Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 65
STJÓRNUN
Varðandi nýjungar í rekstri segir Ingi Már að stöðugt sé verið
að skoða vaxtarfæri, annars vegar í verslun og hins vegar í afurða-
stöðvum. Staða kaupfélagsins í verslun á svæðinu er sterk og í
framtíðinni er hugsanlegt að setja upp verslanir á fleiri stöðum.
Síðustu ár hefur verið aukning í sauðljárslátrun hjá kaupfélaginu.
„Við horfum líka til þess að auka við mjólkurframleiðsluna og
bæta við okkur í ostagerðinni,“ segir Ingi Már.
Eins og mörg önnur kaupfélög er Kaupfélag Héraðsbúa aðili
að Búr ehf. Það er innkaupafyrirtæki sem kaupir af birgjum og
þjónustar verslanir kaupfélaganna, Olíufélagið hf., Nóatúnsbúð-
irnar og einstaka kaupmenn.
„Viðskipti eru öll í gegnum tölvur og pappírslaus. Þetta hefúr
sparað heilmikla vinnu hjá verslunarstjórum og auk þess náum við
lægra innkaupsverði en ef við stæðum einir og sér,“ segir Ingi Már.
Ingi Már er kvæntur Kristrúnu Kjartansdóttur, ljósmóður og
hjúkrunarfræðingi frá Siglufirði. Hún starfar sem hjúkrunarfræð-
ingur á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum. Saman eiga þau tvo
syni, 7 og 9 ára, og auk þess á Ingi Már son á sextánda aldursári.S!]
PÁLMIHJÁ KASK
Fyrir sex árum var fiskvinnslan aðskilin frá KASK. Síðan
hefur Pálmi úrelt mjólkursamlagið og lagt áherslu
á rekstur verslana og sláturhúss.
□ álmi Guðmundsson hefur verið kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga á Höfn
frá árinu 1992. Hann er 39 ára gamall, fæddur
og uppalinn í Borgarnesi. Pálmi er alinn upp við hlið
kaupfélagsins þar sem faðir hans var starfsmaður
Kaupfélags Borgfirðinga í ein 56 ár. En hann nýtur
þess líka að hafa starfað töluvert innan einkageirans.
Eftír nám í Samvinnuskólanum í Bifröst árið 1980, þá
21 árs, réð hans sig til Bolungarvíkur þar sem versl-
unarveldi Einars Guðfinnssonar stóð með blóma.
„Ég lærði mikið á þessum þremur árum í Bolung-
arvík. Ég fékk mörg tækifæri og ábyrgð sem versl-
unarstjóri. Fyrirtæki Einars var stórmyndarlegt
einkafyrirtæki. Ég kynntist honum og hans fjöl-
skyldu nokkuð vel sem voru einkar ánægjuleg
kynni. Fjölbreytnin í versluninni var mikil og þjón-
ustustíg mjög hátt. Fjölskyldan var umsvifamikil í
sjávarútvegi og hafði mikinn metnað fyrir sitt fyrir-
tæki og bæjarfélag. Ég tel að það sé margt Iikt með
kaupfélagsrekstri og rekstri fyrirtækis eins og
Einars Guðíinnssonar að því leytí tíl að það axlaði
mikla ábyrgð í bæjarfélaginu sem stærsti atvinnu-
rekandinn á staðnum," segir Pálmi.
Að þremur árum liðnum lá leið Pálma suður til
Selfoss til Vöruhúss KÁ sem þá var nýtekið tíl
starfa. Hann varð vöruhússtjóri, þá 24 ára gamall.
„Ég hafði mjög frjálsar hendur í rekstri Vöru-
hússins. Við fórum t.d. út í eigin innflutning.
Stórhugur var mikill og við sóttum stíft á viðskiptavini af höfuð-
borgarsvæðinu, svo og sumarhúsafólk. Það urðu miklar breyting-
ar í rekstri KÁ með tilkomu Vöruhússins og mjög skemmtilegur
andi ríkti í félaginu. Við lögðum áherslu á að hafa alltaf eitthvað
um að vera, svo sem tílboð, vörukynningar, tískusýningar og
fleira, til að laða að viðskiptavini," segir Pálmi. Pálmi og Jjölskylda
bjuggu á Selfossi í fjögur ár og
stóð til að vera lengur en þá var
honum boðið að taka við verslun-
arstjórn í Kaupstað í Mjódd eftír
að KRON keypti fyrirtækið.
„Mér var falið að setja á stofn
verslun á annarri hæð hússins sem þá var óbyggð. Hraðinn á
framkvæmdum var ótrúlegur og oft var unnið sólarhringunum
saman. Við opnuðum þarna deildarskipta sérverslun með þekkt-
um vörumerkjum. Við vorum í beinni samkeppni við sérverslanir
og Hagkaup, sem þá var að opna í Kringlunni."
Svo skemmtilega vill til að Pálmi heitínn Jónsson í Hagkaup og
móðir Pálma Guðmundsson-
ar voru systrabörn.
I Kaupstað starfaði
Pálmi í mun skemmri
tíma en hann ætlaði
sér í fyrstu.
„Mér leist ekkert á
blikuna þegar Kaup-
staður og Mikligarður
voru sameinaðir því það
þýddi að grundvellinum
var kippt undan Kaup-
stað miðað við þau mark-
mið sem við lögðum upp
með. Erfiðleikar voru í
rekstri KRON sem seinna
urðu til þess að kaupfélag-
ið hættí starfsemi," segir
Pálmi. Hann ákvað að
hætta og sneri sér að mark-
aðsstarfi fyrir Japis í stuttan
tíma. Hann hafði þá þegar
ákveðið að fara í háskóla-
nám og varð Álaborg í Dan-
mörku fyrir valinu. Þaðan
lauk hann BS í hagfræði eftír
þriggja ára nám.
Jafnhliða náminu vann ég
ýmis konar ráðgjafarstörf og
setti meðal annars á stofn
bónusverslun fyrir KB í Borg-
arnesi. Einnig vann ég við að skipuleggja þjónustumiðstöðina
Hyrnuna í Borgarnesi," segir Pálmi.
Þegar námi lauk settist hann í stól kaupfélagsstjórans á Höfh.
KASK er eitt af yngri kaupfélögum landsins, stofnað árið 1920.
Velta KASK á síðasta ári var um 1,2 milljarðar. Ef veltan í fisk-
vinnslufyrirtækinu er lögð við er
heildarvelta tæpir 3 milljarðar.
KASK rekur alhliða verslun á
Höfn, útíbú á Djúpavogi og Fagur-
hólsmýri, sumarverslun í Skafta-
felli, verslun með byggingavörur
Palmi Guðmundsson 3Q < ,
stJori Kaupfélags V , kauPfél«
KASK. Menntaðuf ha^Íð'r'Skaftfe,,in
,'T.1Örku. Er stiórnarform2rgB ** Di
Hornafirði - en KAStr ' 7 Borgeyjar
fyrirtæki. SK 3 tePa« helming í ,
VERSLUN 0G KJOTVINNSLA
Velta KASK á síöasta ári var um 1,2 milljaröar. Velta
Borgeyjar, sem KASK á tæpan helmingshlut í, er þar fyrir
utan. Áhersla KASK er á verslun og kjötvinnslu.
65