Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 54

Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 54
seldi mikið. Hann kveðst alitaf hafa trúað því að réttast væri að eiga einn þriðja hluta eignanna í reiðufé, einum þriðja ætti að verja í góðar ijárfestingar og ef vill mætti nýta einn þriðja hluta fjárins sem áhættu- fjármagn. Nathan Shapell segist ekki hafa séð eins mikið eftir nokkrum hlut eins og að hafa farið með fyrirtæki sitt á iilutaljár- markað. Við fyrsta tækifæri gerði hann fyr- irtækið aftur að sínu. Það var dýrt en þess virði að hans sögn og þungu fargi af honum létt. Reyndar virðast flestir þeirra fimm, sem hér er fjallað um og hafa farið með fyr- irtæki sín á hlutafjármarkaö, séð eftír því og sumir keyptu íyrirtækin aftur. S9 nnam Kona\ William Konar er 68 ára. Hann var aðeins 12 ára þegar striðið skall á og hann var sendur í vinnubúðir. Hann auðgaðist meðal annars á sölu matvara. William Konar, nú 68 ára, var aðeins 12 ára þegar stríðið var að skella á. Hann hafði misst föður sinn þegar hann var að- eins 4 ára en móður sína, systur, barnið hennar og eiginmann sá hann aldrei aftur eftír að þeim var stíað í sundur. William og bræður hans gátu haldið hópinn og voru í vinnubúðum í grennd við Stuttgart í Þýskalandi. Góðviljaður þýskur kokkur hélt verndarhendi yfir þessum 12 ára dreng og leyfði honum að laumast með mat til bræðra sinna. Þegar bræðurnir fengu frelsið 7. maí 1945 var William 15 ára þótt hann hefði þá þegar upplifað meira en margur á heilli ævi. Eftir stríð fór hann í skóla sem hjálpar- samtök ráku og lærði ensku. Hann var fluttur ásamt fjölda annarra munaðar- lausra barna til Bandaríkjanna og komið fyrir á heimili í Rochester og þar hefur hann búið síðan. Bræður hans komu á eftir honum til Ameríku. William sýndi fljótt viðskiptavit og keypti og seldi ýmislegt á námsárunum. Þegar hann var aðeins 23 ára átti hann fyr- irtæki með félaga sínum sem velti einni milljón Bandaríkjadala. Aratug síðar átti hann fýrirtækið einn, hann seldi matvöru til verslanakeðja og veltan var orðin 3 millj- ónir Bandaríkjadala. Hann valdi ameríska nafnið „Clinton," á fyrirtækið. En svona nokkuð gerist ekki af sjálfu sér. Eiginkona hans ranghvolfir augunum þegar hún minnist þessara ára. „Ég átti ekki eigin- mann á þessum tíma, hann var alltaf í vinn- unni. Einu sinni þegar kviknaði í húsinu okkar var hann svo upptekinn að hann sendi einn af deildarstjórum sínum til að hjálpa við að slökkva eldinn. Hann máttí ekki vera að því að koma sjálfur!" Þegar stór viðskiptavinur vildi fækka milliliðum og hugðist flytja inn á eigin spýtur tók William til sinna ráða. Hann neitaði boði um að selja og fór út í að stofna eigin matvöruverslanir. Þær voru frekar smáar í sniðum en verðið var lágt og verslunarstjórinn fékk hluta af hagn- aðinum hverju sinni. Dæmið gekk upp, William hagnaðist Hann seldi fyrirtækið og var kominn á eftirlaun 52 ára. Ekki var hann þó af baki dottinn, því hann fór út í fasteignaviðskipti og lætur vel af sér. „Því- líkt land, Bandaríkin!" segir hann kankvís ásvip. S9 Jack Tramiel Jack Tramiel fór einnig til Bandaríkj- anna eftir að hafa upplifað hörmungar stríðsins í útrýmingarbúðum. Faðir hans lést þar eftir að bensíni hafði verið spraut- að í hann. Hinn illræmdi Joseph Mengele hafði skoðað þá feðga og sannfærst um að þeir gætu unnið. Móðir hans lifði stríðið af. Jack gekk í bandaríska herinn og starf- aði í hernum í tjögur ár. Eftir herþjónustu vann hann við ýmiss konar viðgerðir á vél- um, þá kvæntur konu sem einnig hafði lif- að af vist í útrýmingarbúðum Nasista. Jack gerði meðal annars við ritvélar og varð vinnuveitanda sínum úti um risasamning við herinn um viðgerðarvinnu. Þegar vinnuveitandinn neitaði honum um kaup- hækkun tyrir vikið sagðist Jack ekki vinna fýrir heilalaust fólk og hætti! Hann fór sjálf- ur út í rekstur, gerði við ritvélar fýrir Fordham háskólann og keypti lúnar og bil- aðar ritvélar, gerði við þær og seldi aftur. Seinna stofnaði hann innflutningsfyrirtæki í Toronto í Kanada. A ýmsu gekk og fyrir- tækið seldi reiknitölv- ur ásamt ritvélum. Fyrirtækið Texas Instruments sá fyrir- tæki Jacks Tramiel, Commodore, fyrir ör- flögum. Tölvurnar seldust svo vel að Jack Tramiel var aðeins 10 ára þegar stríðið skall á. Hann hagnaðist á því að gera við og selja skrifstofuvélar - sömuleiðis var hann frumkvöðull í tölvugeiranum. Hann er sá eini þeirra sem er þjóðþekktur í Bandaríkjunum. Texas Instruments sá sér leik á borði og framleiddi eigin tölv- ur sem seldar voru á lægra verði en hinar. Jack Tramiel sór að verða aldrei aftur háður stórum birgi. Seinna átti hann sjálf- ur eftir að velgja tölvurisum undir uggum með nýjum örgjörva. Hann bauð lægra verð á tölvum en aðrir við litla hrifningu þeirra. Hann þótti harður í viðskiptum, bæði við 54

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.