Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 44

Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 44
ATVINNUMÁL þetta starf. Mér fannst þetta einfald- lega of spennandi verkefni til þess að ég gæti hafnað því. Ég er að setjast hinu megin við borðið ef svo má segja. Það felast gríðarlega mörg sóknar- færi í því að reka fyrirtæki eins og þetta. Ef við horfum til útlanda þá sjá- um við hvernig verslunar- keðjur hafa haslað sér völl í bankaþjónustu og lánastarf- semi. Þarna er óplægður akur hérlendis sem við hyggjumst sinna. Annað svið sem má nefna er að við viljum gera átak í að mennta og þjálfa starfsfólk í verslunum með öðrum hætti en áður hefur verið gert. Þannig hyggjumst við bæta þjónustu og draga úr gegnum- streymi starfsfólks sem hefur verið galli í verslunarrekstri undanfarinna ára. Breyting til betri vegar í þessum efnum kemur öllum til góða, bæði kaupmönnum, starfsfólki og við- skiptavinum. Við lítum svo á að það sem lagt er í þjálfun og menntun starfsfólks sé fjárfest- ing til framtíðar en ekki kostnað- ur. Annað sem við vorum fljótlega sammála um var að skilgreina okkur sem lítið fyrirtæki sem við erum þótt það eigi kannski ekki við íslenskan mælikvarða. Við vilj- um hafa litla yfirbyggingu og stuttar boðleiðir og til þess að ná þvi marki viljum við ráða yfir bestu upplýsinga- tækni á hveijum tíma.“ Það hefur flogið fyrir að FBA og Kaupþing hafi sett það sem skilyrði að þú kæmir hér inn? „Hugmyndin kom frá þeim Bónus- feðgum og það voru engin slík skil- yrði sett af neinna hálfu sem komu að þessu máli.“ Hafa menn einhveijar skoðan- ir á því hveijum þeir vilja selja hlut í Baugi? Getur Aldi í Þýskalandi eða Brugsen í Danmörku orðið ráðandi hluthafi í Baugi? „Ég reikna ekki með því að til þess komi þar sem eignaraðild verður það dreifð. Þegar fyrirtækið fer á markað þá kaupa þeir ljárfestar sem trú hafa á fyrirtækinu hlut í því og við getum engu um það ráðið hveijir það eru. Við höfum haft samstarf við er- lendar verslunarkeðjur og slíkt samstarf getur verið til góðs. Það er þegar búið að ráðstafa meiri- hlutanum svo það kemur varla til að einhver eignist ráðandi meirihluta á þessu stigi.“ ENDURSKOÐENDUR SEM VERÐA FORSTJÓRAR Með því að færa sig úr starfi endurskoðanda og taka við stöðu stjórnanda fetar Tryggvi í fótspor margra stéttarbræðra sinna. Nokkrir endurskoðend- ur hafa látið talsvert til sín taka í viðskiptalífinu. Friðrik Jóhannsson, for- stjóri Burðaráss, er endur- skoðandi. Gunnar Örn Krist- jánsson, forstjóri SIF, var áður endurskoðandi, m.a. SIF. Hér mætti einnig nefna Svein Jónsson, fyrrverandi aðstoð- arbankastjóra Búnaðarbank- ans, Símon Gunnarsson, sem um tíma starfaði hjá Vífilfelli, Kristinn Sigtryggsson, sem á sínum tíma var forstjóri Arn- arflugs. VERÐUR FJÖLGAÐ í BANDINU? Tryggvi komst í sviðsljósið fyrr á árinu þegar hljómsveit sem hann leik- gerðist síðan forstjóri þar. Hópar fólks sem æskja fræöslu um tiltekiö efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og viö reynum að koma til móts víö óskir þeirra. Skólagjöld í Námsflokkum Reykjavíkur miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Kennt verður í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1 og í nýju húsnæði okkar í Mjódd, Þönglabakka 4. Upplýsingar í síma: 551 2992, fax: 562 9408, netfang: nfr@rvk.is FULLORÐINSFRÆÐSLA Prófadeild - Öldungadeild Grunnnám/Fornám: Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Framhaldsskólanám: Almennur kjarni og sérgreinar heilsugæslubrauta. Aðstoðarkennsla: I stœrðfrœði fyrir nemendur i grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsla: I lestri og skrift. Sérstakur stuðningur við vaktavinnufólk í námi. Aðgangur að nemendatölvum. Almennir flokkar - Frístundanám Tungumál (byrjenda- og framhaldsnámskeið): Islenska fyrir útlendinga. Danska, norska, sœnska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spœnska, portúgalska, gríska rússneska, pólska, japanska, arabíska og kínverska. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið: Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, glerlist, teikning, olíumálun, vatnslita- málun, prjónanámskeið, pappamassi og viðgerð á gömlum húsgögnum. Onnur námskeið: Margvísleg námskeið um sögu, menningu og ----- trúarbrögð. Starfsnámskeið: Fyrirfólk í umönnunarstörfum. Ataksverkefni: Fyrir atvinnulausa. \________________________________________ '__________________________________________/ mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmm 44

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.