Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 87
\kín við tólu
Tónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar
í Langholtskirkju 26. apríl.
Atthagakórinn, Skagfirska söngsveitin, skiþar sér í sveit meðal bestu kóra hérlendis.
að ríkti sérstakur andi hér í denn í Skagó eða Skagfirsku
söngsveitinni. Hann var kerskinn og ærslafullur en einnig
notalegur, óþvingaður og hlýr. Þannig var andinn íyrir tutt-
ugu og fimm árum þegar ég söng í tenórnum og Snæbjörg
Snæbjarnardóttir kórstjórnandi lagði grunninn að tápmiklu kór-
starfi. Þannig virðist andinn vera enn í dag. Það kemur e.t.v. ekki
á óvart því þegar betur er að gáð sést að kórfélagarnir eru að tals-
verðu leyti þeir sömu og stóðu við hlið mér fyrir aldarfiórðungi.
Þetta er ótrúleg seigla.
Þegar ég söng með kórnum voru það söngkapparnir Hjálm-
týr Hjálmtýsson og Friðbjörn G. Jónsson sem kyijuðu ítölsk og
íslensk lög af hjartans list með kórnum. Ég minnist þess að einu
sinni þegar Hjálmtýr var í banastuði í ítalska laginu Funiculi Fun-
icula hallaði Friðbjörn sér að honum brosandi og sagði: „Nú hef-
urðu verið að borða spaghetti." Maður fylgdist álengdar með og
dáðist að „gömlu körlunum”.
En það eru efalítið ekki margir kórar sem geta státað af slíkri
tryggð kórfélaga við kórinn sinn. Þetta hlýtur að verulegu leytí
að vera kórstjórnendum að þakka, að halda uppi spennu og aga
— en þó ekki um of. Á hinn veginn hefur það sýnt sig að það get-
ur orðið dragbítur á gæðum kórsöngs þegar meðalaldur kórfé-
laga er farinn að færast mikið upp á við. Söngævin er stutt. Það er
þó ekki annað að heyra en að þessu sé öfugt farið með Skagfirsku
söngsveitina. Einhverjir myndu vilja benda á sterka sönghefð og
sönggleði Skagfirðinga. Úr Skagafirði komu t.d. tenórarnir Stef-
án íslandi og Sigurður Skagfield og þar er meira sungið en ann-
ars staðar á byggðu bóli. Sönghefðin er þarna en það þarf meira
til að ná árangri.
r
Utflutningsgrein sem gerir ekki arðsemiskröfur
Skagfirska söngsveitin er nú á leið í söngferðalag til stórborga
meginlandsins og því spennandi að heyra hvað kórfélagar ætla
að bera á borð fyrir þá vandlátu tónleikagesti. Langholtskirkjan
var full á tónleikum Skagfirsku söngsveitarinnar sem haldnir
voru 26. apríl. Söngskiáin var metnaðarfull og ber þess merki að
söngsveitin er á leið til útlanda og er ekki „bara” átthagakór.
Strax í fyrsta lagi tónleikana, Senn kemur vor eftir Dimitri
Kabalewski, heyrði maður raddhljóminn sem maður þekkir vel
frá fyrri tíð. Þessi hljómur ber svolítinn keim af þeim anda sem
ríkir í kórnum og kemur ekki á óvart. En næsta lag færði manni
heim sanninn um það að margt hefur breyst. Lag Þorvaldar Blön-
dal, Nú sefur jörðin sumargræn, var agað og frábærlega sungið.
Hrein perla í fullkomnum samhljómi.
Ég ætla ekki að fara yfir hvert lag tónleikanna en get ekki lát-
ið hjá líða að minnast á lagið Vorsól eftir stjórnandann Björgvin
Þór Valdimarsson. Þessi skemmtilegi smellur var sunginn af
Kristínu Ragnhildi Sigurðardóttur sópran. Þetta er með erfiðari
íslenskum sönglögum sem ég hef sungið. Legan er mjög há og
fyrir Kristínu er hún of há að sinni. Þarna er engu að síður ung-
ur söngvari á þroskabraut sem vonandi á eftir að halda áfram.
Hún á eftir að finna leiðina að þvi að fá líkamann til þess að vinna
með raddmyndun en ekki á móti. Þetta tekur tíma að þjálfa og
verður ekki lýst með nokkrum setningum.
Annar einsöngvari með kórnum var Guðmundur Sigurðsson
sem er reyndur maður með góða rödd og hjómaði vel með kórn-
um. Undirleik annaðist Sigurður Marteinsson og gerði það af ná-
kvæmni og því betur sem meira á reyndi.
Þessi fræga höföatala
Kórar eru uppeldisstöðvar og kórar eru hvergi fleiri en
á Islandi miðað við höfðatölu. Það er efalítið ein helsta
ástæða þess að smáþjóð á svo marga óperusöngvara. Á
þeim tíma sem ég söng í Skagó var Kristinn Sigmunds-
son að þenja raddböndin í Hamrahlíðakórnum,
Kristján Jóhannsson farinn að syngja fyrstu sólóin
með Karlakórnum Geysi og Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, sópran í Langholtskirkjukórnum, farin að
horfa til listabrautarinnar. Svona byrjar þetta
oft og gerjunin er í fullum gangi.
Tónlist: Júlíus Vííill In?var»on.
Virtuoso í essinu sínu
Það, sem upp úr stendur, er síðasta verkið sem kórinn söng
á tónleikunum, Hallelúja-kórinn eftir Handel. Þetta var stímpill-
inn ef ske kynni að einhveijir væru í vafa um að Skagfirska
söngsveitin er fágætt hljóðfæri. Átthagakórinn, Skagfirska
söngsveitin, skipar sér í sveit meðal bestu kóra hérlendis.
A Björgvin Þór Valdimarsson leikur á það hljóðfæri sem hann
■ hefur mótað síðastliðin 15 ár eins og sannur virtuoso. Hann
hefur tæknina fullkomlega á valdi sínu og næma listræna til-
finningu til þess að skynja og kalla fram endalaust lit-
róf tónlistarinnar. S9
Skagfirska söngsveitin í Ijingholtskirkju
87