Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 50

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 50
Það er í mörg horn að líta hjá nýráðnum fjármálaráðherra og eins gott að vera með GSM. Það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að aðstoðarmaður skyldi vera sá sami með tveimur ráðherrum því mun algengara er að hver ráð- herra ráði sér sinn eigin aðstoðar- mann. Þetta skýrist auðvitað af þvi annars vegar að Geir hafði faglega þekkingu og var á hraðri leið upp met- orðastigann innan flokksins en hins vegar af því að hann og Þorsteinn þekktust eftir samstarf á Morgunblað- inu þar sem báðir voru blaðamenn og svo auðvitað út af flokksstarfinu. Geir mun vera eini aðstoðarmað- ur ráðherra sem hefur snúið aftur seinna sem ráð- herra í sama ráðu- neyti. Geir varð vara- þingmaður flokksins eftir kosningar 1983 en var kjörinn á þing sem full- gildur þingmaður árið 1987 og var kjörinn formaður þingflokksins 1991. Auk þess hafa Geir verið falin ýmis embætti innan þings og utan. Má nefna að hann var yfirskoðunarmaður ríkisreikninga, formaður íslandsdeild- ar Alþjóðaþingmannasambandsins og formaður þingmannahóps vestrænna ríkja innan þess sambands auk þess að sitja þar í framkvæmdastjórn í Jjög- ur ár og vera varaforseti sambandsins 1995-'97. Hann hefur og látið til sín taka innan Norðurlandaráðs og var forseti ráðsins 1995. Geir var og for- maður framkvæmdanefndar HM í handbolta á Islandi 1995. FORiNGINN GEIR Þegar litið er á ferilinn í heild sýnist nokkuð augljóst að Geir hefur ungur stefnt til metorða í stjórnmálum. Þannig eru bæði formennska í SUS, blaðamennska á Mbl. og ijölmörg önnur trúnaðar- störf meðal þess sem telst hefð- bundinn undirbún- ingur fyrir stjórn- málaþátttöku. Geir hefur hinsvegar ekki skotist upp á stjörnuhimin stjórnmálanna eins og flugeldur heldur hefur stjarna hans risið jafnt og þétt. Það er almennt álit manna að Geir stefni til æðstu metorða í flokknum og er oft nefndur, ásamt Birni Bjarna- syni, sem flokksforingi í framtíðinni. Hann er í talsverðum metum hjá forystu flokksins, góður vinur Davíðs og Kjartans og fleiri lykilmanna. EIGINMAÐURINN GEIR Geir er tvíkvæntur. Fyrri konu sinni kvæntist hann í Frakklandi 1975 en hún heitir Patricia Angelina Mistretta og er af frönsku bergi brot- NÆRMYND in. Þau áttu saman tvær dætur. Ilia Anna er fædd 1977 og Sylvia 1981 en þau hjón skildu 1982. Patricia og seinni maður hennar, Eggert Guð- mundsson byggingafræðingur búa í Reykjavík og er góður vinskapur milli íjölskyldnanna. Seinni kona Geirs er Inga Jóna Þórðardóttir sem er líka fædd 1951. Þau eiga saman tvær dætur: Helgu Láru, f. 1984 og Hildi Maríu, f. 1989. Auk þess á Inga Jóna soninn Borgar Þór, f. 1975. Það má segja að samband þeirra hafi sprottið af rómantík í ríkisstjórn því Inga Jóna var aðstoðarmaður ráð- herra á sama tíma og Geir, fyrst í menntamálaráðuneyti og síðan í heil- brigðisráðuneyti. Þau hjón eru um margt lík, bæði hvað varðar menntun og áhugamál. Inga Jóna er viðskiptafræðingur sem hefur unnið ötullega að frama sínum í stjórnmálum og veríð valin til marg- víslegra starfa fýrir Sjálfstæðisflokk- inn. Hún hefur síðastliðið kjörtímabil verið borgarfulltrúi flokksins í Reykja- vík, var formaður útvarpsráðs í 6 ár, verið formaður framkvæmdastjórnar flokksins og setið í mýmörgum nefnd- um og ráðum. Skemmst er að minnast þess er hún bauð sig fram í efsta sæti D-listans í Reykjavík gegn Arna Sig- fússyni en hafði ekki erindi sem erfiði. Inga Jóna er mjög metnaðargjörn og ákveðin og hefur oft verið í kastljósi íjölmiðla. Hún er dóttir Þórðar Guð- jónssonar, skipstjóra og útgerðar- manns á Akranesi, og konu hans, Marselíu Guðjónsdóttur. Bróður Ingu Jónu þekkja allir íslendingar en hann er Guðjón Þórðarson knattspyrnu- þjálfari. Þau hjónin Geir og Inga Jóna búa við Granaskjól og hafa búið sér og sinni stóru fjölskyldu notalegt heimili. Geir er áhugamaður um íþróttir og er stuðningsmaður KR og hefur verið frá unga aldri. Hann tók sjálfur þátt í starfi félagsins og æfði knattspyrnu með KR sem patti en segist aldrei hafa komist ofar en í C-lið. Hann æfði einnig körfubolta með KR í nokkur ár en í seinni tíð fer færri sögum af virkri íþróttaþátttöku hans. PERSÓNAN GEIR Þegar vinir og samstarfsmenn Geirs eru spurðir um eiginleika eða ALLTAF í BOLTANUM? Hann tók sjálfur þátt í starfi félags- ins og æföi knattspyrnu meö KR sem patti en segist aldrei hafa kom- ist ofar en í C-lið. Hann æföi einnig körfubolta meö KR í nokkur ár en í seinni tíö fer færri sögum af virkri íþróttaþátttöku hans. 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.