Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 30

Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 30
MARKAÐSMAL HJÁLPUM ÞEIM ungir íslendingar fylgjast vel með og tóku vel við og sérstaklega mun hafa verið vinsælt hjá ungu skólafólki í próflestri að kýla sig gegnum vökunæt- ur og álag prófanna með orkudrykkj- um. Sérstaða orkudrykkjanna felst nefnilega í því að þeir innihalda mikinn þrúgusykur sem gefur orku samstund- is en einnig efhi sem heitir guarana og er náttúrulegt efni unnið úr jurtum og inniheldur koffein. Koffein hefur örvandi áhrif eins og allir kaffidrykkju- menn þekkja en orkudrykkirnir bæta um betur og innihalda ginseng sem margir telja orkuveitandi og allra meina bót. Magic orkudrykkur sat einn að markaðnum um hríð og innflytjandinn, Sól-Víking seldi vel og algengt verð á 250 ml dós var 130-150 krónur. Það þýðir að lítraverðið var 500-600 krónur sem er ríflegt miðað við t.d. bjór. Samkeppnin lét ekki á sér standa og í júní í sumar kom Egils-Orka á mark- aðinn. Þetta er íslenskur drykkur fram- leiddur í Ölgerðinni en nokkuð frá- brugðinn að því leyti að hann er í 500 ml plastflöskum með skrúfuðum tappa. I kjölfarið mun verðið hafa lækk- að því Egils bauð hálfan lítra á líku verði og fékkst fyrir fjórðung úr lítra af Magic. Slagorð Egils manna er: Meira af öllu og er þar vísað til þess að Egils- Orka inniheldur meira guarana, meira koffein og fleiri hitaeiningar en aðrir orkudrykkir. Þrír orkudrykkir keþþa um hylli almennings. Þeir eiga það sameiginlegt að vera sneisafullir af hitaeiningum og innihalda koffein ogjurtaefni sem margir telja vera á ystu nöffyrir börn. FV-myndir: Geir Ólafsson. A YSTU N0F? 0RKUDRYKKIR Viltu súþa á HIV? Margir hrukku í kút þegar rauöar ogsvartar dósir með áletruninniH.LV birt- ust í búöum. Hvað er á seyöi? □ rkudrykkir hafa undanfarin misseri náð mjög auknum vin- sældum í Evrópu, ekki síst á Norðuriöndum, og ísland hefur ekki látið sitt eftir liggja. Þegar rætt er um orkudrykki er átt við sérstaka drykki sem eiga að gefa orkuinnspýtingu í meira mæli en aðrir svaladrykkir. Margir þekkja íþrótta- _____ drykki eins og Gatora- de, Aquarius, Isostar og marga fleiri en sala þeirra hefur einkum beinst að íþróttamönn- SAGANABAK VIÐ HERFERÐINA Páll Ásgeir Ásgeirsson um í keppni. Slíkir drykkir innihalda orku en einnig vítamín og steinefni sem líkaminn missir undir miklu álagi. Magic var fyrstur orkudrykkja á markaðnum. Hann er framleiddur í Svíþjóð og auglýsingarnar um litlu bláu dósirnar vöktu fljótlega athygli. Markhópurinn var einkum yngra fólk í ________ starfi og leik og áhersl- an lögð á þá einstæðu eiginleika sem drykk- urinn byggi yfir; gæfi orku beint í æð. Það kom á daginn að Þriðji orkudrykkurinn kom svo á markaðinn í júlí í sumar og hefur vak- ið töluverða athygli. Þetta er H.I.V. Flestir tengja HIV við umræðu um al- næmi og alnæmissjúklinga sem í fljótu bragði sýnist vera langan veg frá orkudrykk sem margir tengja við heil- brigði og íþróttaiðkun. Dósin utan um H.I.V. er kolsvört með rauðum, áberandi stöfum og fylg- ir smokkur með svo augljóst er að lögð er áhersla á tengsl drykkjarins við sjúkdóminn illræmda. Drykkur- inn er framleiddur í Austurríki og þeg- ar nánar er að gáð er nafn hans skammstöfun fyrir: Help Innocent Victims, eða Hjálpum saklausum fórn- arlömbum. Þarna er auðvitað átt við fórnarlömb alnæmis eða eyðnisjúk- linga en að sögn er markmið fr amleið- endanna að vekja umræður um eyðni 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.