Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 69
VIÐTAL úr Rauðasandshreppi til Reykjavíkur og lærði trésmíði. Mikill uppgangur var í húsasmíðum í höfuðborginni á fyrstu ára- tugum aldarinnar, en eins og jafnan komu slök tímabil inn á milli. Ungi maðurinn, Olafúr Olafsson, brá þá á það ráð að kaupa sér nokkur reiðhjól og leigja út ungu fólki sem komast vildi út fyrir bæjarmörkin. Meðan hann beið eftir leigutökum sínum notaði hann tímann til að rétta nagla. Svo óx kaupmáttur unga fólksins og innan skamms varð reiðhjólaleigan að reiðhjóla- versluninni „Fálkanum". Ahugamál afkom- enda hans birtust svo í hljómplötudeild og fyrsta hljóðveri landsins og sérhæfðri verslun fyrir vélar og tæki. Nú er „Fálkinn" alhliða fyrirtæki fyrir reiðhjól og hverskon- ar sport- og heimilisvörur auk sérhæfðrar deildar fyrir véla og raftæknivörur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki vaxið í ýmsar áttir eftír áhugamálum eigendanna og tíðarand- anum hverju sinni og tækifærunum sem bjóðast. Úr framleiðslu í verslun Ofangreind dæmi rifjuðust upp þegar tíðindamaður Frjálsrar verslunar hitti að máli Jón Snorrason í Húsasmiðjunni og spurði hvenær fyrirtækið hefði verið stofnað. En Jón Snorrason, framkvœmdastjóri Húsasmiðjunnar, stœrstu byggingavöruverslunar landsins. Fyrirtœkið hejur stœkkað hratt á síðustu árum. Fyrir jjórtán árum, árið 1985, voru starfs- menn þess um 50 talsins; núna eru þeir orðnir 365. Hagnaður eftir skatta á síðasta ári nam um 178 milljónum króna. Jón ermeð verslunarþróf'frá Verslunarskólanum og framhaldsnám í viðskiþtum og tungumálum frá Cambridge í Englandi. FV-myndir: Geir Ólafsson. vöruverslun landsins. markaðsvildar og sögu. þá varð fátt um svör. Jón taldi öll tormerki á að nefna eitthvert ákveðið ártal, hvað þá dagsetningu. Faðir hans, Snorri Halldór- son, var bóndasonur vestan úr Magnús- skógum í Dalasýslu, fæddur í torfbæ þar árið 1911, og hafði snemma sýnt viðskipta- áhuga með þvf að versla með fé á fæti. Hann hafði svo drifið sig til höfuðborgar- innar á kreppuárunum þar sem hann lærði húsasmíði hjá Ólafi Þorsteinssyni. Af ýmsum stórhýsum sem Snorri byggði má nefna Þjóðminjasafnið, Háskólabíó og íþróttahús Háskólans. Að loknu stríði var tekin upp allsheijar skömmtun og Fjár- hagsráð úthlutaði öllum gæðum eftír póli- tískum skiptareglum. Hvers konar fram- kvæmdir, smáar eða stórar, þurftu að fá blessun þessa ráðs eða annarra opinberra stofnana, og allur innflutningur var settur í kvóta sem einkum tók mið af fyrri mark- aðshlutdeild. Það var lægð í húsbygging- um og Snorri hóf bátasmíði í stóra flug- skýlinu í Vatnagörðum. Ut á þá starfsemi fékk hann smáinnflutningskvóta fyrir timbri. Meðfram smíðastöðinni seldi hann tímbur í umboðssölu fyrir Völund. Framan af voru helstu verkefni fyrirtækisins á sviði húsbygginga og þær voru raunar snar þáttur í starfseminni allt til 1986. A þeim tíma hafði Snorri og fyrirtækið byggt yfir 1000 hús og mannvirki um allt land. En þá var verslunarstarfsemin orðin svo umfangsmikil og byggingarstarfsemin far- in að skarast svo mikið við starfsemi við- skiptavina hennar að ákveðið var að draga sig út úr húsbyggingum og snúa sér ein- göngu að verslun með byggingarvörur. Snorri rak fyrirtækið í fyrstu í eigin nafni og líklega hófst starfsemi Húsasmiðjunn- ar með byggingu stórs skála fyrir Aburð- arverksmiðjuna, sem byggður var úr ein- ingum sem síðan voru reistar á staðnum. 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.