Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 76

Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 76
Horft inn í fundarherbergi á 2. hæð Sparisjóðs Kóþavogs. Loftið Úr fundarherberginu á 2. hœð Sparisjóðsins. Húsgögnin eru úr beyki og á er tekið niður og tengist veggnum umhverfis innanginn í salinn. gólfinu er mattlakkað beykiparket. lokað rými umhverfis þjónustufulltrúana, sem oft þurfa að ræða við viðskiptavini einslega um viðskipti þeirra. Lokaður veggur er að hluta til bak við þjónustufull- trúann en síðan er sandblásið gler notað til að loka rýmið af. Þetta skapar léttleika og úr verður það sem kallað er opið/lokað „landslag“. Starfsmenn Sparisjóðs Kópavogs eru rúmlega 30 talsins og er það mikil breyting ffá því hann tók til starfa árið 1956 með að- eins tvo starfsmenn. Sparisjóðsstjóri er HalldórJ. Arnason. Klassíski stíllinn hefur elst vel Undanfar- in tólf ár hefur Edda unnið mikið fýrir Skeljung hf. á Suðurlandsbraut 4. Hún seg- ist hafa teiknað þar innréttingar á fimmtu, sjöttu, sjöundu og áttundu hæð og nú síð- ast í tengslum við breytingar sem fylgdu í kjölfar þess að ákveðið var að byggja yfir svalir sem voru umhverfis efstu hæðina, en þar er mötuneyti starfsfólks, fundaað- staða og setustofa. Viðbótarrýmið, sem varð til með yfirbyggingunni, var nýtt til að stækka eldhús og mötuneyti. Gluggar eru á þrjár hliðar í matsalnum, enda útsýnið frábært svona hátt uppi, svo salurinn er bæði bjartur og fallegur. Edda segir okkur að fyrir tíu eða ellefu árum hafi hún breytt að hluta til 6. og 7. hæðinni í Skeljungshúsinu. „Þá markaði ég ákveðinn stíl, setti glerglugga fram á ganga og notaði mahóni í veggi og innrétt- ingar. Þessi stíll er klassískur og hefur elst vel. A 8. hæðinni hef ég hins vegar notað rauða eik. Línóleumdúkur er nú orðið á öll- um gólfum en áður höfðu verið notaðar teppaflísar. Starfsfólkið er ánægt með dúk- inn og reynslan af honum er góð.“ Edda bætir við að sá kostur sé líka við dúkinn að hægt sé að munstra hann á ýms- an hátt. Hún segist þó ekki nota þennan möguleika mikið en hafi þó lagt munstur á gólf Sparisjóðsins ffá anddyri og að af- greiðsluborðum og einnig er mynstur fyrir innan dyrnar að matsalnum hjá Skeljungi. „Eg set aldrei merki fyrirtækja í gólfin því mér finnst óvirðing að því að láta fólk ganga á merkjunum." éH mmmm Vandaðar og glæsilegar hurðir í vönduðu og glæsilegu húsi. HVALEYRARBRAUT 39 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 555 6900 FAX 555 6902 76

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.