Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 63

Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 63
Hótel Saga við Hagatorg. ýmiss konar veislur, bæði stórar og smáar. Mjög hentugt þykir að sérinngangur er í Sunnusal. Salnum má skipta í tvennt og gæti þá verið móttaka í öðrum hlutanum á meðan haldinn væri fundur eða kvöldverður í hinum. Ráðstefnugestir, langt að komnir og þá jafnvel frá öðrum lönd- um, kunna vel að meta þægindin sem Hótel Saga býður upp á og auðvelda þeim að njóta dvalarinnar til hins ýtrasta. Það kemur sér vel þegar stuttur tími er milli funda að á hótelinu er banki, ferða- skrifstofa, minjagripaverslun og blómaverslun. Heilsurækt, gufu- bað, hárgreiðslu- og rakarastofa auka enn á þægindi og ánægju gestanna. Söludeild Hótel Sögu sér um allan undirbúning og uppsetningu funda og ráðstefna. Erla Nanna Jóhannesdóttir fer þar fyrir hæf- um hópi starfsmanna en hún á að baki áralanga reynslu á þessu sviði. Þá er Úlfar Þór Marinósson tæknistjóri hótelsins og sér til þess að tæknihlið ráðstefnanna sé óaðfinnanleg og er skipuleggj- endum til ráðgjafar og aðstoðar fyrir fundi og á meðan þeir standa yfir. Vinsælir veitingastaðir Ekki má gleyma veitingastöðum hótelsins, Grillinu og Skrúði, þar sem mikið er lagt upp úr faglegum vinnubrögðum. Grillið, á efstu hæð Sögu hefur frá upphafi verið með bestu veitingastöð- um í Reykjavík. Þar njóta gestirnir góðrar þjónustu, frábærra veit- inga og óviðjafnanlegs útsýnis. Skrúður er þægilegur veitinga- staður á jarðhæðinni, eins konar garðskáli þar sem boðnar eru léttar veitingar allan daginn en hlaðborð í hádegi og á kvöldin. Yfirbragð ráðstefnusala Hótel Sögu hefur breyst að undan- förnu en þjónustan við gesti er sú sama og áður: Gesturinn er æv- inlega í fyrirrúmi og allt gert til þess að hann njóti dvalarinnar á hótelinu sem best hvort sem hann kemur þangað til að sitja fundi eða ráðstefnur, gista eða taka þátt í vinafagnaði. 1 InoteC^ 1 M<?a í Hótel Saga Sími: 525 9900 v/ Hagatorg Fax: 525 9909 107 Reykjavík Góð aðstaða erfyrir fundar- og ráðstefnugesti fyrir framan fundar- salina á annarri hæð Hótels Sögu. Fullkominn búnaður er fyrir túlka sem oft þurfa að starfa í tengsl- um við fjölþjóðlegar ráðstefnur. Stjórnendur Hótels Sögu ráða ráðum sínum. Frá vinstri: Sigurður Asgeirsson veitingastjóri, Hrönn Greiþsdóttir hótelstjóri, Erla Nanna Jóhannesdóttir sölufulltrúi , Úlfar Þór Marinósson tœkni- stjóri og Hanna María Jónsdóttir markaðsstjóri. AUGLYSINGAKYNNING 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.