Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 34
MARKAÐSMÁL Hvemig HP hynnli NYJA N-miðlarann Hvernig eiga fyrirtœki að kynna nýjar / vörur? I Bandaríkjunum kynna fyrirtæki þær yfirleitt sem „sögulegan atburð“ og gildir þá einu hvort varan er tölva, bók, bíll, kjóll eóa skór. Frjáls verslun var á dögunum á Wall Street í New York í boði Hewlett Packard þar sem fyrirtœkið kynnti nýjan N-miólara sinn. Kynningin var úthugsuð og vel útfæró — og afhenni erýmislegt hægt að læra. Hewlett Packard setti einn helsta við- skiþtavin sinn, Kauþhöllina í New York, á oddinn í kynningu sinni. Það var snjallt. Vart var hægt að skírskota á augljósari hátt til eðli vörunnar. Flugeldar, tónlist og Ijósadýrð á ameríska vísu gleymd- ust auðvitað ekki; Hollywood-að- ferðirnar voru á sínum stað! Oþin kerfi eru með umboð fyrir Hewlett / Packard á Islandi. TEXTI: Jón G. Hauksson Þetta er hann, nýi HP9000 N-Class miðlarinn. □ að varð frægt fyrir nokkrum árum þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra var fenginn til að opna fyrsta McDon- ald's-staðinn á íslandi. Sennilega hefur enginn biti verið myndaður eins mikið á íslandi — og fengið eins mikla umfjöllun — og sá sem Davíð gæddi sér á við opnun staðarins. Úr urðu mikl- ar vangaveltur um það hvort forsætisráðherra ætti að opna nýjan McDonald's stað. Sitt sýndist hverjum. Það sem upp úr stóð var hins vegar að það fór ekki fram hjá neinum að þessi fræga skyndi- bitakeðja var komin til landsins. En hvort heldur að um er að ræða opnun nýs McDonald's-staðar á íslandi, skóflustungu að nýju skrifstofuhúsi, gangsetningu nýrrar prentvélar eða kynningu á nýj- um bíl eða bók þá fara stjórnendur fyrirtækja nákvæmlega yfir það með markaðsmönnum sínum og ímyndafræðingum hvernig eigi að kynna nýja vöru og þjónustu. Kauphöllin var pungamiðjan Þess vegna var það bæði skemmti- legt og lærdómsríkt að sjá hvernig bandaríska tölvufyrirtækið Hewlett Pacard kynnti nýjasta tromp sitt, N-miðlarann; HP9000 N- Class. Hvert einast smáatriði var þaulhugsað. New York Stock Exchange, Kauphöllin i New York, var sett í sviðsljósið. Hún reyndist þungamiðjan í kynningunni og það var snjallt. Kauphöllin notar tölvukerfi frá HP og ætlar að taka hinn nýja N-miðlara í gagn- ið sem fyrst. Skilaboðin með þessu til markaðarins voru afar skýr: Fyrst fyrirtæki eins og Kauphöllin í New York, þar sem yfir 1 millj- arður hluta í öllum virtustu fyrirtækjum heims skiptir um hendur á hveijum degi — en reiknað er með því að sú tala verði komin í 8 milljarða í lok næsta árs — og um 2 þúsund boð berast á hverri sekúndu, þá hlýtur hinn nýi miðlari að hafa eitthvað til brunns að bera hvað hraða og öryggi snertir. „Kraftmikíll bíll“ Líkja má N-Class miðlaranum við nýjan og kraftmikinn bíl þar sem hægt er að skipta um vél — örgjörva — með nánst einu handtaki. HP-menn leggja sérstaka áherslu á að HP9000 N-Class miðlarinn sé sá fyrsti sem hannaður er fyrir nýja gerð örgjörva, IA64 frá Intel, sem þeir fullyrða að eigi eftir að leggja undir sig tölvuheiminn vegna verðs og gæða. Búist er við að fyrsti 64 bita Intel-örgjörvinn, Merced, verði tilbúinn á næsta ári og þar á eftir komi svonefndur McKinley 64 bita örgjörvi. Örgjörvinn, sem núna er í N-Class, er af gerðinni PA-8500. En skilaboðin eru þessi; kauptu N-miðlarann og skiptu síðan yfir í kraftmeiri örgjörva eftir hentugleikum í framtíðinni. En hvers vegna stóra, hraðvirka og aflmikla miðlara? Jú, viðskiptaumhverfið hefur gjörbreyst með Netinu og fyrirsjáanleg er stökkbreyting í rafrænum viðskiptum sem og aukin þörf fyrirtækja á að koma sér upp hraðvirkari og öfl- ugri upplýsingatækni. Rætt er um byltingu fremur en breytingu í þessum efnum á næstu árum. Móttaka I New York Stock Exchange Kynning Hewlett Packard á N-Class miðlaranum var með þeim hætti að fyrirtækið bauð blaða- mönnum víða að til New York dagana 12. til 14. apríl til að verða vitni að sögulegum atburði. Móttakan fór ekki fram á hótelinu heldur í sjálfri Kauphöllinni, New York Stock Exchange, skömmu eftir lokun hennar mánudaginn 12. febrúar. Það var spennandi. Þegar komið var að Kauphöllinni á Wall Street blöstu við risastór- ir borðar utan á henni með merkjum fyrirtækjanna beggja. Þeir voru lýstir upp af kröftugum ljóskösturum. Auk þess voru rauðir dreglar við innganginn og kvikmyndatökumenn sem mynduðu gesti koma til fagnaðarins; hanastéls sem haldið var úti á miðju við- skiptagólfi Kauphallarinnar. Veisluföng voru fram borin innan um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.