Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Page 62

Frjáls verslun - 01.07.1998, Page 62
Sunnusalurinn er vinsœll fyrir hvers kyns veislur, ráðstefhur og móttökur. Sérinngangur er í salinn. Glæsilegir ráðstefnusalir með fullkomnum búnaði ú á haustdögum tekur Hótel Saga á móti ráðstefnugestum í nýuppgerð- I L I um °9 endurbættum ráðstefnusölum. Megináhersla hefur verið lögð á að auka þægindi gesta með tilkomu nýrra húsgagna sem eru sérstak- lega hönnuð sem ráðstefnuhúsgögn. Að auki hefur umhverfið allt fengið nýtt yf- irbragð og hafa dökkir litir vikið fyrir öðrum Ijósari, jafnt á veggjum, gólfum sem gluggatjöldum. Tæknimálin hafa heldur ekki gleymst og ráðstefnugestir geta nú notið alls þess nýjasta og besta á sviði tækjabúnaðar og þess sem nauðsynlegt er að hafa á hverri ráðstefnu að sögn Hönnu Maríu Jónsdóttur, markaðsstjóra Hótel Sögu. Aðal funda- og ráðstefnuaðstaðan er á annarri hæð Hótels Sögu. Þar eru fjórir salir sem taka frá 20 upp í 150 manns. Þremur þessara sala má skipta í minni sali svo í raun eru þarna sjö misstórir ráð- stefnusalir. Salirnir eru búnir nýjum ráð- stefnuhúsgögnum og er þar meðal annars um að ræða vandaða, enska ráð- stefnustóla sem framleiðendurnir kalla „níu tíma stóla". Bólstrun og lag stólanna gerir fólki kleift að sitja langar ráðstefnur án þess að finna til þreytu. Ný lýsing eyk- ur ekki síður á þægindi ráðstefnugesta og gjörbreytt umgjörð, veggfóður, gólfefni og gluggatjöld, stuðla að vellíðan þeirra. í tengslum við ráðstefnusalina er full- komin og endurnýjuð ráðstefnuskrifstofa auk móttöku. Á skrifstofunni geta gestir fengið afnot af tölvu, Ijósritunarvél og öðr- um nauðsynlegum skrifstofubúnaði en slíkt getur komið sér vel fyrir skipuleggj- endur og fyrirlesara á ráðstefnum. í mót- tökunni er þægilegt aö afhenda gögn og veita upplýsingar. Salir fyrir öll tækifæri Stærstu salir Hótel Sögu eru Súlnasal- ur, Ársalur og Sunnusalur. Allt eru þetta salir sem kalla mætti fjölnota því þeir henta bæði til funda- og ráðstefnuhalds auk annarskonar samkoma. Skáli er fimmti salurinn, minni en hinir þrír en sérlega vin- sæll til dæmis fyrir hádegis- og kvöldverð- arfundi. í Súlnasalnum, stærsta sal hótelsins, hefur jafnan þótt þægilegt að halda fjöl- menna fundi og samkomur enda tekur sal- urinn allt að 400 manns í sæti. Miklar breytingar hafa átt sér stað í Súlnasalnum, meðal annars varðandi tækni- og hljóð- búnað. Ársalur er stór salur á annarri hæð hótelsins. Hann þjónar hlutverki morgun- verðarsalar fyrir hótelgesti en er auk þess vinsæl fyrir brúðkaupsveislur, afmæli, móttökur og erfidrykkjur. Ársalur hentar vel fyrir fundi og fyrirlestra. Salurinn hefur verið endurnýjaður og ýmsu breytt varð- andi útlit hans. Hann er nú einstaklega glæsilegur, eins og reyndar allir salir Hót- el Sögu. Loks má nefna Sunnusal, sem margir minnast sem Átthagasalar, á fyrstu hæð hótelsins. Sunnusalur var endurnýj- aður fyrir tveimur árum og er mikið notað- ur fyrir aðalfundi, fyrirlestra, móttökur og AUGLYSINGAKYNNING 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.