Frjáls verslun - 01.04.1998, Page 93
Listir mennin?
sýningar Nemendaleikhússins. Ef grannt er skoðað, er það í raun
og veru mjög óeðlilegt. Jafnvel þótt réttmætt sé látið heita að gera
sömu kröfur tíl leikaraefnanna og fullgildra atvinnumanna, er
óhugsandi að gera það í raun. Standi eitthvert þeirra sig áberandi
illa - sem ber að sönnu merkilega sjaldan við - er óhugsandi að taka
það sérstaklega á beinið fyrir opnum tjöldum; slíkt myndi enginn
siðaður maður leyfa sér. En um leið hafa verið settar ákveðnar
hömlur á gagnrýnandann og lesandinn veit að ekki er hægt að
treysta því fullkomlega, að hann sé að segja sína innstu hjartans
meiningu. Af þeirri ástæðu geta þeir leikdómar, sem birtast um
sýningar Nemendaleikhússins, í eðli sínu ekki verið annað en
„plat“-dómar.
Það er ekki einungis verkefnavalið, sem skiptir verðandi leikara
miklu, heldur ekki síður þeir, sem veljast tíl að leikstýra þeim. Ef vel
á að vera, þurfa leikstjórar Nemendaleikhússins ekki aðeins að
kunna skil á venjulegri sviðsetningarvinnu; þeir verða einnig að
þekkja sköpunarferli leikarans mjög náið og hafa hæfileika sem
leiðbeinendur á því sviði. Við eigum ekki marga slíka hér á landi,
en það má þó nefna fólk eins og Kolbrúnu Halldórsdóttur, Kjartan
Ragnarsson og Þórhall Sigurðsson sem hafa öll sett á svið ágætar
sýningar í Nemendaleikhúsinu (og eru öll menntaðir leikarar sem
hafa lagt leikstjórn fyrir sig). Því miður hefur sá hópur, sem nú út-
skrifast, verið heldur óheppinn að þessu leytí.
Eins og ég greindi frá í síðasta desemberblaði
Frjálsrar verslunar, einkenndist fyrri sýning
Nemendaleikhússins á Börnum sólarinnar eft-
ir Gorkí undir leikstjórn Guðjóns Pedersen af
slíkum hávaða og gassa, að ég hef sjaldan eða
aldrei orðið vitni að öðru eins á þessu sviði.
Eg veit ekki hvað hefur komið fyrir þennan
hóp, en mér sýnist einna helst, að Guðjón
hafi skrúfað hann svo hátt upp, að Hilmar
Jónsson, sem stýrir hópnum í hinu nýja
verkefni hans, sænska leiknum Uþþstopp-
uöum hundi, hafi ekki getað náð honum nið-
ur, því að þar bar einnig of mikið á grodda-
legum ofleik, sem hlýtur að skrifast á reikn-
ing leikstjórans. A.m.k. var Ólafur Darri
Ólafsson illa haldinn af honum í frumsýn-
ingunni á Uþþstoþþuðum hundi, en í góðu
lagi kvöldið eftir, þegar ég fór í strætóferð
með honum (sbr. dóminn hér að framan).
Það er furðulegt að atvinnuleikstjórar
skuli ekki skynja, hversu fráleitur slíkur
hamagangur er í jafn þröngu rými og
gamla Lindarbæ, því að vitaskuld er það
grundvallarregla í allri leiklist að eyða
aldrei meiri orku í nokkra athöfh á sviðinu en ýtrasta nauðsyn kref-
ur. En ég veit svei mér ekki, hvort hægt var að fria nokkurn í þess-
um hópi af slíku nú í lokasýningunni, nema þá helst Guðmund
Inga Þorvaldsson sem var óþvingaður og afslappaður í aðalhlut-
verkinu.
Kröfuhart raunsæisverk eins og Börn sólarinnar var sjálfsagt
ekki heppilegt verk fyrir hóp af þessu tagi, en Uþþstoþþaður hund-
ur er það naumast heldur. Flestar mannlýsingar verksins, sem ger-
ist að mestu leytí í sænskum smábæ og á að lýsa þroskasögu ungs
manns frá barnsaldri tíl unglingsára, liggja á mörkum raunsæis og
ýkjustíls; sagan er með ævintýrablæ m.a. að því leytí, að hundar
koma mjög við hana, og hegða sér stundum alveg eins og mann-
fólkið. Þáttur hundanna, sem þeir Guðmundur Ingi, Friðrik Frið-
riksson og Agnar Jón Egilsson sáu um, var reyndar eitt hið
skemmtilegasta í sýningunni, enda gátu leikararnir þar gefið leik-
gleði sinni og leikfimi lausan tauminn. En þegar kom að því að feta
það einstigi milli hversdagsleika og skringilegheita, sem höfundur
ætlar leikendum að rata, brást þeim bogalistín, þannig að útkoman
varð hvorki hugtæk né íyndin.
Lokahnykkurinn á vetrarstarfi Nemendaleikhússins var svo
frumsýning í sjónvarpi allra landsmanna á nýrri sjónvarpsmynd,
Rót. Leikstjóri hennar var Oskar Jónasson og handritið verk hans
og Einars Karasonar rithöfundar; að einhverju leytí munu þó leik-
endur sjálfir hafa spunnið upp samtölin, eins og tíðkaðist á tímum
„grúppuleikhússins" fýrir tveimur áratugum. Þessi kvikmynda-
vinna er nýbreytni í starfi Nemendaleikhússins og við skulum
vona, að það verði ekki framhald á henni. Eg heyrði Óskar Jónas-
son halda því fram í sjónvarpsviðtali, að hinir ungu leikarar þyrftu
að læra „kvikmyndaleik" sökum þess að þeir ættu eftir að vinna svo
mikið í myndmiðlunum. Þetta kann að hljóma trúverðuglega, en er
í raun og veru mesta firra. Það, sem unga leikara varðar mestu, er
að fá sem allra mesta og besta reynslu af sviðsleik, áður en þeir
lenda í klónum á filmuleikstjórum sem eru - langflestir a.m.k - stór-
hættulegir þeim sem listamönn-
um.
Jafnvel þótt Óskar
Jónasson, sem ég veit
ekki til að hafi aflað sér
nokkurrar leikhús-
reynslu svo orð sé á ger-
andi - nema starfsferill
hans sem sjónhverfinga-
manns eigi að teljast þar
með - kynni eitthvað fyrir
sér í „kvikmyndaleik", er
hann eftir þessari mynd að
dæma lítt fær um að miðla
kunnáttunni til ungra leik-
ara. Myndin var gersamlega
leikstjórnarlaus, enda
flestar persónur aðeins
lauslegar skissur sem leik-
endum gekk mjög misvel að
fylla út í. Því væri afar ósann-
gjarnt að fella einhveija dóma
um frammistöðu þeirra; það
var helst að Agnar Jón Egils-
son næði að gera aulabárðinn
Hlölla bijóstumkennanlegan og Friðrik Friðriksson var skemmtí-
lega vandræðalegur sem ungi rótarinn. Annars var efnisval mynd-
arinnar á sinn hátt allfrumlegt og sitthvað skondið í lýsingu
rótaranna tveggja. Óskandi væri að Leiklistarskólinn létí sér þessa
dapurlegu útkomu að kenningu verða og legði ekki í fleiri kvik-
myndaævintýri, en mér segir því miður hugur um, að sú ósk sé tíl
lítils, því að miklum tcfraljóma stafar af filmunni og leikstjórarnir
harðir áróðursmeistarar sem standa dyggan vörð um hagsmuni
sína. H3
HelSa Vala Helgadóttir fKbr.i
ogAgnarJón EgUsson eruZZahUsf'ft Bachmann>
Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar
93