Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 76
í anddyrinu er móttaka og inn af henni, handan við glervegginn, er salur. Hér lokar veggurinn salnum alveg. Skreyt-
ing veggjarins er eftír Piu Rakel Sverrisdóttur og var skreytingin sandblásin á glerið. Hreyfiveggurinn undir glerverk-
ið er smíðaður í Járnsmiðju Konráðs Jónssonar.
SAMSPIL LITA OG LISTAR
Innlit í glæsileg húsakynni Pharmaco í Garöabænum.
Þau eru eins og þorþ. Ihverju húsi „býr” ákveöin deild. Skipulagid
undirstnkar því deildarskiptingu fyrirtækisins.
Qyrir rúmu ári flutti Pharmaco við
Hörgatún í Garðabæ mikinn hluta
starfsemi sinnar í nýtt hús sem
tengist eldra húsi fyrirtækisins. Húsnæðið
er mjög athyglisvert fyrir marga hluti. Þar
er hátt til lofts og vítt til veggja, litir á veggj-
um margbreytilegir, rauðir, bláir, grænir
og ljósir eða hvítir og þar við bætist að á
heilan vegg hefur listmálarinn Kristján
Davíðsson málað málverk. Auk þess er
glerveggur, sem blasir við mönnum þegar
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
þeir ganga inn í húsið,
skreyttur verki eftir glerl-
istakonuna Piu Rakel Sverr-
isdóttur. Veggurinn með
verki Piu er hreyfanlegur og
getur opnað eða lokað af
fundarsal sem er inn af aðal-
inngangi hússins.
Upprunalega hús
Pharmaco við Hörgatún er
2300 fermetrar að flatarmáli
ARK
TEKTUR
en nýja viðbyggingin er 3800
fermetrar. Að sögn Sindra
Sindrasonar framkvæmda-
stjóra er þetta mikil stækkun
en fyrirtækið var búið að
sprengja allt utan af sér fyrir
löngu. Stækkunin á athafna-
plássinu er þó ekki jafn mikil
og sýnist og byggist það á því
að Pharmaco var komið með
húsnæði viða á höfuðborgar-
76