Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 20
er þetta ekkert grundvallaratriði. Við höfum víða gengið inn í leigusamninga og síðan keypt húsnæðið ef hentug tækifæri hafa gefist.“ í dag á fjölskyldufyrirtækið samtals 15.000 fermetra af húsnæði. Stærst af því húsnæði, sem ekki er beinlínis notað undir verslanirnar, eru einingar sem eru leigðar út í Nóatúni 17 en einnig á fyrir- tækið húsnæði í Lækjargötu, Auðbrekku, Grensásvegi og Faxafeni. Hvar eru lieir nú? Uppbyggingin gekk þannig fyrir sig í stórum dráttum að árið 1973 bættist verslunin í Rofabæ við og síðan varð engin breyting lengi vel. Það var síðan árin 1988 til 1990 sem verslanirnar í Hamra- borg í Kópavogi, á Laugavegi 116 og í Mos- fellsbæ bættust við og verslanirnar við Furugrund og í Austurveri fylgdu fljótlega í kjölfarið ásamt verslun við Hringbraut í húsi sem lengi hefúr verið kallað JL-húsið. Alltaf var hið sama haft að leiðar- ljósi, varkárni og öryggi í uppbyggingu. Þegar Jón var að hefja sinn verslunarferil í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu var rekstrarumhverfið um margt mjög ólíkt því sem það er í dag. Innflutningshöft og skömmtun settu enn svip sinn á samfélagið og það var oft hart barist um kvóta í innflutningi á hinum og þessum tegundum. Einstaklingar, sem ráku sína einu hverfisverslun, voru áberandi í kaupmannastétt en keðjurnar sem settu sinn svip á Reykjavík voru verslanir Silla og Valda, sem héldu velli langt fram á áttunda áratuginn, verslanir Sláturfélags Suður- lands, sem voru 9 þegar þær voru flestar, og síðast en ekki síst verslanir KRON sem voru um alla Reykjavík og Kópavog. Allar þessar keðjur hafa lagt upp laupana af einni eða annari ástæðu. Tvær verslanir Nóatúns eru reknar í plássi þar sem Slát- urfélagsbúðir voru áður, þ.e. bæði á Laugavegi 116 og í Austur- veri, og þannig mætti lengi telja. Á níunda áratugnum, þegar óðaverðbólgan varð hvað mest, spruttu upp keðjur sem um tíma náðu talsverðu flugi og nægir að nefna nöfn eins og Kjötmiðstöðina, Kostakaup, Grundarkjör, Kaupstað, Miklagarð og Víði. í lok áratugarins urðu margar mat- vöruverslanir gjaldþrota og það dró dilk á eftir sér. „Þetta voru erfiðir tímar og margir voru hætt komnir aðrir en ir sem þrota. Þetta var eins og holskefla. Á þessum tima voru svo til allar matvöruverslanir bæjar- ins til sölu. Um svipað leyti og við keyptum Laugaveg 116 og Hamraborg voru okkur boðnar margar fleiri verslanir. Við hefðum getað sankað að okkur búðum á þessum tíma en við höfum alltafverið varkár,“ segir Jón. Vildi heldur selja húsið en missa búðina En var rekstur Nóatúns alltaf tryggur? „Það gekk nú misvel,“ segir Jón. „Rétt fyrir 1970 voru erfiðir tímar, fólk flutti úr landi til Svíþjóðar og Ástralíu og atvinnu- leysi var töluvert. Þá var svo komið að ég ákvað að selja íbúðarhús ljölskyldunnar til að geta haldið versluninni," segir Jón. „Oddný, kona mín, var nú ekki alveg ánægð með þetta, blessunin. Þetta var ágætt raðhús og börn- in voru orðin fimm. Ég sagði við hana að við gætum alltaf eignast annað hús en ef við misstum verslunina þá myndum við aldrei eignast aðra. Þetta gekk allt saman vel og við fengum leigt ágætt raðhús inni í Sundum af manni sem var að flytja til Svíþjóðar. Síðar byggðum við hús inni í Austurgerði sem við bjuggum í árum saman.“ Oddný Steinunn Sigurðardóttir, eiginkona Jóns, lést 1997, 63 ára að aldri. Jón hefur selt húsið í Austurgerðinu og flutt í nýja íbúð á fjórðu hæð við Skúlagötu þar sem sést út á Flóann. „Ég er svo nýfluttur hingað að ég hef ekki enn náð að átta mig á öllum aðstæðum. Mér finnst ágætt að fá mér gönguferð héðan inn í Nóatún og svo niður Laugaveginn með viðkomu á 116 og ganga svo inn eftír Skúlagötunni meðfram sjónum." Börnin limm Börnin eru fimm og hafa öll unnið í Nóatúnsbúð- unum meira og minna alla sína starfsævi og voru byijuð að raða í hillur og sendast um leið og þau höíðu aldur og þrek tíl. Elstur er Júlíus, fæddur 1956, verslunarstjóri í Mosfellsbæ, þá Sigrún Alda, verslunarstjóri í Rofabæ, síðan Rut, sem er skrifstofu- stjóri, þá Einar Örn, sem er framkvæmdastjóri, og Jón Þorsteinn, sem er markaðsstjóri Nóatúns. Það hefur verið misjafnt eftir árum hvernig verkaskiptíng hef- ur verið milli systkinanna og þau hafa deilt með sér verkum eftír því sem verslunum hefur fjölgað. „Undanfarin ár hefur yfirbygging í Nóatúni verið mjög lítíl og stjórnunarkostnaður með því lægsta sem þekkist. Við höfum skipt með okkur stöðum markaðs- stíóra, innkaupastjóra og gjaldkera. Þetta mun breytast með stofnun Kaupáss, því þá verður tíl nýtt skipurit sem orð- in var þörf á,“ segir Jón Þorsteinn í samtali við Fijálsa verslun. Júlíus fór beint í sloppinn eft- ir skyldunám en Einar og Rut tóku verslunarpróf, Sigrún varð kennari og Jón Þorsteinn er lærður matreiðslumaður. ,Ég er mjög ánægður með að þau skuli öll vinna hjá okkur,“ segir Jón. „Þeg- ar allt kemur tíl alls þá finnst flestum betra að vinna hjá sjálfúm sér.“ Teikning afskúrnum í Samtúni þarsem Jón Júlíusson hóf verslunarrekstur árið 1960. 7(j gekkall f msk ldu sinni F0RSÍÐUGREIN 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.