Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 94

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 94
Hér sést hvernig gúmmíhringurinn er steyptur innan i múfíúna á rörinu. Milliveggir steyptir hjá Loftorku. Rörin steypt Borgarnesi. í rörsteypu U)ftorku í Fjölþætt framleiösla Nýjung í röraframleið já Loftorku í Borgarnesi er hafin framleiðsla á nýrri gerð röra með inn- steyptum gúmmíhringjum, svokölluðum IG-Glipp hringjum en þeir eru það nýjasta sem býðst á þessu sviði á markaðnum í dag. Nýlokið er uppsetn- ingu véla hjá Loftorku, sem notaðar eru við framleiðsluna og þegar er farið að fram- leiða rörin á lager. Með tilkomu þessara nýju véla verður auk þess hægt að bjóða brunna sem eru með forsteyptum botni og innsteyptum gúmmíhringjum í úrtökum. Loftorka í Borgarnesi hefur allt frá árinu 1981 framleitt forsteypta byggingarhluta og eru samlokueiningar til húsageröar sú ( framleiösla fyrirtækisins sem vegur ( þyngst. Allt frá árinu 1969 hefur Loftorka framleitt rör, en auk þess má nefna aö ? fyrirtækiö framleiðir óeinangraða útveggi, inniveggi, sökkla, stoðveggi, loftaplötur, < stiga, svalir, bita og súlur. Miklð er fram- leitt af undirstöðum undir möstur og skilti. Ennfremur eru framleiddar staghell- ur, ræsisendar, tankar, undirgöng, Ijósastaurar, sorpgeymslur, skorsteinar, spennistöðvar, flórbitar, hellur og hleðslu- steinar. Hjá Loftorku hafa að undanförnu verið steyptir og veggir í kringum kerskál- ann í álverinu á Grundartanga sem og súl- ur sem bera uppi þakið og hlaupakettina. Hjá Loftorku starfa milli 50 og 60 manns. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Konráð Andrésson. Framleiðslulína nýju vélanna hjá Loftorku er mjög sveigjanleg og er nú hægt aö framleiða rör frá 100 mm upp í 2500 mm í þvermál og allt að 2500 mm að lengd. Smærri rör, sem voru áður einn metri, lengj- ast nú í 1500 mm en stærri rörin verða 2000 mm að lengd. INNSTEYPTIR GÚMMÍHRINGIR IG-Glipp gúmmíhringirnir og þéttingar- aðferðin þeim samfara koma frá Norður-Evr- ópu þar sem mikil umræða er um mengun og tjónið sem fylgir því að spilliefni síist út í jarðveginn úr óþéttum lögnum. Evrópskir verkfræðingar fundu upp IG-Glipp gúmmí- hringina sem svar við þessum vanda svo þétta mætti sem mest allar jarðvegslagnir. Talið er að hér sé um eina mestu framþróun að ræða á þessu sviði frá upphafi. IG-Glipp gúmmíhringurinn er innsteyptur í múffu rörsins. Innan í gúmmíhringnum er sér- stakur plasthringur sem varnar því að óhrein- indi komist að gúmmihringnum á meðan verið er að leggja rörin. Plasthringurinn er fjarlæð- ur í þann mund sem næsta röri er stungið í múffuna. Gúmmíhringurinn varnar því að rörin nái að snertast séu þrýstingur eða sveigja mikil og eiga rörin að þola allt að 9°sveigju á samsetningunni án þess að þau fari að leka. RÚNNAÐIR ENDAR Önnur nýjung í röraframleiöslunni er sú að múffulausu endar röranna eru nú rúnnað- ir en ekki með hvassar brúnir eins og áóur 94

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.