Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 72
Af mikilli framsýni keypti stofnandi Húsasmiðjunnar, frumkvöðullinn Snorri Jónsson, faðir Jóns, árið 1954 lóð þarsem síðar varð Skútuvogur. Nokkrar byggingar voru á lóðinni og þótti Snorra sjáljsagt að nýta þær með einhverjum hætti og kom hann sér þar upp hænsnabúi. Þar hófjón störfá unga aldri við eggjatínslu ogfóðrun hænsnanna. tíma á réttum stað. Trútt þessari stefnu seldi félagið í fyrra strax aftur mestan hluta sinn í SG-húsum á Selfossi sem það eign- aðist við sameiningu félaganna. Verslunar- reksturinn þar var hins vegar stórefldur og félagið hefur talið rétt að halda áfram þeirri öflugu timburvinnslu sem við höfum rek- ið, og vorum raunar frumkvöðlar að, og hefur sýnt sig að þjónar viðskiptavinum fé- lagsins vel. Að öðru leyti kappkostum við að gera framleiðslusamninga við innlenda fram- leiðendur um ýmsar söluvörur svo sem innréttingar, hurðir og fleira, þar sem eðli- leg verkaskipting næst á milli framleið- enda og markaðsfyrirtækisins. Við höfum mörg dæmi um árangursríkt samstarf og framleiðendur eru sífellt að átta sig betur á að verkaskipting getur borgað sig: Fram- leiðandinn einbeiti sér að framleiðslunni en láti söluaðilann um markaðssetning- una. Þegar Húsasmiðjan tók þá ákvörðun að leita nýrra markaða hér innanlands var með sama hætti ákveðið að nálgast þau fyr- irtæki sem náð höfðu árangri í sínum byggðarlögum og leita eftír kaupum eða samruna í stað þess að efna til dýrrar, og jafnvel langvinnrar, baráttu á litlum mörk- uðum. Þessi stefna hefur gengið bærilega eftir og í stað þess að stofna til gífurlegs kostnaðar hefur félagið fengið til liðs við sig nýja, áhugasama hluthafa og fjölmarga nýja og öfluga starfsmenn og getað nýtt það frumheijastarf og þá miklu reynslu sem hafði verið byggð upp á löngum tíma á hveijum stað. Um leið eflist félagið og og skilar ávinningi til viðskiptavinanna með aukinni þjónustu og lægra verði. Þess má geta að Húsasmiðjan setur upp sama verð í öllum verslunum sínum á landinu en þær verða verða níu talsins nú um miðjan maí. Það er, og hefur verið, mjög áhugavert verkefni að tengjast góðum fyrirtækjum, sem hafa starfað lengi og myndað sína menningu og sérkenni. Okkur hefur geng- ið vel með þetta þar sem við leggjum okk- ur fram um að bæta hvert annað og nýta það besta í fari hvert annars. Nýjasta verk- efnið okkar verður að stílla okkur saman við KEA, sem er rúmlega 100 ára gamalt fyrirtæki. I því félagi er mikil og dýrmæt reynsla, mark- aðsvild og saga, sem við viljum nýta okkur með j á k v æ ð u m hætti. Ég tel það heillavænlegt að okkur skyldi auðnast að ná samstarfsgrundvelli við þá. Þessar sameiningar hafa verið gerðar af styrkleika en ekki veikleika. Bæði fyrirtækin eru sterk, en sjá framtíð sinni betur borgið í fé- lagi. Hvernig mundirðu lýsa þínum stjórn- unarstíl? Við erum miklir valddreifingarsinnar hér í Húsasmiðjunni og ekki píramída- menn. Ætíi okkar stjórnunarstíll sé ekki fremur flatur? Aðalmálið er að tryggja sér gott starfsfólk. Verslanir okkar hafa á að skipa færum forystumönnum á hveijum stað og þeir bera alla ábyrgð á sínum rekstri og ráða miklu um hann. Abyrgð er vel útdeilt í fyrirtækinu og fólki treyst og hér ríkir góður samstarfsandi. Okkar fólk hefur mikinn metnað fyrir hönd fyrirtækis- ins og vinnur af öllum mætti að því að auka veg þess. Stefnumörkun er endurnýjuð reglulega og með formlegum hætti í fyrir- tækinu. Við leggjum ekki endilega alltaf áherslu á að vaxa. Megináherslan er yfir- leitt á því að bæta þjónustu og bæta rekst- ur. Áherslur eru svolítið mismunandi eftír stöðu hveiju sinni og tíðaranda. Skipulagið má ekki vera allt of skorðað, það verður að vera svigrúm fyrir þróun og örar breyting- ar. Drifkrafturinn í fyrirtækinu er starfs- fólkið og endanlega veltur gengi þess allt á dugnaði þess og starfmetnaði. Hvernig er stjórn fyrirtaeldsins háttað? Eins og áður sagði hefur þetta verið ijöl- skyldufyrirtæki og við bræðurnir, Sturla og ég, sitjum nú í stjórn þess. En eftir áður- nefnt samrunaferli hafa komið inn tveir fagráðnir stjórnarmenn og einn fulltrúi KEA Markmiðið er að fara með fyrirtækið á markað einhvern tímann mjög snemma á næsta árþúsundi og þessa stundina er ver- ið að leggja drög að þeirri vinnu. Hyggið þið á landvinninga eriendis? „Við höfum ekki talið ástæðu til þess hingað tíl, en höfúm augun opin fyrir við- skiptatækifærum sem kunna að bjóðast. Reyndar ^ eigum við helm- ingshlut í litlu fyr- irtæki í Wales sem framleiðir ut- anhússklæðning- ar. Það hefur 20 manns á að skipa og er með 300 millj- ón króna veltu. Þetta er klæðning úr glertreijum. Hún er markaðssett undir nafninu Stoneflex og er seld um allan heim og líkar vel. Við erum hins vegar í alls kon- ar samstarfi við aðila erlendis en á hvern veg það á eftír að þróast er ekki tímabært að slá föstu núna. Það er þó óhætt að segja að við höfum augun opin fyrir öllu, á heimamarkaði jafnt sem erlendis", segir Jón Snorrason, forstjóri stærstu bygginga- vöruverslunar landsins. m , Þtarfsmenn 365 Arsvelta 6.500 milljónir v„n Etgtðje ]_4oo milljónir Veltuaukning síðustu tveggja ára Hagnaður 199»■ 17Q ra 178 miUjómr eftir 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.