengu þau Finn Fróðason
innanhússarkitekt, sem teiknaði og skipu-
lagði breytingar á hótelinu, sem ná jafnt til
húsnæðis, þjónustu og matargerðar.
GLÆSILEG HERBERGI
Á Sveitasetrinu, þar sem herbergi eru
17 talsins, er þegar búið að gera upp mörg,
glæsileg herbergi. Þau eru búin vönduðum
rúmum og litir á gluggatjöldum, ábreiðum
og veggjum fara vel saman. Öll herbergin
Glæsilegt hótel á Blönduósi
Gte.»«. M- —
bíður gestakomunnar.
Sveitasetrið reka hjónin Brynja Ingi-
bersdóttir og Óskar Flúnfjörð. Sumarið
1995 keyptu þau Hótel Blönduós og
skiptu fljótlega um nafn á hótelinu í
samræmi við þá ímynd sem þau vildu
að hótelið hefði. Um leið hófu þau um-
fangsmiklar breytingar sem segja má
að séu í stíl við nafnið, svolítið róman-
tískar um leið og þær minna á sveita-
setur í Englandi.
Frá upphafi var lögð áhersla á að skipu-
leggja fyrst og breyta síðan og allt var
eru með sér baði og að sjálfsögðu sjón-
varpi og síma.
Framkvæmdum við matsalinn er að
fullu lokið og er hann skemmtilega innrétt-
aður og með stórum, notalegum bar og
málverkum og myndum á veggjum. Salur-
inn rúmar 100 manns í mat og þar geta
rúmast um 120 manns ef dekkað er fyrir
kaffi.
Áhersla er lögð á að vera með fjöl-
veitasetrið á Blönduósi er hótel með rómantískum blæ sem býður gesti
velkomna, jafnt einstaklinga sem hópa, til lengri eða skemmri dvalar.
Á hótelinu eru tveir fundarsalir og henta þeir mjög vel fyrir hópa eða
fyrirtæki sem vilja bregða sér frá sinni heimabyggð til þess að halda áríðandi
fundi í fallegu og þægilegu umhverfi. Á hótelinu er rekin fjölskylduvæn stefna
sem kemur meðal annars fram í því að foreldrar eru boðnir sérstaklega vel-
komnir með börn sín án þess að þurfa að greiða sérstakt gjald fyrir þau.
44