Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 29

Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 29
NÆRMYND firði í meistaraflokM og þjálfaði yngri flokkana um tíma og gerði þá að Islandsmeisturum. Hann spilaði einnig með liði sem heitir B-1909 í Danmörku þegar hann var þar við nám og þjálfaði B-lið þess félags. Rún- ar hefur fyrir löngu lagt slikar íþróttir á hilluna og hengt upp köríúboltaskóna. Hann hefur stundað líkamsrækt með reglubundnum hætti undir stjórn einkaþjálfara í World Class undanfarin 3 ár. Fyrir tveimur árum tók hann að spila golf ásamt eiginkonu sinni og þau stunda þá íþrótt af mikilli elju og eru félagar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þess utan tekur Rúnar lítt þátt í félags- lífi utan heimilisins en hann var á sínum tíma félagi í Roundtable og var meðal annars einn af stofnendum RT8. Hann hefur ekki verið virkur í samkvæmislífi viðskiptalífsins með setu í nefndum og ráðum. Hann er frekar heimakær í þeim fáu frístundum sem gefast. Bestu vinir hans og nánir trúnaðarmenn eru Oskar, stundum í stól sínum þar. Hann er mikið á ferðinni og ræðir við starfsmenn og setur sig þannig inn í það sem er að gerast. Einnig eru tíðir fundir með forstöðumönnum og milli- stjórnendum. Þannig reynir Rúnar að fylgjast með öllu sem gerist og hann vinnur náið með yfirmönnum sviða og lítur stundum á það samstarf sem nokkurs konar uppeldi. Hann hefur mikið gert af því í gegnum árin að ráða ungt fólk til starfa og lítur þá ekki alltaf eingöngu á próf- gráður og starfsreynslu við val á starfs- mönnum. Þannig sýnir nærmyndin af Rúnari Sig- urðssyni okkur mann sem byrjaði með tvær hendur tómar og fékk litla forgjöf í líf- inu. Hann hefur byggt upp af hörku og at- orku eitt stærsta fyrirtæki landsins í tölvu- geiranum. Það má segja að veldi hans standi á tímamótum en margt bendir til þess að Rúnar sé langt frá því að vera hætt- ur að beijast og eigi eftir að láta að sér kveða í atvinnulífinu. S3 Rúnar bróðir hans og Ómar Örn, sam- starfsmaður hans, meðeigandi og ná- granni. EYÐIR LITLUM TÍMA VIÐ SKRIFBORÐIÐ Þegar Rúnari er lýst sem stjórnanda verður mönnum tíðrætt um hve gaman hann hafi af því að atast með starfsmönn- unum í þeim verkefnum sem þeir eru að kljást við hveiju sinni. Rúnar er með skrif- stofu í horninu á annarri hæðinni í húsi Tæknivals en þar inni bendir ýmislegt til þess að stjórnandinn eyði ekki löngum 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.