Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 36
MARKAÐSMÁL Sviðsvanir framkvæmdastjórar Það var athyglisvert hve ótrúlega sviðsvanir fram- kvæmdastjórar Hewlett Packard voru og hve auðvelt þeir áttu með að tjá sig í ræð- um sínum. Þeir gáfu þaulæíðum þátta- stjórnendum í sjónvarpi lítið eítir. Enda eru þeir þrautþjálfaðir í mannlegum samskipt- um og því að koma fram opinberlega. Stór hluti af starfi þeirra snýst enda um mann- leg samskipti. Þá var það ekki síður athygl- isvert hve óragir þeir voru við að bera sam- an samkeppnishæfni N-class miðlarans við vörur keppinautana á mið- og stórtölvu- markaðnum, eins og Sun og IBM, og stilla þeim samanburði sér í hag. Þeir sögðu stór orð, rökstuddu þau og sögðust standa við hvert þeirra — hvenær sem væri. Hérlend- is er ekki lenska að ijalla mikið um keppi- nautana, hvorki í auglýsingum né í öðrum kynningum. I Bandaríkjunum er svona samanburður hins vegar algengur. Þessi líflegi og skemmtilegi blaðamannafundur stóð í hálfa aðra klukkustund. Skilaboð komust til skila! flhersla á einkaviðtöl En dagskrá kynn- ingarinnar var ekki tæmd með þessum blaðamannafundi. Kynningardeild Hewlett Packard lagði geysilega áherslu á að koma á einkaviðtölum blaðamanna við einstaka framkvæmda- stjóra þannig að þeir næðu að spyrja þá beint. Öflugur fundur fyrir evrópska blaðamenn var síðan haldinn daginn eftir. Þeim fundi stýrði Peter van der Fluit, yfirmaður markaðs- mála Hew- lett Packard í Evrópu, Austurlönd- um nær og Afríku. Þar var farið mjög nákvæmlega ofan í sölu- og markaðsmál í Evrópu, stækkun mark- aða, nýtt umhverfi fyrirtækja vegna stór- aukinna rafrænna viðskipta og stóraukinna þarfa fyrirtækja á upplýsingatækni; ekki síst vegna Netsins. Því var komið til skila að það þyrfti hraðskreiðan og öruggan „bíl“ á nútíma hraðbrautum tölvukerfa — og sá „bíll“ væri N-miðlarinn; HP9000 N- Class, sem væri sá fyrsti sem hannaður væri fyrir nýja gerð örgjörva, LA64 frá Intel, sem HP-menn segja að eigi eftir að leggja undir sig tölvuheiminn. Kynning Hew- lett Packard á Wall Street var afar fag- leg, eins og búast mátti raunar við af bandarísku stórfyrir- tæki. Fagmenn á sviði markaðs- og kynningarmála hér á landi geta ýmislegt af henni lært. Sérstak- lega er sniðugt að fá öflugan og þekktan við- skiptavin til að taka þátt í leiknum með sér eins og Hewlett Packard gerði með því að fá New York Stock Exchange, Kauphöllina í New York, til liðs við sig. Skirskotunin til gæða vörunnar vegna eðli viðskiptavinarins gat vart orðið sýnilegri. Hollywood-aðferðirnar, þar sem saman fara tónlist, flugeldar og ljósadýrð, gera kynninguna bæði líflegri og skemmti- legri þótt eflaust eigi þær ekki upp á pall- borðið víða í Evrópu og þyki sjálfsagt ein- um of amerískar. aa hö/sl w hátneru 'hZum" neyra niá í ca„„ Fy um]0°l — ems oe Hollywood. Síðan steTJT^ œttuðum f™ f'amkv*mdastjóriHP aJsvm. ^ „Markaðsdrifnari en áður Peter van der Fluit, yfirmaður markaðsmála Hewlett Packard í Evrópu, segir að fyrirtækið sé markaðsdrifnara en áður — en sé þó fyrst og fremst árangurssinnað. □ að er mikill vaxtarbroddur í raf- rænum viðskiptum og samskipt- um fyrirtækja á milli svo og allri þeirri upplýsingatækni sem tengist Netinu — og samtengingu kerfa almennt um víða veröld. Þetta kallar á hraðvirkari og örugg- ari vélar og þess vegna komum við núna með HP9000 N-Classic miðlarann; hann mun slá í gegn og stórauka tekjur Hewlett Packard á næstu árum,“ segir Peter van der Fluit, yfirmaður markaðsmála Hewlett Packard í Evrópu, Austurlöndum nær og Afríku. Peter er Hollendingur en búsettur í Þýskalandi þar sem höfuðstöðvarnar í Evr- ópu eru. Peter segir að svo mikla áherslu leggi Hewlett Packard á markað rafrænna við- skipta og samskipta að slagorð þess sé núna: „The next E: E — servicers“. Þess má geta að E — service stendur fyrir elect- ronic eða rafræn viðskipti og samskipti. „Til að þetta geti gengið snuðrulaust fyrir sig þarf öfl- uga miðlara, þess vegna munu tekjur okkar af þessum hluta markaðarins vaxa mjög hratt.“ Um það hvort ímynd Hewlett Packard sé að breyt- ast segir hann svo vera. „Fyr- irtækið er tvímælalaust markaðsdrifnara en áður. Lengi vel hafði það orð á sér fyrir að vera verkfræðisinnað. Nú er lögð áhersla á báða þessa þætti; góðar tæknilegar Peter van der Fluit, yfirmaður markaðs- mála Hewlett Packard í Evróþu, Austurlöndum nœr og Afríku. lausnir og sölu. Vonandi höfum við þó núna fyrst og fremst orð á okkur fyrir að vera árangurssinnuð.“ Peter segir um fyrirtækjabraginn hjá Hewlett Packard að lagt sé upp úr að hafa lifandi og óþvingaðan vinnustað þar sem allir hafi það að markmiði að ná árangri. „Starfsmenn hafa ævinlega mjög góðan að- gang að okkur stjórnendum og þeir eiga líka að geta náð í okkur hvenær sem er — án hiks.“ Um það hvernig hann telji best að hvetja starfsmenn til að ná ár- angri í starfi segir hann að þeir þurfi að finna fyrir vel- gengni í starfi en sömuleiðis megi aldrei hætta að þjálfa þá. ,Auðvitað hafa laun alltaf eitthvað að segja en þau verða þá helst að vera árang- urstengd, til dæmis tengd sölu þar sem því verður við komið. Ekki má þó horfa fram hjá árangrinum af heild- arrekstrinum. Það er ekki nóg að selja; það þarf að vera hagnaður af sölunni." SO 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.