Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 90
FÓLK
lendu hliðina. Síðan heyrir bókunardeildin,
þar sem sex manns vinna, undir mig.“
Flugleiðahótelin eru 22 samtals en eitt,
Flughótelið í Keflavík, bættist í hópinn um
síðustu áramót. Segja má að hótelin skiptist í
tvo flokka. I öðrum þeirra eru hótel sem eru
rekin allt árið, en það eru hótelin í Reykjavík
sem kennd eru við Loftleiðir og Esju, að við-
bættum hótelunum í Keflavík, á Höfn, Kirkju-
bæjarklaustri, Egilsstöðum og Flúðum. Á
vorin bætast síðan Eddu hótel um land allt í
hópinn. Um þessar mundir er háannatíminn
að hefjast og að sögn Draínar er útlitið mjög
gott.
„I sumar hafa bókanir aukist umtalsvert.
Almennt má segja að ferðamannatíminn sé
stöðugt að lengjast; nú er ekki lengur erfið-
leikum bundið að halda uppi góðri nýtingu á
hótelunum hérna í Reykjavík yfir veturinn,
nema í desember og janúar, en það gegnir
öðru máli um landsþyggðina. Það má segja
að mín ögrun í starfi felist í því að selja hótel-
in okkar úti á landi yfir veturinn líka.“
Milli áranna 1997 og 1998 jókst fjöldi er-
lendra ferðamanna sem komu til landsins um
15% en gistinóttum fjölgaði mun meira, eða
um 70%, milli þessara ára. Þeim fjölgaði úr
661 þúsundum í rúmlega 1,1 milljón. Mikið af
gistiiými er selt með löngum fyrirvara og yf-
irbókanir eru regla frekar en undantekning
en vanir menn vita nákvæmlega hve mikið
má yfirbóka til að nýtingin verði sem næst
100%.
Dröfii segir að upp úr miðjum júní séu
Flugleiðahótelin orðin þéttbókuð en á þess-
um markaði er mikil samkeppni.
„Við erum vel staðsett á Suðurlandi og
austur um en erum ekki með hótel á Vestur-
og Norðurlandi.“
Erlendir ferðamenn sem koma til landsins
á hveiju ári voru rúmlega 230 þúsund á síð-
asta ári svo óðum styttist í að þeir verði ár-
lega fleiri en íbúar landsins. Miðað við síð-
ustu tölur verður það árið 2000.
Dröfn lærði viðskiptafræði í Háskóla ís-
lands og útskrifaðist árið 1990. Fljótlega hóf
hún störf hjá Þórsbrunni, íyrirtæki sem ein-
beitti sér að útflutningi á íslensku vatni, og
starfaði þar sem rekstrarstjóri allt til þess að
hún tók við núverandi starfi í október 1998.
Dröfn er gift Bjarka Unnarssyni, fram-
leiðslustjóra hjá Islenskum sjávarafurðum,
og þau eiga eina dóttur, þriggja ára. Annar
erfingi er væntanlegur nú í maí.
„Við höfum stundað saman golf, göngu-
ferðir og fleira og það verða áfram okkar
áhugamál þótt ég sé auðvitað búin að ráð-
stafa fristundum mínum að fullu næsta hálfa
árið að minnsta kosti.“ 33
Dröfn Þórisdóttir, markaðsstjóri Flugleiðahótela, seldi vatn til útlanda áður en hún fór að
vinna í ferðaþjónustu. Hvort tveggja snýst um að selja ísland.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Dröfn Þórisdóttir,
Flugleiðahótelum
□ egar ég tók við þessu starfi hafði
ég aðeins kynnst hótelum sem
gestur. Mér finnst ferðaþjónust-
an ákaflega skemmtíleg atvinnugrein og
spennandi,“ segir Dröfn Þórisdóttir,
markaðsstjóri Flugleiðahótelanna.
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSS0N
„Mitt verksvið er að sjá um allt upplýs-
inga- og kynningarefni fyrir hótelin og
samræma nauðsynlega þættí í því svo að
hótelin komi fram sem ein heild.
Eg hefi einkum einbeitt mér að innan-
landsmarkaðnum en sölustjóri sér um er-
90