Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 44
Frá tökum á auglýsingu fyrir Sérkort Stöðvar 2.
Frá tökum á hundasleðaatriðinu í breska þættinum Reckless en þar fór að-
alleikarinn á hundasleða frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar; atriði sem
fór fyrir brjóstið á mörgum.
samvinnu við finnskt fyrirtæki, og rak það
í eitt og hálft ár en lokaði því síðan þar sem
það gekk ekki nógu vel og fyrirtækið halði
einfaldlega ekki fjárhagslegt úthald til að
halda rekstrinum áfram. En eftir sat dýr-
mæt reynsla."
Jón Þór keypti meðeigendur sína út úr
SAGA-FILM og rekur fyrirtækið nú einn.
„Mér finnst það að vissu leyti betra, þó að
gott sé að hafa góða meðeigendur. Eg
var með ákveðnar hug-
myndir um endurskipu-
lagningu og það að vera
einn eigandi gaf mér
frjálsari hendur til að
gera það sem ég álít fyrir-
tækinu fyrir bestu. En ég
sé ekki einn um rekstur-
inn, sem betur fer; mér við
hlið í fyrirtækinu er gott
fólk — framkvæmdastjór-
arnir mínir, Rúnar Hreins-
son, Agnes Johansen,
Hilmar Stefánsson — og
svo allir aðrir starfsmenn
mínir. Auk þess er stjórn
Saga Film vel mönnuð; í
henni eru þeir Gísli Baldur
Garðarson lögmaður og Kristján Jóhanns-
son lektor.“
Synir Jóns, þeir Lárus og Arni Þór,
vinna báðir hjá SAGA-FILM sem leikstjór-
ar og er greinilegt að Jóni þykir ekki verra
að hafa þá með sér. Eiginkona Jóns, Val-
gerður Lárusdóttir, hefur haldið sig til
hlés. Enda gegnir hún tveim störfum, er
hjúkrunarfræðingur að mennt og atvinnu
— en starfar einnig sem flugfreyja hjá
Flugleiðum.
Krísuvíkurleiðin Oft koma upp skemmti-
leg atvik og óvenjulegar óskir frá viðskipta-
vininum sem geta verið erfiðar í fram-
kvæmd, eins og dæmið í upphafi sýnir. „I
fyrra vorum við taka auglýsingamynd við
Skógarfoss — og í handritinu
átti maður að hjóla á línu
yfir fossinn. Þetta var nokkuð snúið enda
fossinn hár og áin breið en með hjálp
góðra manna tókst þetta. Svo var það atriði
sem orðið er frægt hér á landi þegar lækn-
ir nokkur í framhaldsmyndaflokknum
„Reckless" þurfti að komast í snarheitum
út á Keflavíkurflugvöll og notaði til þess
hundasleða og kajak. Þetta atriði hefur far-
ið fyrir brjóstið á mörgum íslendingum,“
segir Jón Þór og brosir. „Hann fór svo
sannarlega „Krísuvíkurleiðina" sá ágæti
maður.“
„fl prjónunum" SAGA-FILM hefur á
pijónunum stórframkvæmdir í samvinnu
við nokkra kvikmyndagerðamenn, ís-
lenska og erlenda, en það er bygging kvik-
myndavers eða þorps í Grafar-
vogi. Búið er að hanna það að
mestu og Jón Þór er bjartsýnn
á að þeim takist að hefja starf-
semi í nýju studíói á þessu ári.
Eins og sjá má af með-
fylgjandi teikningum er þetta
fullkomið kvikmyndaver og
mun það hýsa ýmsa starf-
semi og þjónustu sem teng-
ist kvkmyndagerð; tækja-
leigu, smíðastofu, leik-
myndadeild, búninga- og
leikmunadeild og margt
fleira. Grunnflatarmál
bygginganna er rúmlega
5.000 fermetrar og segir
Jón Þór vel hafa tekist til
með bæði staðsetningu og hönnun.
Að lokum er Jón Þór spurður að því
hvort hann taki sér nokkurn tímann frí.
,Jú,“ svarar hánn. „Eg held að ég kunni að
slaka á og einhvern veginn hefur mér tek-
ist að sannfæra sjálfan mig um að ég sé
ekki ómissandi, enda með margt gott fólk
með mér. Eg á ótal áhugamál og kemst
ekki yfir allt sem ég vil gera. Eg hef tekið
mér góð frí á milli og þá farið í burtu og
þótt auglýsingagerð og kvikmyndavinna
sé næstum botnlaus og vinnist á óvenjuleg-
um timum, þá er alltaí hægt að finna ein-
hveija stund til að slaka á. Við í ijölskyld-
unni höfum alltaf unnið mikið og lítum á
það sem eðlilegan og sjálfsagðan hlut.“ 121
James Bond í Lóninu
„Við höfum frá upphafi lagt okkur fram við að þjóna erlendum fyrirtækjum
sem hingað hafa viljað koma. James Bond myndin „A view to a kiil“ kom
okkur á kortið hjá erlendum kvikmyndafyrirtækjum.“
44