Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 56
Arnór Guðjohnsen, bjargvœttur Valsmanna. Fullyrt er að hann fái yfir 3 milljónir fyrir að
leika með Val. A móti hefur hann tvöfaldað tekjur Vals afáhorfendum og forði hann félaginu
frá falli úr úrvalsdeild kemur hann í veg fyrir 10 til 15 milljóna tap.
ARNÓR BORGAR SIG
Arnór Gudjohnsen er dýr jjárfesting fyrir Valsmenn.
Fórnarkostnaöur Valsmanna við aö falla úr úrvals-
deildinni væri samt margfalt meiri. Þess vegna
margborgar Arnór sig.
að kom mörgum spánskt fyrir
sjónir að Valur skyldi næla í Arn-
ór. Tvö önnur lið á Reykjavíkur-
svæðinu, KR og IR, höíðu einnig gert til-
raunir til að fá Arnór til liðs við sig. Valur
hefur um árabil verið eitt skuldugasta
knattspyrnuliðið á höfuðborgarsvæðinu og
því töldu margir að KR, sem er stöndugra
félag með mun minni skuldahala, myndi
frekar ná samningum við Arnór. En reynd-
in varð önnur. Valur nældi í þennan snjalla
knattspyrnumann og eftirmálinn er ævin-
týri líkastur þótt enn sé töluvert eftír af ís-
landsmótinu og allt geti svo sem gerst.
Ballið í vesturbænum byijaði á því að
Arnór gerði KR-ingum tilboð um að spila
með þeim. Þetta var pakki sem hefði getað
orðið um 3,2 milljónir. Samkvæmt heimild-
um Frjálsrar verslunar vildi Arnór fá 1
milljón strax, um 1,2 milljónir (400 þúsund
á mánuði í þrjá mánuði) fyrir þá 9 leiki sem
eftir voru af mótinu og 1 milljón í lokin ef
KR yrði Islandsmeistari. Auk þess var rætt
um einhver skattaffíðindi í dæminu. Að
þessu boði gengu KR-ingar ekki og gerðu
honum gagntilboð sem var lægra - en því
hafnaði Arnór. Hann gekk síðan í raðir
Valsmanna. Menn meta það svo að Vals-
menn hafi gengið að kröfum hans og
greiði honum á bilinu 3 til 4 milljónir fyrir
sumarið.
Kostnaður félagsliðs við að falla úr efstu
deild hleypur á milljónum. Olafur Helgi
Arnason, formaður knattspyrnudeildar
Fram, upplifði fall úr úrvalsdeild árið 1995
og ætti því að vita nokkuð hvað slíkt áfall
hefur í för með sér. „Það er mjög erfitt að
segja nákvæmlega til um það hve tapið er
stórt við það að falla úr úrvalsdeildinni nið-
ur í fyrstu deildina, það er misjafnt eftir fé-
lögum og auglýsingasamningum þeirra.
Tapið getur verið allt frá 6-7 milljónum upp
í 15-20 milljónir króna. Tapið hjá Fram var
sennilega í lægri kantinum af þeim tölum
sem hér á undan eru nefndar.
Við erum svo heppnir að vera með
sterkan áhorfendahóp sem hélt tryggð við
okkur þó að við höfum fallið á milli deilda.
Það er mikið sálrænt tap að falla úr úr-
valsdeildinni, sérstaklega fyrir stórt knatt-
spyrnufélag eins og Fram. Við það að spila
ekki í úrvalsdeildinni eru nánast engir
möguleikar að vera með í keppninni um
Evrópusæti, sjónvarpstekjur eru minni og
þar fram eftir götunum. Fórnarkostnaður-
inn við að falla er gríðarlega mikill, það er
mun erfiðara að fá leikmenn og jafnvel
góða þjálfara. Við hjá Fram vorum hins
vegar mjög heppnir því við fengum aftur
fráfarandi landsliðsþjálfara, Asgeir Elías-
son, og segja má að það hafi bjargað okkur
ásamt ágætu unglingastarfi, enda unnum
við okkur strax aftur upp í úrvalsdeildina.
Við höfum verið að sjá alls kyns hluti til
Arnórs Guðjohnsen sem við höfum ekki
séð til leikmanna hér á landi í einhvern
tíma og ekki heldur til útlendinga sem
koma hingað dýrum dómum. Það er unun
að sjá þessi mörk sem Arnór hefur verið að
skora. Þó að hann sé ekki i Fram finnst
mér gaman að sjá hve mikið hann hefur
gert fyrir íslenska fótboltann og þar með
aukið áhuga almennings á íþróttinni. Gott
dæmi um það er hve áhorfendafjöldinn
hefur aukist á Hlíðarenda.
Það eru til mörg dæmi þess í útlöndum
að gripið hafi verið til örþrifa ráða til að
bjarga liðum frá falli. Yfirleitt felast þær i
því að fá nýjan framkvæmdastjóra sem síð-
an endurskipuleggur liðið og kaupir nýja
menn. I þessu tilfelli er það hins vegar að-
eins einn nýr leikmaður sem gerir
gæfúmuninn. Arnór er reyndar ekki eini
56