Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 28

Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 28
„Það er óhætt að segja að fyrstu 10 árin í rekstri fyrirtækis fari í uppbyggingu. Menn geta ekki ætlast til verulegs árang- urs fyrr en eftir ákveðinn tíma og verða umfram allt að sýna þrautseigju og úthald. Lykillinn að velgengni er hæfileg blanda af dugnaði, útsjónarsemi og þtjósku." Miðað við velgengni Tæknivals er aug- ljóst að Rúnar hefur haft þessa blöndu af eftirsóttum hæfileikum. Rúnar hefur sjálfur sagt að hann sé að vinna að því að breyta Tæknivali úr því að vera fyrirtæki sem selur tölvur og tölvu- búnað í fyrirtæki sem leggur að auki áher- slu á hugbúnaðarframleiðslu og selur þekkingu. Einn liður í þessum breytingum er að hann hefur sest sjálfur á skólabekk og er búinn með tvo þriðju hluta af sumar- námi fyrir stjórnendur í hinum virta Harvard háskóla í Bandaríkjunum og stendur hvert námskeið þrjár vikur í senn. Það var kunningi Rúnars, Jón Olafsson við- skiptajöfur, oft kenndur við Skífuna eða Stöð 2, sem hvatti hann til þessa en Jón er ásamt Jóhanni J. Olafssyni hvað þekktast- ur þeirra íslensku stjórnenda sem sótt hafa umrætt námskeið. HARÐUR SÖLUMAÐUR Rúnar er þægilegur í viömóti og á mjög auövelt meö að tala viö fólk; var gríðar- lega harður sölumaöur meðan hann var sjálfur í eldlínunni og hafði mjög gaman af því að selja. HEFUR ÍTÖKVÍÐA Af einstökum hluthöfum í Tæknivali fyrir utan Opin kerfi sem nú er stærst ein- stakra hluthafa, má nefna Rúnar sjálfan með 15% eignarhlut og Eignarhaldsfélag Alþýðubankans sem á 9%. Tæknival hefur einnig keypt hlut í tals- vert mörgum öðrum tölvufyrirtækjum og á 15% hlut eða meira í eftirtöldum fyrir- tækjum: Hugur, Kerfi, Navís-Landsteinar, Bókval á Akureyri, Tölvuvæðing, Tölvu- þjónustan og Tölvu- og rafeindaþjónustan. Auk þess má nefna að fyrirtækin Hugtak, Sameind og TOK hafa verið sameinuð Tæknivali síðustu 7 ár. Einnig var Tölvu- tæki-Bókval á Akureyri skipt upp og Tölvu- tæki gerð að deild í Tæknivali. SEMUR VEL VIÐ STARFSMENNINA Rúnar er sagður þægilegur í daglegri umgengni við sína nánustu samstarfs- menn, jafnlyndur og oft gamansamur. Það er grunnt á hégómagirnd sem kemur stundum fram á sérstæðan hátt. Tæknival reynir oft að koma fyrirtækinu í blöðin af ýmsu tilefni; viðskiptavinur nr. 100 þúsund, 1000 tölvur seldar eða eitthvað í þeim dúr. Þá bregst ekki að forstjórinn sjálfur fyllir út að minnsta kosti helminginn af myndfletin- um. Þetta sést ágætlega ef skoðað er frétta- bréf Tæknivals sem er að flestu leyti hefð- bundið nema kannski því að myndir af Rúnari í hveiju tölublaði eru stundum fleiri en blaðsíðurnar. VAR LIÐTÆKUR í ÍÞRÓTTUM Rúnar er þægilegur í viðmóti, á mjög auðvelt með að tala við fólk og var griðar- lega harður sölumaður meðan hann var sjálfur í eldlínunni og hafði mjög gaman af því að selja. Rúnar getur þó haft yfirþyrm- andi áhrif á menn með návist sinni en hann er mjög stór maður og þrekinn. Rúnar var virkur íþróttamaður á sínum yngri árum, lék körfubolta með Haukunum í Hafnar- V SAGAN BAKVIÐ TÆKNIVAL Tæknival stofnað af Rúnari Sigurðssyni og Eiríki Þor- björnssyni. Sala hafin á rekstarvörum og fylgihlutum fyrir tölvur. Mest erselt af disklingum, litaböndum og þess háttar. Tœknival fær umboð fyrir Hyundai einmenningstölvur og hefur innflutning í stórum stíl. Fyrirtækið tekur að vaxa hröðum skrefum. Hugbúnaðarfyrirtækið Hugtak sameinað Tæknivali og sala á hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútveginn hafin. Tölvufyrirtœkið Sameind og Tœknival sameinast og við það verður Tœknival eitt þriggja stærstu fyrirtækja í tölvu- geiranum. Mikil þensla og vaxtarverkir leiða til endur- skiþulagningar og fœkkunar starjsmanna úr 67 í 53. Fyrirtækið skilar aftur hagnaði eftir erfiðan tíma. Aukið samstarfvið HP á sinn þátt í því. Besta árið í sögu Tæknivals og met bæði í veltu og hagn- aði. Þrír stórir hluthafar kauþa siginn ogstyrkja fyrirtœk- ið verulega. Starfsmenn í árslok 89. 1995 til 1996 Veltan eykst um 50% og starfsmannafjöldi kemst í 130. Mikil bjartsýni ríkir. Mikið útþensluár hjá Tæknivali. Velta ársins 2,7 milljarð- ar og starjsmannafjöldi í árslok 230. Tæknival gerist um- boðsaðili fyrir Comþaq. Tæknival sameinast TOK í lok ársins og verður þar með stærsta hugbúnaðarhús lands- ins. Ýmsir erfiðleikargera vart við sig. Búist við að hagnaður verði minni en afkomusþár gerðu ráð fyrir. A miðju ári kauþa Oþin kerfi 34% í fyrirtœkinu sem styrkir það um- talsvert. Kauþverð er sagt vera um 250 milljónir. 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.