Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 68

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 68
Þorgeir B. Hlöðversson, 39 ára kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga, hefur verið kaupfélagsstjóri þar í sex ár. Hann hefur sett vöruþróun í matvælaframleiðslu á oddinn. ÞORGEIR Á HÚSAVÍK Hann hefur lagt áherslu á útboð í rekstrinum, vöruþróun og nýsköpun. Kauþfélagið stendur til dæmis að fyrirtækj- unum Aldin og Björk sem eru í timburvinnslu. □ lsta kaupfélag landsins er Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, stofnað 1882. Þar komu saman margir fram- sýnir menn úr héraði, meðal annarra feðgarnir Pétur Jónsson og Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, en svo skemmti- lega vill til að þeir eru forfeður núverandi kaupfélagsstjóra, Þorgeirs B. Hlöðverssonar, í móðurætt. Og uppruninn segir til sín víðar því faðir Þorgeirs var félagskjörinn endurskoðandi kaupfélagsins í rúm 40 ár. „Það var þvi oft gantast með það þeg- ar ég tók við að ég hefði þetta í blóðinu,” segir Þorgeir. Þorgeir er fæddur árið 1959 og uppalinn á Björgum í Kinn, í 40 km fjarlægð ffá Húsavík. Að loknu búfræðinámi á Hvanneyri gerðist hann bóndi með föður sínum og bróður. Framleiðslutakmarkanir í landbúnaði gerðu það að verkum að ekki var nægj- anlegt svigrúm fyrir þá þijá í búskapn- um og tók Þorgeir sig því upp og fór í háskólanám í búvísindum á Hvanneyri. Þaðan lauk hann BS prófi árið 1987. Að námi loknu var Þorgeir ráðinn sláturhússtjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Því starfi sinnti hann í sjö ár til ársins 1994 en það ár var hann ráðinn kaupfé- lagsstjóri. Aðspurður um helstu áherslur í daglegum rekstri kvaðst Þorgeir leggja áherslu á hversu áhugavert verkefni það er að skapa fyrirtæki með jafn merka sögu, góða framtíð. Við ráðn- ingar starfsfólks leggur Þorgeir upp úr því að ráða til stjórnun- arstarfa, vel menntað fólk með innlenda og erlenda menntun. „Með því blandast reynsla þeirra sem lengi hafa starfað hjá kaupfélaginu og nýjar hugmyndir yngri starfsmanna,” segir Þorgeir Það hefur verið gæfa Kaupfélags Þingeyinga að þróast með tímanum og á síðastliðnum áratug hefur rekstur kaupfélagsins verið verulega endurskipulagður. Boðnir voru út vissir rekstr- arþættir og lögð áhersla á verslun á heimasvæði og á úrvinnslu landbúnaðarafurða. Húsavíkur-jógúrt og Húsavíkur-hangikjöt eru dæmi um vörumerki framleiðsluvara Kaupfélags Þingey- inga sem neytendur þekkja. A undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að vöru- þróun í matvælaframleiðslu. „Við erum að sjá afrakstur af þessari vinnu núna. Iðnaðarmenn okkar í matvælaframleiðslu hafa unnið til ijölda verðlauna í matvælakeppnum innanlands og utan. Nú er komið að okkur stjórnendunum að skapa þess- um og öðrum starfsmönnum skilyrði til þess að þekking þeirra fái að blómstra. Hin síðari ár hefúr mikil þekking verið færð inn í fyrirtækið og miklum ijármunum verið ráðstafað í vöruþróun- arstarf til að tryggja undirstöður þess” segir Þorgeir. Nýlega bárust þær fréttir að Kaupfélag Þingeyinga hefði keypt tæplega 44% hlut Landsbankans í Kjötumboðinu hf. sem er í eigu á annars tugs sláturleyfishafa. Kaupin eru gerð til að sfyrkja markaðsstöðu félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Þor- geir segir þó að ekki standi til að Kaupfélag Þingeyinga eigi all- an þennan hlut áífam heldur sé unnið að því að dreifa eignar- aðild í Kjötumboðinu enn frekar, líklega með aukningu hluta- fjár í fyrirtækinu. Kaupfélag Þingeyinga rekur ekki fiskvinnslu en á hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Jafnframt því að kaupfélagið hefur tekið þátt í hefðbundnum atvinnugreinum, hefur félagið farið út í nýsköpun í atvinnulífi. Vinnsla á innfluttum harðvið er ný starfsemi í héraðinu. Kaupfélagið er stærsti hluthafinn í Aldin hf. „Þetta er ákaflega skemmtileg starfsemi og umhverfisvæn sem er jákvætt hug- tak í markaðssetningu í dag. Við kaupum trjáboli frá Norðaust- urhluta Bandaríkjanna og flytjum þá til Húsavíkur. Þar eru þeir sagaðir niður í borðvið og þurrkaðir í sérbyggðum þurrkklef- um og síðan fluttir út til meginlands Evrópu til frekari vinnslu. I mínum huga er þetta einfaldlega útflutningur á orku í þessum umbúðum,” segir Þorgeir. Til lfekari úrvinnslu á hluta af afurðum Aldins hf. var fyrir- tækið Björk ehf. stofnað. Niðursögun og þurrkun trábolanna er verkefni Aldins hf. en fyrirtækið Björk ehf. vinnur úr afurðun- um. Framleiðsla Bjarkar er parket, innrétt- ingaefni og fleiri afúrðir. I vígsluathöfn Bjarkar hafði iðnaðarráðherra á orði að til marks um stórhug Þingeyinga væri þetta í annað sinn á árinu sem hann kæmi til að vígja nýja starfsemi. Fyrra tilfellið var þeg- ar hann vígði Aldin hf. í aprílmánuði. Fyrir- tækin Aldin hf og Björk ehf hafa skapað Húsvíkingum ný at- vinnutækifæri og þar starfa nú 14 manns. Hvað varðar frekari framþróun í timburiðnaði á Húsavik þá var skrifað undir samstarfssamning við ijárfestingarskrifstofu iðnaðarráðuneytisins. Að þeim samningi standa að hálfu heimaaðila, Aldin, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Húsa- víkurbær. Markmið samningsins er að leita að erlendum fjár- festum til að útvíkka starfsemi í timburiðnaði með útflutning á fullunnu timbri í huga. Einnig er verið að vinna að því að auka hlutafé Aldins hf. innanlands. Á Húsavík standa enn gömlu timburhúsin sem reist voru VORUÞROUN OG NYSKOPUN Neytendur þekkja vörumerki eins og Húsavíkur-jógúrt, Húsavíkur-hangikjöt og Naggana frá Húsavík. Velta KÞ er yfir 2 milljaröar á ári. Þetta er elsta kaupfélag landsins, stofnaö áriö 1882. Þaö er því 116 ára. 68

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.