Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 19

Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 19
HVAÐ ER í BOÐIÞEGAR FORSTJÓRIER RÁÐINN? Þórólfur Arnason, forstjóri símafyrirtækisins Tals, varráðinn með að- ferð ,,hausaveiða" frá Olíufélaginu. ið vald. I valdablokkinni, sem kennd hefur verið við kolkrabbann, er heldur ekki farið langt út fyrir ákveðinn hóp við ráðningar. En víkjum þá að „hausaveiðum” sem núna hafa rutt sér til rúms við ráðningar og eiga örugglega eftir að koma meira við sögu á næstu árum vegna þess að sífellt fleiri fyrirtæki fara á hlutabréfamarkað og samkeppni hefur harðnað með auknum al- þjóðaviðskiptum, stærri mörkuðum og minni vernd hins opin- bera. Krafan er einfaldlega að verkin séu látin tala; að „tölur tali sínu máli” á aðalfundum. AÐFERDAFRÆÐIN Aðferð „hausaveiða” er þannig að innan fyrirtækja er sest niður og listi gerður yfir þá sem koma til greina í viðkomandi starf - hvort sem menn eru á lausu eða ekki. Þeir hafa vakið á sér athygli fyrir hæfileika og eru settir í sigtið! Eftir að listinn hefur verið skorinn niður í þijá til fjóra menn er síminn notaður; það er einfaldlega hringt og starf boðið, eða firndi skotið á. Flestir bregðast vel við þótt þeir séu ekki á þeim buxunum bjóða við ráðningu for- stjóra og millistjórnenda? 1. Laun að lágmarki um 600 til 700þúsund krónur á mánuði. Sé fýr- irtækið stórt og þekkt eru launin hærri - eða um 800 til 1.100 þús- und á mánuði. 2. Btll, oftast fallegur lúxusjeþþi, að andvirði 4 til 5 milljónir króna. Fyrirtækið kaupir og rekur bílinn að fullu, bæði í vinnutíma sem og frítíma forstjórans. Á móti reiknast hlunnindatekjur á forstjór- ann, um 80 þúsund krónur á mánuði, ef um 5 milljóna króna bíl er að ræða. Af þessum reiknuðu tekjum greiðir hann um 38 þús- und í skatta á mánuði. 3. Nokkuð algengt er að fyrirtæki greiði viðbótarlífeyrisgreiðslur í sér- eignasjóð forstjórans; jafnvel allt að 12% utan við hin hefÖbundnu 6%, þ.e. fyrirtækið greiðir þá 18% í lífeyrissjóði vegna hans. Um þetta er samið! Iðgjöld fyrirtækja í lífeyrissjóði, hversu há sem þau eru, eru starfsmönnum ævinlega skattfrjáls að fúllu. Þess má geta að ríkið og bankakerfið greiða til dæmis verulega umfram hin hefðbundnu 6% í lífeyrissjóðsiðgjöld vegna starfsmanna sinna. 4. Starjslokasamningur. Eitthvað mun tíðkast við ráðningu forstjóra að gerður sé starfslokasamningur i upphafi starfs ef svo illa vildi til að hann stæði sig ekki í stykkinu - og yrði látinn fara. 5. Hlutdeild í hagnaði. Það færist í vöxt að forstjórar og fram- kvæmdastjórar óski eftir hlutdeild í hagnaði sem og að fyrirtæki bjóði þeim slík kjör. Þetta eru nýmæli því afkomutenging launa hefur lítið tíðkast hérlendis. Þetta kerfi er mjög algengt erlendis. 6. Hlutabréfavilnanir. Farið er að bera á óskum um hlutabréfaviln- un, svonefndri „stock option”. Þetta mun þó ekki komið að neinu ráði til sögunnar ennþá. Þetta tíðkast hins vegar mjög í kjörum forstjóra og millistjórnenda erlendis. 7. Hluti af ferðakostnaði í frítíma. Áður mun hafa verið býsna al- gengt að fyrirtæki greiddu fyrir ferðakostnað forstjóra í frítíma hans, eins og utanlandsferðir, án þess að þeir þyrftu að færa þann kostnað til hlunnindatekna hjá sér. Þetta er hins vegar á miklu undanhaldi þótt eitthvað muni þetta tíðkast ennþá. Þetta er enda á meira en gráu svæði gagnvart skattinum. 8. Utanlandsferðir. Flestir forstjórar verða fljótt hundleiðir á við- skiptaferðum til útfanda og taka oft út fyrir að fára í slíkar ferðir. Eigi hins vegar að næla sér f frí í stórborg erlendis með makan- um er algengast að forstjórar og millistjórnendur jafht hjá ríkinu sem einkafyrirtækjum, nái inn ferðakostnaði í frftfma með því að finna sér tílefni; stutta ráðstefhu eða létt stefnumót við viðskipta- vin erlendis, tíl að hægt sé að setja flugfargjöld á fyrirtækin og fá dagpeninga. Síðan er ferðin fiamlengd og nokkurra daga ffí tek- ið erlendis - jafnvel sumarfrí. Þess utan safnast allir ferðapunkt- ar á einstaklingana prívat - en ekki fyrirtækið - sem þeir geta síð- ar nýtt sér í eigin þágu með ókeypis ferð út þegar ákveðnum punktafjölda er náð. 9. Ymis hlunnindi. Forstjórar og aðrir stjórnendur fýrirtækja njóta óbeint ýmissa hlunninda sem rekur hugsanlega á fjörur fyrirtæk- isins, Ld. vegna auglýsinga og stuðnings við ýmis málefni. Nefha má boðsmiða í leikhús og óperu, á tónleika og íþróttakappleiki eða ókeypis aðgang að golfvöllum hafi fyrirtækið Ld. styrkt við- komandi golfklúbb. Auk þess kunna að bjóðast glæsilegar boðs- ferðir tíl útlanda frá erlendum viðskiptavinum fyrirtækisins.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.