Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 61

Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 61
MARKAÐSMÁL frá 1950 til 1965. Notkun transistora í stað lampa áður var framför í tæknilegum skiln- ingi en að mati margra afturför að öðru leyti og því telja margir að þau hljómgæði sem náðust við frumstæðar aðstæður, að mati nútímans, í lok sjötta áratugarins eigi engan sinn líka. Vönduð eintök frá þessum tíma hækka jafnt og þétt í verði með árunum og marg- ir safnarar geyma söfri sín í peningaskáp- um eða eldtraustum hólfum. Helstu mark- aðir eru í Bretlandi og Bandaríkjunum en Evrópa og Japan sækja fram. Dýrustu og eftirsóttustu vinýlplötur til- heyra klassíska geiranum og nokkrar jass- plötur seljast háu verði en almennt fæst ekki mjög hátt verð fyrir popptónlist. Svo dæmi séu tekin af Symphonie Fantastique eftir Berlioz undir stjórn Charles Munch í stereó í útgáfu RCA þá er verðið í kringum 2,2 milljónir. Það er reyndar meðal allra dýrustu platna. Fiðlusónötur Bachs eða Kreutzer sónata Beethovens í flutningi Enescos gætu farið á 500 til 700 þúsund. Flestar upptökur sem hljómsveitarstjórar eins og Reiner, Furtwangler, Argenta, Dorati, Paray og Fennell gerðu eru verð- mætar, þó misjafnlega eftir verkum. Hér má einnig nefna fiðluleikara eins og Martzy, Haendel og deVito en ákveðn- ar upptökur með þeim eru í mjög háum verðflokki. Flestar plötur, sem hafa nöfn téðra hljómsveitarstjóra og hljóðfæraleik- ara á þeim, ættu að vera að minnsta kosti 10 þúsund króna virði og allt upp í 100 þús- und. Á þessum markaði gætir tískusveiflna og verð getur rokið upp eða hrapað eftir ýmsum atvikum. PENINGUR í P0PPINU Sé litið á popptónlist, sem er líklegra að sé útbreiddari í eigu almennings, eru fáar plötur í mjög háu verði. Introducing the Beatles fiú 1963 gæti farið á um 700 þúsund í góðu ásigkomulagi og ýmsar eldri plötur Bítlanna fara á nokkuð háu verði. Please Please me gæti t.d. farið á um 100 þúsund krónur. Svipað á við um plötur Jimi Hendrix, Electric Ladyland og Are you Ex- perienced? Það sama má einnig segja um gamlar plötur með Elvis Presley, The Doors, Chet Atkins, Art Pepper og af seinni tíma popplistamönnum má nefna frum- kvöðla ræflarokksins, The Sex Pistols, en plötur þeirra eru eftirsóttar af söfnurum. I grein um þennan markað í Financial Times nýlega spáir sérfræðingur á þessu sviði fyrir um þróunina og nefnir plötur nokkurra listamanna sem kosta enn lítið en sem hann telur víst að eigi eftír að hækka í verði. Þar koma fram nöfn eins og Thelonious Monk, Edith Piaf og Duke Ell- ington og popparar á borð við Enya og Pink Floyd. ALDURINN ER EKKI ALLT Áður en glaðir lesendur fara að leggja saman í hug- anum hvað gamla plötusafnið þeirra sé verðmætt er rétt að benda á fá- ein atriði. Það skiptir miklu máli nákvæmlega hvar viðkomandi plata var tekin upp og pressuð og hvort hún er endurútgáfa eða frumútgáfa. Á öllum plötum eru ákveðin númer sem gefa þetta til kynna og kunnáttumenn geta lesið úr. Hægt er að afla sér upplýsinga um verð hugsanlegra dýrgripa með því að fletta í tímaritum sem gefin eru út um þessi efni. Þekkt eftirlætisblað safnara er Record Collector en einnig mætti benda á Stereophile og The Absolute Sound í Bandaríkjunum og Gramophone and Hi- Fi News í Bret- landi. Þessi sér- stæði markaður nær einnig til Is- lands og hingað hafa safnarar leitað eftir ýmsu fágæti sem ekki er á boðstólum hvar sem er. Jónatan Garðarsson er meðal þeirra Islendinga sem eru hvað fróðastír um þessi efni. Hann sagði að fyrir fáum árum hefðu nokkrar íslenskar plötur verið mjög eftir- sóttar og ágætt verð fengist fyrir þær en nú virtist markaðurinn vera mettur að sinni. Dýrasta íslenska hljómplatan á safn- aramarkaðnum er plata með Thors- hammers en það kölluðu Hljómar frá Keflavík sig. Hér er um að ræða tvær litl- ar plötur saman og Jónatan sagðist vita til þess að óspilað og fullkomlega heilt ein- tak hefði selst á 70 þúsund krónur og dæmi væru um 25-35 þúsund fýrir sömu plötu. Tvöfalt albúm með Oðmönnum, platan Magic Key með Nátt- úru, Lifun með Hljómum, fyrs- ta plata Hljóma og barnaplatan með Björk Guð- mundsdóttur eru allt dæmi um gamlar íslenskar hljómplötur sem safnarar hafa ISj greitt eitthvað verð fyrir. Einnig mætti nefna plötu með hljómsveitinni Svanfríði og sam- nefnda plötu með Icecross en báðar þessar plötur ganga kaupum og sölum erlendis í ólöglegum endurútgáfum. Gling-gló með Björk var einnig mjög eftír- sótt um tíma en var síðan endurútgefin í Bretlandi. Jónatan sagðist þekkja nokkra ís- lenska safnara, sem ættu mikið af hljóm- plötum og þekktu vel til á markaðnum, en sagðist ekki halda að neinn þeirra keypti plötur sem (járfestingu. Jónatan sagðist telja mjög ólíklegt að hérlendis leynd- ust verðmætar er- lendar plötur í einkasöfnum. Hann studdi það þeim rökum að t.d. þegar Bítlarnir voru að gefa út sínar fyrstu plötur bárust plötur seint tíl íslands og þá ekki fyrr en plöt- urnar voru orðnar vinsælar. Þá voru fyrstu pressanir löngu á þrotum en þær eru alltaf verðmætastar. Jónatan taldi að ef verðmætar erlendar plötur væri að finna hér væri það einkum frá upphafsárum ræflarokksins í byijun síðasta áratugar þegar innflutningur var farinn að ganga greiðar. En plötur frá þessum árum eru að verða eftirsóttari en áður af söfnurum. 83 KAUPA TIL AÐ EIGA Jónatan sagöist þekkja nokkra íslenska safnara, sem ættu mikið af hljómplötum og þekktu vel til á markaönum, en sagö- ist ekki halda aö neinn þeirra keypti plöt- ur sem fjárfestingu. 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.