Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 31

Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 31
Friðþjófur Adolf Ólason, markaðsstjóri Sól-Víking. Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. eða alnæmi og einhver hluti hagnaðar mun renna til samtaka þeirra. DJÖRF MARKAÐSSETNING „Yið vorum dálítið tvístígandi yfir því í fyrstu hvort við ættum að taka þennan drykk inn á íslenska markað- inn. Fyrstu viðbrögð margra eru að sumu leyti neikvæð svo við vissum að við þyrftum að kynna þetta vandlega,“ sagði Friðþjófur Adolf Óla- son markaðssljóri hjá Sól-Víking hf. „Þetta er óneitan- lega djörf markaðs- setning en þegar mað- ur fer að hugsa málið og íhuga hinar já- kvæðu hliðar þess að vekja umræður um jafn brýnt mál og þetta þá ákváðum við að láta slag standa. Það að smokkur fylgir dósinni eyk- ur aðgengi ungs fólks að nauðsynleg- um vörnum." Sól-Víking hf. hefur farið að dæmi framleiðandans ytra og lætur íslensku alnæmissamtökin njóta góðs af hluta ágóðans af sölu Sól-Víking á H.I.V. drykknum. Sól-Víking eru tregir til að gefa upp hve stór hluti rennur til sam- takanna en það munu vera 5% af hluta fyrirtækisins í söluverðinu. Það gætu því verið 2-3 krónur af hverri dós en al- gengt verð á þeim er 120-140 krónur. EKKIVIÐ HÆFIBARNA Næringarfræðingar hafa látið í ljósi það álit að börn ættu ekki að drekka orkudrykki eins og þá sem hér um ræðir og vísa þá til örvandi efna eins og koffíns og ginsengs sem þeir inni- halda. Á dósinni með H.I.V. er tekið fram að þeir sem hafa kaffeinóþol, sykursjúkir og börn ættu ekki að neyta drykkjarins. Engar slíkar merk- ingar eru á hinum drykkjunum og viðurkennt er að unglingar allt niður í 12-14 ára neyta slíkra drykkja í stórum stíl. Ef menn vilja fara í talnaleik með hitaein- ingar þá eru 150 hita- einingar í einni dós af H.I.V. sem er svipuð orka og í 30-40 grömm- um af súkku- laði. „Þessir orkudrykkir eru rökrétt framhald af bylgj- unni sem hófst með íþrótta- drykkjunum og þessir drykkir hafa náð miklum vinsældum erlendis og hlutu því að koma hér. Það er í góðu samræmi við stefnu okkar fyrirtækis að við skyldum framleiða íslenskan orkudrykk í stað þess að flytja inn eina tegund í viðbót," sagði Jón Snorri Snorrason, framkvæmda- stjóri Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar. „Það hefúr enginn drykkur sem við höfum sett á markað fengið aðrar eins viðtökur og þessi því framan af sumri höfðum við ekki undan að fram- leiða hann. Sumarið er hinsvegar toppur í allri drykkjarsölu svo við verðum að bíða og sjá hveijar viðtök- urnar verða fyrsta árið.“ KÆLARNIR ERU LYKLARNIR AÐ MARKAÐNUM Jón Snorri og Friðþjófur voru sam- mála um að markhópurinn væri að stækka. Stöðugt fleiri kysu þessa orkudrykki og því mætti búast við að samkeppnin myndi harðna á þessum markaði með tímanum. Það er hinsvegar alveg ljóst að sá sem ætlar að koma með nýja tegund inn í verslanir á þennan markað á erfitt uppdráttar. Orkudrykkir eru geymdir í kæli og þeir sem ráða yfir kælunum i verslununum ráða miklu. Kælar í versl- unum eru í eigu drykkjar- vöruframleiðenda sem eru t.d. Egils, Sól-Víking og Vífilfell. Þeir munu ekki leyfa drykkjarvör- ur frá neinum öðrum í sínum kælum. Sterk eignatengsl eru milli Sól-Víking og Vífd- fells sem segja má að eigi fyrirtækið nær 100%. Þannig má segja að aðeins tvö fyrirtæki séu í sam- keppni á þessum markaði. Ef ein- hver ætlar sér í samkeppni við þessa tvo risa þá væri það helst Mjólkursamsalan sem það gæti. Þannig má segja að kælarnir séu lyklarnir að markaðnum. ffij EKKI VIÐ BARNA HÆFI Næringarfræöingar hafa lát- iö í Ijósi þaö álit að börn ættu ekki drekka orku- drykki eins og þá er hér um ræðir og vísa þá til örvandi efna eins og koffíns og ginsengs sem þeir innihalda. 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.