Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 71
VIÐTAL
enn með húseiningaverksmiðjuna og
byggðum sjáliir einingarnar í húsið. Síðan
höfum við verið að færa út kvíarnar. Við
komum upp verslun í Hafnarfirði fyrir 6
árum og erum þar á 2000 fermetrum. Við
bættum svo við verslun í Kefla-
vík fyrir þremur
árum. Verslun í
Fossaleyni í Grafar-
vogi var opnuð í
fyrra. I fyrra kom svo
til yfirtaka á víðtækri
starfsemi austan
fjalls, á Selfossi og
Hvolsvelli, sem verið
hafði í eigu kaupfélag-
anna þar, og SG-húsa
og SG-búðarinnar.
Fyrir skömmu yfirtók-
um við starfsemi Bygg-
ingarvörudeildar KEA
á Akureyri, á Dalvík og
á Siglufirði. Samningar um þetta eru búnir
að standa yfir nokkuð lengi, með nokkrum
hléum þó, en svo var ákveðið að taka upp
þráðinn um áramótin síðustu og við áttum
ágætis viðræður og samninga sem enduðu
með því að norðanmenn ákváðu að ganga
til liðs við okkur. Við greiddum KEA með
20% hlut í Húsasmiðjunni. Svipaða leið fór-
um við í sambandi við fyrirtækin austan
fjalls. Arsvelta
» KEA-deildarinnar
hefur verið um
1100 milljónir og
austanfjallsfyrir-
tækjanna um 600
milljónir. Við
reiknum með að
ársvelta Húsa-
smiðjunnar að
loknu þessu
sameiningar-
ferli verði 6 til
6,5 milljarðar.
Bókfært eigið
fé félagsins var síð-
ustu áramót 1,4 milljarðar. Veltuaukning
síðustu tveggja ára varð samtals 57%.
Hagnaður eftír skatta á síðastliðnu ári nam
178 milljónum.
Til viðbótar því sem að framan var talið
höfum við svo komið upp miðlægum lager
í Holtagörðum sem þjónar öllum verslun-
unum. Allt byggist þetta á traustu, mið-
lægu tölvukerfi, sem færir allar upplýsing-
ar um hreyfingu á vörunni inn jafnóðum
og heldur utan um birgðir. Frá árinu 1996
höfum við byggt á Concorde-kerfi á Oracle
grunni og verið með það í þróun síðan. Það
var Hugur hf. sem setti þetta kerfi upp fyr-
ir okkur og hefur séð um alla þjónustu við
það. Reynsla okkar af því er mjög góð.
Var þessi öri vöxtur síðustu árin eitt-
hvað sem þið sáuð snemma fyrir ykkur?
Fyrirtæki hafa alltaf val um það hvernig
þau vilja þróast. Húsasmiðjan byrjaði sem
iðnfyrirtæki með tímburverslun sem hlið-
argrein. Við tókum síðan ákvörðun um að
einbeita okkur að versluninni, sérhæfa
okkur á því sviði og færa þar út kvíarnar en
hætta húsaframleiðslu. Þróunin hefur svo
stefnt hratt í áttína tíl aukinnar verkaskipt-
ingar og sérhæfingar alls staðar og við trú-
um því að þegar þessar hugmyndir höfðu
hlotíð almenna viðurkenningu, þá höfum
við einfaldlega verið réttir menn á réttum
tarfseml Húsasmlðlunnar.
Verslun viö Skútuvog
Verslun við Fossaleyni
Verslun í Hafnarfirði
Verslun í Keflavík
Verslun á Selfossi
Verslun á Hvolsvelli
Verslun á Akureyri
Verslun á Dalvík
Verslun á Siglufirði
HelmingseigníStoneflexíWales
Þessi er
allt í öllu
á skrifstofunni
Nashuatec D420
Stafræn Ijósritun gefur m.a.
■ Hámarks myndgæði
■ Innbyggða rafræna roðun
■ 600 dpi prentun á A3 og minna
■ Tengingu við tölvukost fyrirtækisins
■ Einfaldari vél
■ Fjölhæfari vél
■ Hljóðlátari vinnslu
■ Öfluga faxtengingu
Tölvuteng janleg
I jósritunarvél
Prentari
Faxtæki
nashuatec
71