Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Page 6

Frjáls verslun - 01.04.1999, Page 6
RITSTJÓRNARGREIN Að selja stjórnmálamenn Þótt auglýsingar séu nauðsynlegt hjálpartæki tíl að selja vörur og þjónustu sýna úrslit nýafstað- inna alþingiskosninga að auglýsingar ná ekki að selja stjórnmálamenn að neinu gagni. Það gera þeir fýrst og fremst sjálfir. Stjórnmálamaður, sem ekki er trúverðugur og yfirvegaður, með út- geislun og framkomu sem fellur fólki í geð, á erfitt uppdráttar. Aætlað er að flokkarnir hafi auglýst samtals fyrir um 60 tíl 70 milljónir í þess- ari kosningabaráttu. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin auglýstu mest en uppskera þeirra var í litlu samræmi við auglýsingamagnið. Ef- laust spyija markaðsmenn sig á móti hve mikið fylgi þessir flokk- ar hefðu fengið án auglýsinganna?! Menn fremur en málefni Stefnur stjórnmálaflokka eru orðnar keimlíkari en áður og sérstaða flokkanna því ekki eins skörp. Stærstu flokkarnir vilja allir frelsi í viðskiptum, markaðsbúskap, stöðugleika í atvinnulífinu, næga atvinnu, litla verðbólgu, öfluga samhjálp og lága skatta. I velferðarþjóðfélagi, eins og því íslenska — sem byggir á afar breiðri og drífandi millistétt — er mjög erfitt að boða róttækar breytíngar til að afla flokkum aukins fylgis. Þannig getur stjórnmálaforingi, sem boðar skattahækkun í sjón- varpi kvöldið fyrir kjördag, jafnvel þótt hann vilji eingöngu nota skattana sem tekjujöfnunartæki, afskrifað þegar í stað öll áform sín um sigurvímu að kvöldi kjördags. I dagsins önn heyja kjós- endur lífsbaráttuna á þann hátt að hver og einn stendur sjálfúm sér næstur! Þess vegna snúast kosningar íyrst og fremst um menn — minna um málefni. Um foringja fremur en flokka. Flokkur, sem ætlar sér að ná árangri í kosningum, verður að leggja höfuðáherslu á að tefla fram frambjóðendum og leiðtoga með trúverðuga og skemmtílega framkomu. Þetta er hinn blá- kaldi veruleiki, hvort sem mönnum líkar betur eða verr! Treystið mér! Ekki er nokkur vafi á að afgerandi sigur Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum, sá stærstí í aldarfjórðung, er að stórum hluta miklum vinsældum foringja hans, Davíðs Oddssonar, að þakka. Davíð nýtur fýlgis langt út fýrir raðir sjálfstæðismanna. I könnun fyrir kosningarnar kom fram að mikill meiri- hlutí þjóðarinnar vildi hafa hann áfram sem for- sætisráðherra, enda lagði hann á lokasprettí baráttunnar áherslu á að vera landsföðurlegur leiðtogi með mjög einfalda stefnu: Treystíð mér áfram fyrirgóðærinu! Þetta skilaði sínu. Halldór Ásgrímsson, foringi framsóknarmanna, gerði sjálfum sér mjög erfitt fyrir með Borgeyjarmál- inu. I stað þess að hneykslast á umfjölluninni átti hann að gefa nákvæmt svar um hver hlutur hans væri í fýr- irtækinu, segjast vera stoltur af eign sinni — og að helst vildi hann eiga meira í fyrirtækinu. Þar með hefði hann skrúfað fyr- ir umræðuna. Margrétí Frímannsdóttur, leiðtoga Samfylkingar- innar, vantaði mikinn sannfæringarkraft og hún kom alls ekki fram sem geislandi foringi nýs stjórnmálaafls sem væri eftír- sóknarvert. Hún var ekki nægilega drífandi og datt ofan í smá- atriði og prósentutal; nokkuð sem þvælist fyrir kjósendum. Samfylkingin saup seiðið af því þótt vissulega hafi hún fengið næstmesta fylgið, sem út af fyrir sig kann að vera gott. Þar á bæ voru hins vegar væntíngar um mun meira fylgi en raunin varð — enda var það mun meira snemma í kosningabaráttunni sam- kvæmt skoðanakönnunum. Ætía verður að Margrét segi af sér sem leiðtogi hópsins. Steingrímur J. Sigfússon, foringi vinstri- grænna, var hins vegar líflegur og sannfærandi við að selja gamla Alþýðubandalagið og hirtí fylgi af Samfylkingunni á loka- sprettínum. Sigur Steingríms er þó ekki meiri en svo að fylgi Samfylkingarinnar er þrisvar sinnum meira en vinstri-grænna. Sagt er að góð auglýsing byrji á góðri vöru. Kjósendur vilja engar „filmstjörnur" en þeir vilja stjórnmálamenn með persónu- töfra, sjálfstraust, eldmóð og hæfileika tíl að tjá sig; þeir vilja sterka leiðtoga. Jón G. Hauksson Stofinuð 1939 i WMvm Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 61. ár Sjöfn Páll Ásgeir Geir Ólafsson Kristin Ágústa Ragnars- Sigurgeirsdóttir Ásgeirsson Ijósmyndari Bogadóttir dóttir grafiskur auglýsingastjóri blaðamaður Ijósmyndari hönnuður RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir UTGEFANDI: Talnakönnun hf. ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti IAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 I 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.