Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 63
vara og þá skipti örugg þjónusta miklu
máli. „Við ætlum okkur að bjóða upp á
óaðfinnalega þjónustu og við teljum okkur
hafa aðstöðu til þess þar sem við höfum
góð sambönd, bæði við flugfélög, og alls
konar bókunaraðila erlendis og auk þess
sem við höfum aðgang að öllum upplýs-
ingum sem ferðamaðurinn þarf á að halda
erum við samstarfsaðilar VISA, American
Express og Carlson Wagonlit."
Helsta nýjung í starfi Ferðaskrifstofu
íslands - Viðskiptaferða er að starfsmenn
munu ekki vinna að öðrum ferðaverkefn-
um en viðskiptaferðum. Auðvelt verður að
ná sambandi við þá hvenær ársins sem er
því árstíðabundnar ferðasveiflur koma
ekki til með að hafa áhrif á starfsemina.
Einnig geta fastir viðskiptavinir deildar-
innar notið símaþjónustu hennar allan sól-
arhringinn ef skipuleggja þarf viðskipta-
ferð með skömmum fyrirvara. Ferðagögn
verða síðan send beint til viðskiptavina.
Úr viðskiþtaferðadeildinni.
„Viðskiptaferðir hafa mikið breyst
mikið með tilkomu hinna svokölluðu við-
skiptafargjalda. Ekki er lengur eftirsóknar-
vert að halda fólki í útlöndum til að lækka
fargjald því við það kemur annar kostnað-
ur á móti. Hins vegar getur viðskiptaaðil-
inn að sjálfsögðu valið þann ferðamáta
sem hann óskar sjálfur. Við munum aðeins
benda honum á hagkvæmasta kostinn
hverju sinni og hann á að geta treyst því
að rétt sé." S3
FERÐASKRl FSTQFA 1SLANDS
VIÐSKIPTAFERÐIR
Lágmúla 4 • Reykjavík
Sími: 562 3300 • Fax: 562 5895
Starfsmenn í ráðstefnudeild.
/
Feröaskrifctofa Islands - Rádstefnudeild:
Skipuleggur jafnt litla
fundi sem risaráðstefnur
erðaskrifstofa íslands hefur rekið ráðstefnudeild í yfir 25 ár að
sögn Láru B. Pétursdóttur, forstöðumanns deildarinnar. Yfir 95%
viðskiptavina FÍ voru innlendir aðilar sem ætluðu sér að halda
ráðstefnur með innlendri jafnt sem erlendri þátttöku. Ráðstefnudeild Úr-
vals-Útsýnar sinnti þessum þætti einnig en þó fremur ráðstefnuundir-
búningi fyrir erlenda aðila sem vildu halda ráðstefnur á íslands.
Með sameiningu deildanna tveggja undir heitinu
Ferðaskrifstofa íslands - Ráðstefnur færist ráðstefnu-
haldið undir einn hatt. Þar með stækkar deildin og mark-
hópur hennar verulega og starfsemin verður öflugri.
Ráðstefnudeildin tekur að sér allt frá litlum fundum
eða námskeiðum upp í allra stærstu ráðstefnur sem
hægt er að halda hér á landi, að sögn Láru. „Einu tak-
mörkin sem okkur eru sett eru húsnæði, gisti- og
fundaaðstaða. Stærsta ráðstefnan sem við höfum
skipulagt er 1250 manna norrænt lögfræðingaþing,
og síðan Norðurlandaþingin, sem haldin eru hér á
fimm ára fresti. Þegar er hafin skipulagning þingsins
árið 2000, en lengd undirbúningstíma hverrar ráð-
stefnu fer eftir eðli hennar og er allt frá nokkrum vik-
um, ef um lítinn fund er að ræða, upp í 2-3 ár ef
skipuleggja á fjölmenna alþjóðaráðstefnu.
Við sérhæfum okkur í fundum og ráðstefnum og
viðskiptavinir okkar eru alls staðar. Við erum tilbú-
in til að taka að okkur alþjóðlegar, evrópskar og
norrænar ráðstefnur í hvaða geira sem er ásamt
því að skipuleggja bæði fundi og ráðstefnur fyrir
íslensk fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, jafnt
aðalfundi sem málþing," segir Lára.
Uralt Pétursdóttir, detld-
ayjon raðstefnudeildar
FerðasknMofu íslands.
FFRÐASKR/psiOfW tSLANDS I
Raðstefnur
JllllHMIIMIIlllllft
63