Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 89
FOLK
erkefni Sigríðar Sig-
urðardóttur er mjög
affnarkað og sérstætt
því hún hefur nýlega tekið til
starfa sem framkvæmdastjóri
Expo 2000. Það þýðir að hún
hefur umsjón með þátttöku
Islands í heimssýningunni
sem verður opnuð í
Hannover í Þýskalandi 1. júní
árið 2000 en yfirumsjón verk-
efnisins er í höndum Sverris
Hauks Gunnlaugssonar,
ráðuneytisstjóra.
„Þetta er gríðarlega viða-
mikið verkefni og eflaust
hefðum við átt að vera byrjuð
að undirbúa það fyrr. En þetta
er þekktur siður í íslensku at-
vinnulífi og okkur gengur
ágætlega," segir Sigríður.
Ríkisstjórnin hefur ákveð-
ið að veita 200 milljónum á
fjárlögum sérstaklega til
verkefnisins en heildarkostn-
aður er áætlaður um 260
milljónir. Að sögn Sigríðar er
reiknað með að um 60 millj-
ónir fáist með þátttöku ein-
stakra fýrirtækja í sýningunni
sjálfri en um þessar mundir
er verið að vinna að því að út-
færa endanlega hugmyndir
um slíka þátttöku og verða
þær kynntar fýrirtækjum.
Síðast var haldin heims-
sýning í Portúgal árið 1998
og vakti þátttaka íslands þá
nokkra athygli og fékk tals-
vert lof. Sigríður segir að
mikill áhugi sé á þátttökunni í
Expo 2000 og jákvæð við-
brögð gagnvart henni, bæði
af hálfú stjórnvalda og einka-
aðila. Það sem gerir þátttöku
íslands sérstaka að þessu
sinni er að í fýrsta sinn mun
verða byggður sérstakur sýn-
ingarskáli fyrir ísland. Hér
eru um mjög sérstæða bygg-
ingu að ræða sem er 23x23
metrar að grunnfleti og 20
metrar á hæð. Húsið er klætt
utan með þunnu gerviefni,
bláu að lit og niður glugga-
lausa veggina mun renna
vatn í stríðum straumum. Inn-
andyra verður vatn og geta
mmmmmammmmmmm
Sigríður Sigurðardóttir er framkvœmdastjóri Exþo 2000. Hún lœrði arkitektúr í Þýskalandi.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Sigríður Sigurðar-
dóttir, EXPÓ 2
vinna af þessu tagi finnst mér
afskaplega skemmtileg.“
Sigríður er lærður arkitekt
frá háskólanum í Karlsruhe
en bætti við sig viðskipta- og
rekstrarhagfræði við endur-
menntunardeild HI. Hún
starfaði áður hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins og
Hömlum, eignarhaldsfélagi
Ktndsbankans. Hún er gift
Bjarna Þór Gunnlaugssyni,
raftæknifræðingi hjá Reykja-
felli, og þau eiga tvö börn, 7
og 4 ára.
„Þegar tómstundir gefast
þá gríp ég í að lesa góðar
bækur. Það er mitt áhuga-
mál.“ 50
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSS0N
sýningargestir virt fýrir sér
kvikmynd sem sýnd verður á
botni vatnsins. Við þessa
sögu koma einnig sérstæðir
hlutir eins og nöfn 700 þús-
und Islendinga, myndir úr
fjölskyldualbúmum venjulegs
fólks og sitthvað fleira.
„Imyndin sem við viljum
koma á framfæri snýst um
hreinleika íslenskrar náttúru
og þá sérstæðu eiginleika
sem smáþjóð býr yfir.
Að mínu mati er þetta gríð-
arlega gott tækifæri og frá-
bær landkynning. Það er
reiknað með að 40 milljónir
gesta komi til Hannover þá
mánuði sem sýningin stend-
ur yfir. I tengslum við þetta
verða haldnir sérstakir menn-
ingardagar þar sem íslenskri
menningu verður tryggður
sérstakur sess. 17. júní verð-
ur á þeim tíma sem sýningin
stendur, samnorrænn dagur
er skipulagður 21. júní og sér-
stakur þjóðardagur Islands
verður svo 30. ágúst.“
Expo 2000 hefur opnað
skrifstofu á Hólmaslóð 4 þar
sem Sigríður og samstarfs-
menn hennar hafa bæki-
stöðvar, þar með talinn Árni
Páll Jóhannsson sýningar-
hönnuður, sem hannaði sýn-
ingarskálann að utan og inn-
an.
„Þetta er skipulagsvinna,
fyrst og fremst, verkefna-
89