Frjáls verslun - 01.07.1998, Side 65
itt verkefni hjá Ferða-
málaráði felst í að sjá
um reglubundna
könnun meðal erlendra ferða-
manna. Þetta er liður í stöðugri
upplýsingasöfnun um ferða-
markaðinn sem felst í að mæla
samsetningu hans eftir árstíð-
um, ferðahegðun, væntingum,
þörfum, útgjöldum, eyðslu-
háttum og viðhorfum," segir
Oddný Oladóttir landfræðing-
ur og starfsmaður Ferðamála-
ráðs.
Umrædd reglubundin
könnun var fyrst gerð árið 1996
í tilraunaskyni en ástæðan var
sú að mönnum þótti skorta
upplýsingar um hegðun og
ferðavenjur erlendra ferða-
manna á Islandi. Fram til þess
tíma hafði slík upplýsingasöfn-
un ekki verið á verkefnaskrá
Ferðamálaráðs. Fyrstu tilraun-
ir hafa mælst það vel fyrir að
ákveðið hefur verið að fram-
lengja verkefnið í umsjá Odd-
nýjar um þijú ár. Fyrst í stað
var ferðaárinu skipt í ijóra hluta
eftir árstíðum og niðurstöður
könnunarinnar flokkaðar eftir
því en nú hefur tímabilunum
verið fækkað í þijú.
Hér er um brottfararkönn-
un að ræða og eru spyrlar að
störfum í Leifsstöð allan árs-
ins hring. Þótt úrtakið sé valið
með hendingaraðferð er
áhersla lögð á að það endur-
spegli nokkurn veginn rétta
þjóðernasamsetningu ferða-
manna sem til landsins koma.
Reynt er að fá svör frá a.m.k.
2,5-3,0% þeirra erlendu ferða-
manna sem til landsins koma
á hverjum tíma.
ísland hefur enn sem komið
er þá sérstöðu meðal þjóða að
vandlega er fylgst með ferðum
útlendinga til og frá landinu.
Útlendingaeftirlitið hefur þann
starfa með höndum og hefur
ávallt handbærar nákvæmar
tölur um tjölda erlendra ferða-
manna skipt eftir þjóðerni.
„Þetta eru dýrmætar tölur
og þær eru notaðar í okkar sam-
anburði og okkar úrtak vegið á
móti þeim. Þegar við Islending-
Oddný Óladóttir landfræðingur starfar hjá Ferðamálaráði við gerð og úrvinnslu kannana.
FV mynd: Kristín Bogadóttír.
ODDNÝ ÓLADÓTTIR,
FERDAM ÁLARÁÐI
ar verðum að fullu þátttakendur
í Schengen samkomulaginu er
hætt við að eitthvað dragi úr
þessari upplýsingasöfiiun í takt
við minnkað vegabréfaeftirlil.
Það væri miður.“
Oddný sagði að ítarleg
sundurflokkun svaranna eftir
þjóðerni, markaðssvæðum,
þjóðfélagsstöðu, (kyni, aldri,
starfsstétt, menntun og tekj-
um) tilgangi og tegund ferðar
gerði það að verkum að allir
ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi í niðurstöðunum
hverju sinni. Það eru fyrst og
fremst aðilar og fyrirtæki í
ferðaþjónustu sem nýta sér
þessar upplýsingar en skýrslur
og niðurstöður eru sendar til
áskrifenda þrisvar á ári gegn
greiðslu.
„Þetta er fjárfrekt verkefhi
og við lítum á áskrift hags-
munaaðila sem stuðning í verki
við þetta nauðsynlega starf.
Okkar draumur er að gera
reglubundna könnun meðal
innlendra ferðamanna eins og
erlendra og kannanir meðal
einstakra markhópa og byggja
þannig upp ítarlegan gagna-
grunn sem getur komið ferða-
þjónustunni að gagni við mark-
aðssetningu, áætlanagerð og
skipulagningu.“
Oddný lauk B.S. prófi í
landafræði og kennsluréttinda-
námi frá HÍ. Síðan stundaði
hún nám við McGill háskóla í
Montreal og lauk þaðan MA
prófi en lokaritgerð hennar
fjallaði um efnahagsleg áhrif
ferðamanna. Oddný er í sam-
búð með Pétri Jónssyni arki-
tekt og eiga þau tvö börn. Utan
vinnutíma sinnir Oddný fjöl-
skyldu og áhugamálum en til
þeirra telur hún ferða-
mennsku, kvikmyndir og sam-
félagsmál ýmiss konar. SU
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
65