Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Að selja stjórnmálamenn Þótt auglýsingar séu nauðsynlegt hjálpartæki tíl að selja vörur og þjónustu sýna úrslit nýafstað- inna alþingiskosninga að auglýsingar ná ekki að selja stjórnmálamenn að neinu gagni. Það gera þeir fýrst og fremst sjálfir. Stjórnmálamaður, sem ekki er trúverðugur og yfirvegaður, með út- geislun og framkomu sem fellur fólki í geð, á erfitt uppdráttar. Aætlað er að flokkarnir hafi auglýst samtals fyrir um 60 tíl 70 milljónir í þess- ari kosningabaráttu. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin auglýstu mest en uppskera þeirra var í litlu samræmi við auglýsingamagnið. Ef- laust spyija markaðsmenn sig á móti hve mikið fylgi þessir flokk- ar hefðu fengið án auglýsinganna?! Menn fremur en málefni Stefnur stjórnmálaflokka eru orðnar keimlíkari en áður og sérstaða flokkanna því ekki eins skörp. Stærstu flokkarnir vilja allir frelsi í viðskiptum, markaðsbúskap, stöðugleika í atvinnulífinu, næga atvinnu, litla verðbólgu, öfluga samhjálp og lága skatta. I velferðarþjóðfélagi, eins og því íslenska — sem byggir á afar breiðri og drífandi millistétt — er mjög erfitt að boða róttækar breytíngar til að afla flokkum aukins fylgis. Þannig getur stjórnmálaforingi, sem boðar skattahækkun í sjón- varpi kvöldið fyrir kjördag, jafnvel þótt hann vilji eingöngu nota skattana sem tekjujöfnunartæki, afskrifað þegar í stað öll áform sín um sigurvímu að kvöldi kjördags. I dagsins önn heyja kjós- endur lífsbaráttuna á þann hátt að hver og einn stendur sjálfúm sér næstur! Þess vegna snúast kosningar íyrst og fremst um menn — minna um málefni. Um foringja fremur en flokka. Flokkur, sem ætlar sér að ná árangri í kosningum, verður að leggja höfuðáherslu á að tefla fram frambjóðendum og leiðtoga með trúverðuga og skemmtílega framkomu. Þetta er hinn blá- kaldi veruleiki, hvort sem mönnum líkar betur eða verr! Treystið mér! Ekki er nokkur vafi á að afgerandi sigur Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum, sá stærstí í aldarfjórðung, er að stórum hluta miklum vinsældum foringja hans, Davíðs Oddssonar, að þakka. Davíð nýtur fýlgis langt út fýrir raðir sjálfstæðismanna. I könnun fyrir kosningarnar kom fram að mikill meiri- hlutí þjóðarinnar vildi hafa hann áfram sem for- sætisráðherra, enda lagði hann á lokasprettí baráttunnar áherslu á að vera landsföðurlegur leiðtogi með mjög einfalda stefnu: Treystíð mér áfram fyrirgóðærinu! Þetta skilaði sínu. Halldór Ásgrímsson, foringi framsóknarmanna, gerði sjálfum sér mjög erfitt fyrir með Borgeyjarmál- inu. I stað þess að hneykslast á umfjölluninni átti hann að gefa nákvæmt svar um hver hlutur hans væri í fýr- irtækinu, segjast vera stoltur af eign sinni — og að helst vildi hann eiga meira í fyrirtækinu. Þar með hefði hann skrúfað fyr- ir umræðuna. Margrétí Frímannsdóttur, leiðtoga Samfylkingar- innar, vantaði mikinn sannfæringarkraft og hún kom alls ekki fram sem geislandi foringi nýs stjórnmálaafls sem væri eftír- sóknarvert. Hún var ekki nægilega drífandi og datt ofan í smá- atriði og prósentutal; nokkuð sem þvælist fyrir kjósendum. Samfylkingin saup seiðið af því þótt vissulega hafi hún fengið næstmesta fylgið, sem út af fyrir sig kann að vera gott. Þar á bæ voru hins vegar væntíngar um mun meira fylgi en raunin varð — enda var það mun meira snemma í kosningabaráttunni sam- kvæmt skoðanakönnunum. Ætía verður að Margrét segi af sér sem leiðtogi hópsins. Steingrímur J. Sigfússon, foringi vinstri- grænna, var hins vegar líflegur og sannfærandi við að selja gamla Alþýðubandalagið og hirtí fylgi af Samfylkingunni á loka- sprettínum. Sigur Steingríms er þó ekki meiri en svo að fylgi Samfylkingarinnar er þrisvar sinnum meira en vinstri-grænna. Sagt er að góð auglýsing byrji á góðri vöru. Kjósendur vilja engar „filmstjörnur" en þeir vilja stjórnmálamenn með persónu- töfra, sjálfstraust, eldmóð og hæfileika tíl að tjá sig; þeir vilja sterka leiðtoga. Jón G. Hauksson Stofinuð 1939 i WMvm Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár Sjöfn Páll Ásgeir Geir Ólafsson Kristin Ágústa Ragnars- Sigurgeirsdóttir Ásgeirsson Ijósmyndari Bogadóttir dóttir grafiskur auglýsingastjóri blaðamaður Ijósmyndari hönnuður RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir UTGEFANDI: Talnakönnun hf. ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti IAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 I 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.