Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 6
RITSTJÓRNARGREIN „AFKOMAN VELDUR VONBRIGÐUM" Mitt í góðærinu, þegar erlendir ferðamenn hafa aldrei verið fleiri og Islendingar sjaldan verið duglegri við að svala ferðaþorsta sínum, er hluthöfum í Flugleiðum - sem og starfsmönnum - ekki skemmt. Félagið tapaði tæplega 1,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins, hundruðum milljóna umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir. Eigið fé félagsins rýrnaði um 25% á sama tíma. Félagið er þó enn fjárhagslega sterkt. Þótt fyrstu sex mánuðirnir gefi ekki rétta mynd af útkomu ársins - afkoman batnar yfirleitt á sumrin, annasamasta tím- anum - er útlit fyrir nokkurt tap af félaginu á þessu ári. Gripið hefúr verið til aðgerða til að lyfta félaginu úr lágflugi lélegrar af- komu enda er ljóst að áframhaldandi stór- tap stefiiir félaginu í voða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hluthafar og starfsmenn Flugleiða horfast í augu við taprekstur. A síðustu tíu árum hefur félag- ið að jafhaði tapað annað hvert ár af reglu- legri starfsemi sinni og á þessum tíma nemur uppsafnað tap af henni um 818 milljónum á verðlagi síðasta árs. I ljósi þess að gengi flestra flugfélaga í Evrópu hefur verið gott á árinu blasir sú stóra spurning við hluthöfúm Flug- leiða hvort rekstrargrundvöllur fyrirtækisins sé einfald- lega brostínn! Það þarf ekki að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að fyrirtæki hagnist Hagnaður er í raun spurning um líf eða dauða fyrir fyrirtæki. Aðeins þau sem hagnast geta staðið á eigin fótum. Hagnaður er enn fremur nauðsynleg- ur til að laða til sín flárfesta; menn leggja ekki fé í fyrir- tæki nema von sé um ágóða af því. Og fyrirtæki, sem ekki dregur tíl sín fjármagn á hlutabréfamarkaði, á erfitt með að ráðast í miklar og dýrar fjárfestingar; til dæmis að kaupa nýjar flugvélar. Stöðugar fjárfestíngar eru öllum fyr- irtækjum nauðsynlegar. Hagnaður skiptír starfsmenn ekki síður máli en hluthafana; aðeins hagnaður tryggir atvinnu- öryggi þeirra og aðeins hagnaður skapar ný störf. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að rúmlega 2.200 starfsmönn- um Flugleiða er vart svefnsamt núna. Þeir spyrja sig hvort mörgum þeirra verði sagt upp á næstu misserum til að verja fyrirtældð og koma þannig í veg fyrir að allir starfsmenn þess missi vinnuna! Stjórnendur Flugleiða hafa gripið til ráð- stafana til að draga úr áframhaldandi tapi. Vonandi reynast þær árangursríkar. Mikið er í húfi! Það er hins vegar svo að á siðustu tíu árum hafa oftar en ekki verið boðaðar sérstakar aðgerðir og nýjar leiðir til að bæta afkomuna og því spyrja hluthafar sig hvort aðgerðirnar núna beri tilætlaðan árangur. Það vekur raunar athygli margra hve lítið ber á nýjum andlitum í röðum helstu stjórnenda félagsins í hvert sinn sem fyrir- tækið boðar nýjar leiðir til að bæta reksturinn! Fræðimenn hafa oft velt því fyrir sér hverjar séu orsak- ir erfiðleika í rekstri fyrirtækja. Eru þær utanaðkomandi? Eru þær óheppni? Eða er um slælega stjórnun að ræða? Flestir eru á þeirri skoðun að til Iengdar sé ekki hægt að kenna um óheppni í rekstri heldur stjórnuninni. Þetta hef- ur verið orðað á þá leið að orsaka rekstarerfiðleika sé ekki að leita í ársreikningum heldur í ákvörðunum stjórna. Þegar allt kemur tíl alls eru hluthafar og stjórnir fyrir- tækja hinir raunverulegu siglingafræðingar félaga - og ör- lagavaldar. Hluthafar fá meira en talsvert um það ráðið hvort þeim sé rótt eða ekki, hvort „afkoman valdi von- brigðum'' eins og nú er í tísku að Iýsa viðbrögðum við tap- rekstri. Jón G. Hauksson ; ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LTÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-11. tbl. -10% lægra áskrift- arverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi elhi og myndir. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.