Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 82
""WWWu
BraBsæHBnsMBna
Góð umgengni felst meðal annars í því
að ganga rétt um allan búnað, ástunda
skipulagt viðhald á tækjum og gæta þess að
brunahólfun hússins sé ekki skemmd við
breytingar á húsnæðinu, til dæmis breyting-
ar á lögnum, Þessu tilheyrir einnig að hindra
aðgengi óviðkomandi um húsið, safna ekki
brennanlegu rusli og framfylgja reykinga-
banni utan sérmerktra svæða. Heppileg ráð-
stöfun er að fela ákveðnum starfsmanni að
sjá um þessi mál.
Brunahólfun er í raun mikilvægasti þátt-
ur brunavarna hvers fyrirtækis eftir að kvikn-
að er í. Með brunahólfun er átt við skiptingu
húsnæðis með milliveggjum og -gólfum sem
eru það eldtraust að slökkviliðinu sé gert
kleift að slökkva eldinn áður en hann nær að
breiðasttil annarra hluta hússins. Eftir bruna
er of algengt að sjá að eldurinn hefur breiðst
út um húsið meðfram lögnum sem ekki hef-
ur verið brunaþétt meðfram, um opnar eld-
varnarhurðir eða vegna þess að þéttingar
veggjanna upp við þak voru ekki í lagi, en
það er algengur hulinn galli í húsum. Allar
eldvarnarhurðir eiga einnig að vera sjálflok-
andi við bruna. Almennt má reikna með því
að allt sem er í brunahólfinu, þar sem kvikn-
ar í, eyðileggist í brunanum. Mesta stærð
brunahólfs er almennt 500 til 1000 fermetr-
ar eftir gerð húsnæðis og starfsemi.
Þegar ekki er hægt að koma við fullnægj-
andi brunahólfun, til dæmis vegna þess að
hún er fyrir eða truflar starfsemina í húsinu,
er hægt að leyfa stærri brunahólf með því að
bæta aðra þætti brunavarnanna. Hér er
einkum átt við að setja upp sjálfvirk viðvör-
unar- og slökkvikerfi.
Guðmundur Gunnarsson, yfirverkfræðingur hjá Brunamálastofnun, við öryggishurð.
Hjá hverjum
kviknar í?
Oöllum fyrirtækjum leynist eldhætta sem fyrr eða seinna getur valdið bruna.
Hvort eldurinn verði að óviðráðanlegu báli eða verði lítilfjörlegur án mikils
tjóns ræðst að miklu leyti af ákvörðunum stjórnenda fyrirtækisins. Ábyrgir
stjórnendur með framtíðarsýn ganga þannig frá öryggismálum fyrirtækisins að tjón
verði viðráðanlegt verði eldur laus meðan sá óábyrgi treystir því að „það kvikni
ekki í hjá mér" sem ætíð reynist fallvaltur trúnaður. Hafa ber í huga að meirihluti
fyrirtækja sem verður fyrir stórbruna nær sér ekki á strik aftur og er horfinn af
markaði innan fimm ára," segir Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur hjá Bruna-
málastofnun.
Viðvörunar- og slökkvikerfum er ætlað
tvíþætt hlutverk; annars vegar að gera vart
við bruna á byrjunarstigi og jafnframt það
hlutverk slökkvikerfanna að slökkva eldinn
áður en hann nær að breiðast út. Erlendar
tölur gefa til kynna að tjón í byggingum sem
varðar eru með úðakerfum séu um 10% af
tjóni í samskonar byggingu sem er óvarin. SQ
Brunavarnir eru þess vegna arðbær fjárfesting þegar til lengri tíma er litið. Góðar bruna-
varnir byggjast á virðingu fyrir þeirri höfuðskepnu sem eldurinn er og má segja að eftirfarandi
þrjú atriði séu lykillinn að þeim:
1. Góð umgengni
2. Brunahólfun
3. Viðvörunar- og slökkvikerfi
Brunamálastofnun ríkisins
Laugavegi 59
101 Reykjavík
Simi: 552 5350
Fax: 552 5413
82
immnm'imm