Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 96
FÓLK
spurninni og það hefur ekki al-
veg tekist. Við höfum á þeim
tíma sem LGG hefur verið á
markaðnum selt jafn mikið og
áætlað var að selja á heilu ári.”
Að sögn Leifs hefur drykk-
urinn verið í þróun alllengi en
víða erlendis hafa mjólkur-
heilsudrykkir líkir honum náð
miklum vinsældum, sérstak-
lega í löndum Mið-Evrópu,
Þýskalandi og Sviss, en einnig í
Finnlandi og Japan.
Leifur segir helstu viðbrögð
Mjólkursamsölunnar við
harðnandi samkeppni frá
ávaxtasafa og kolsýrðu vatni
hafa verið að bjóða kaupmönn-
um aukna þjónustu og í raun-
inni aðstoða þá við að selja
meiri mjólk. Sterkasta vopnið í
því er tölvustýrð uppstilling í
mjólkurkælinum sem tekur
mið af raunverulegum sölutöl-
um í þeirri verslun og tryggir
þannig hámarksframlegð.
„Þetta, ásamt afsláttartil-
boðum sem eru tengd kynn-
ingum og sérstökum uppstill-
ingum, hefur notið vinsælda og
með þessu aukum við sýnileika
á þeirri mjólkurvöru sem ætti
að seljast best.”
Það er oft talað um barátt-
una um hilluplássið sem mikil-
vægan þátt í markaðssetningu
og Leifur segir að Mjólkursam-
salan hafi ekki farið varhluta af
því og aukin þjónusta við upp-
stillingu og uppröðun sé mikil-
vægur þáttur í þjónustunni við
kaupmenn.
Leifur fór í Tækniskólann
og lærði rekstrarfræði en fór
síðan til framhaldsnáms í
Bandarikjunum og lauk MBA-
prófi í alþjóðaviðskiptum frá
Johnson and Wales University.
Þegar heim kom gerðist hann
framkvæmdastjóri hjá Nýju
sendibílastöðinni og gegndi því
starfi þangað til fyrir fjórum
mánuðum.
Leifur hefur áhuga á fótbolta
og sækir í útivist og sund með
fjölskyldunni utan vinnutíma en
kona hans heitir Inga Nína
Matthíasdóttir og þau eiga einn
son, Matthías, 7 ára. BU
Leifur Örn Leifsson, sölustjóri Mjólkursamsölunnar, lærði alþjóðaviðskipti í Ameríku.
FV-mynd: Kristín Bogadóttír.
LEIFUR ÖRN LEIFSSON,
M JÓLKU RSAMSÖLU N NI
0g tel að mitt starf felist
fyrst og fremst í sam-
stillingu krafta
margra. Hér er rekin stór sölu-
deild og þegar ég segi stór
söludeild á ég við magn frekar
en fólksfjölda. Við erum með
sölumenn sem fara í verslanir
og aðra sem taka á móti pönt-
unum gegnum síma, símsvara,
bréfsíma og með EDI sem eru
pappírslaus viðskipti.
Við þetta bætast svo sam-
skipti við hin ýmsu mjólkur-
samlög sem framleiða vörur
sem við sjáum svo um að mark-
aðssetja, selja og dreifa. í flest-
um tilvikum er MS með vörur
sem hafa skamman líftíma og
því er brýnt að kraftar allra séu
stilltir saman og engir hnökrar
verði þar á,” segir Leifur Örn
Leifsson, sölustjóri Mjólkur-
samsölunnar.
Mjólkursamsalan hefur ný-
lega stigið nýtt skref inn á
markaðinn með heilsudrykkn-
um LGG + en að sögn Leifs er
LGG í rauninni skammstöfunin
á ákveðnum mjólkursýrugerli
sem er uppistaðan í drykknum
en plúsinn táknar ýmsa aðra
gerla og hollefni sem drykkur-
inn inniheldur að auki. Um-
ræddur drykkur er framleidd-
ur í Mjólkursamlaginu í Búðar-
dal og ekið þaðan til Mjólkur-
samsölunnar. Þar vestra leggja
menn nótt við dag til þess að
mæta kröfum markaðarins
sem kallar á LGG+.
„Viðtökurnar hafa farið fram
úr okkar björtustu vonum og
satt að segja höfum við átt í erf-
iðleikum með að anna eftir-
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
96