Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 60
En var hagnaður af rekstri OZ á síðasta
ári eða á fyrsta fjórðungi þessa árs?
„Það var ekki hagnaður af rekstrinum á
síðasta ári og það hefur ekki verið stefnt
að því að reka fyrirtækið með hagnaði,"
segir Skúli Mogensen.
„Þetta er eitt af því í rekstri okkar sem
fólk á erfitt með að skilja; hvernig hægt sé
að reka og byggja upp fyrirtæki án þess að
hafa að markmiði að skila hagnaði. Hagn-
aður af daglegum rekstri er skammtíma-
sjónarmið. Við teljum mun mikilvægara að
ná í markaðshlutdeild, ná í samstarfsaðila
og halda áfram að þróa tæknina."
Guðjón bendir á að miðað við stöðuna í
dag væri auðvelt að endurskipuleggja fyr-
irtækið þannig að það færi að skila hagn-
aði en það hefði stöðnun í för með sér.
„Við höfum aðra sýn fyrir OZ til fram-
tíðar litið og höldum því uppbyggingunni
áfram. Auðvitað er það síðan langtíma-
markmið að fyrirtækið skili góðum hagn-
aði en það er hluti af stærri mynd.“
OZ hefur þá sérstöðu á íslenskum
markaði að vera í rauninni amerískt fyrir-
tæki, skráð í Bandaríkjunum með útibú á
Islandi og í Svíþjóð. Fyrirtækið er samt að
miklum meirihluta í eigu Islendinga þar
sem Guðjón og Skúli eiga meira en 60% í
þvi enn. 10% eru í eigu starfsfólks, ýmsir
áhættuflárfestar í Japan, Ameríku og Asíu
Eitt mikilvœgasta verkefni OZ.COM er samstarfssamningur þeirra við
Ericsson símafyrirtœkið en með því samstarfi hyggst OZ.COM kom-
ast inn á heimsmarkað í nútímasamskiþtum. Harry Hákonsson er
framkvœmdastjóri fyrir hönd Ericsson í samstarfinu við lslend-
ingana og hann segir að allt gangi samkvæmt áœtlun.
„Þetta var líka sagt um netfyrirtækin 1996 og 1997
og 1998 og er enn sagt. Flest Internetfyrirtæki hafa
haldið áfram að vaxa. Netið gefur fyrirtækjum ótak-
markaða möguleika á beinu sambandi við viðskipta-
vini og það mun vaxa áfram. „E-commerce“ er að
verða að veruleika, hvort sem mönnum líkar eða
ekki. Eg hef miklu meiri áhyggjur af gengi hefðbund-
inna fyrirtækja í hinum hefðbundna heimi sem eru
ekki að nýta sér þá möguleika sem netið býður upp á;
þessi fyrirtæki munu verða undir í samkeppninni," seg-
ir Skúli.
„Þróunin endurspeglast kannski best í því að nýlega
keypti eBay, sem er stærsta uppboðsfyrirtækið á netinu, hið
gamalgróna og virðulega uppboðsfyrirtæki Butterfield&Butt-
erfield fyrir 250 milljónir dollara. eBay var stofnað 1995 en er orðið
23 billjón dollara virði.“
Þessi skýringarmynd sýnir hvernig iPulse
tengir saman alla þá sam-
skiþtahætti sem nú-
tímamanninum
eru nauð-
synlegir.
r 1
;< 32 r 1 * i
K Á
60