Frjáls verslun - 01.10.1998, Page 67
Frjáls verslun hefur fengið þau Pálma
Matthíasson, sóknarprest í Bústaðapresta-
kalli, og Hrefnu Olafsdóttur, félags- og
hjónabandsráðgjafa, til að Jjalla um þessi
mál. Að sögn Pálma Matthíassonar eru
vinnuveitendur ekki nægilega vakandi um
helgi hjónabandsins. Ekki sé nægilega
mikið tillit tekið til hjónabandsins ef maka
er ekki alltaf boðið með sé eitthvað um að
vera utan vinnutímans.
VINNUSTAÐAPARTÍ GILDIFYRIR TVO
„Mér finnst að vinnuveitendur eigi að
taka tillit til maka og fjölskyldu. Við þekkj-
um dæmi þess að þegar fólk er að
skemmta sér og verður góðglatt losni ýms-
ar hömlur. Þegar fólk hefur unnið að verk-
efnum lengi verður nálægðin og snerting-
in meiri en áður. Þá gleyma ýmsir ábyrgð
sinni og skyldum og stíga skref sem valda
sársauka síðar. Eg hef alltaf verið þeirrar
skoðunar að boð í vinnustaðapartí gildi fýr-
ir tvo þegar um par eða gift fólk er að ræða.
Annað er ógnun við hjónabandið,” segir
séra Pálmi.
Pálmi segir að fólk verði síðan að ráða
sjálft hvort það þiggi boðið fýrir hönd
makans. Þá sé ábyrgðin hjónanna en ekki
vinnustaðarins. Hann segist oft heyra í við-
ræðum við hjón að vinnustaðapartí fari í
taugarnar á makanum sem heima situr.
Ekki sé endilega um vantraust að ræða
heldur finnist viðkomandi að gengið sé
framhjá sér.
,,A Islandi er ekki borin nægilega mikil
virðing fyrir hjónabandinu. Það nægir að
nefna að Jjölskyldustefna stjórnvalda er
ekki hjónabandinu í hag. Það er Jjárhags-
lega hagkvæmara að vera í óvígðri sambúð
heldur en í hjónabandi.”
HREFNA ÓLAFSDÓTTIR HJÓNABANDS-
RÁÐGJAFI
Hrefna Ólafidóttir hjónabandsráðgjafi segir að reynslan sýni að framhjáhald tengist oft vinnu-
félögum eða sé á einhvern hátt í tengslum við vinnuna. Hún hvetur stjórnendur og starfs-
mannafélög til að bjóða mökum starfsmanna í vinnustaðateiti. Myndir: Kristín Bogadóttir.
Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi hefur
annast hjónabandsráðgjöf um nokkurt
skeið. Hún segir hjónabandið snúast um
tryggð og hvaða afstöðu fólk taki til
þess. Að sögn hennar verður framhjá-
hald oft í tengslum við vinnustaði því þar
sé fólk mest án maka. Fritimanum eyðir
fólk aftur á móti að mestu leyti með mak-
anum.
„Það er mjög mikilvægt að fólk fái að
vera einstaklingar í sambandinu auk þess
að vera hjón. Eg held að það sé samt ekki
gott fyrir sambönd að einstaklingarnir laki
eingöngu einir þátt í því skemmtanalífi
sem tengist vinnustaðnum. Það er ögrandi
fyrir samböndin. Það er þó mikilvægt að
geta farið einn út með vinunum öðru
hvoru,” segir Hrefna.
KAFFIOG PÖNNSUR
„Sumir eru ekki tilbúnir að takast á við
skyldur heimilisins auk álagsins í vinnunni
fyrir jólin. Þess vegna er það oft auðveld
lausn að segja að það sé partí framundan
og ágætt að láta sig hverfa. Sumir vinnu-
veitendur hafa þegar tekið á jólaglöggs-
vandanum til þess að hann eyðileggi ekki
jólin Jýrir fólki. Þeir bjóða í staðinn í annars
konar samkomur eins og með kaffi og
pönnukökum. Þá er mökunum boðið með.
KARLAR SEM KYNVERUR
„í vinnu fær fólk oft meira rými heldur en heima hjá sér og hefur betra tækifæri til
þess aö mynda tengsl á sínum eigin forsendum. Karlar leita oft eftir sambandi þar
sem litiö er á þá sem kynverur, óháð öllum öðrum hlutverkum. Oft vill karlinn stöðva
framhjáhaldssambandið þegar konan, sem hann heldur við, fer að gera kröfur.”
- Hrefna Ólafsdóttir hjónabandsráðgjafi
67