Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 8

Fregnir - 01.03.2004, Qupperneq 8
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða á skrifstofur Fastanefndarinnar. Mjög áhugavert var að upplifa hvemig alþjóðlegur leiðtogafundur fer fram og fylgjast með dagskxánni. I lok fundarins var samþykkt yfirlýsing fundarins (Declaration of Principles) og drög að framkvæmdaáætlun (Plan of Action) um að tengja saman heiminn og brúa stafrænu gjána (digital divide) milli þróaðra ríkja og þróunarríkja. Leiðtogafundurinn um upplýsingasamfélagið er skipulagður í tveim hlutum og verður seinni hlutinn haldinn í Túnis dagana 16.-18. nóvember 2005. 1 tengslum við leiðtogafundinn var haldin veggspjaldasamkeppni um allan heim meðal 9-19 ára nemenda. Á sýningarsvæðinu var vinningsframlag hvers land sýnt og voru nokkrar myndir eftir íslensk böm þar á meðal og hlaut a.m.k. ein þeirra verðlaun. Þórdís T. Þórarinsdóttir Helstu heimildir ogfrekari upplýsingar um leiðtogafundinn: WSIS: http://www.itu.int/wsis/ WSIS (Upplýsingar á íslensku): http://www.un.dk/icelandic/WSIS/main.htm. WSIS: http://ifla.org/III/wsis.html WSIS - Poster Competition: http://www.itu.int/wsis/ecard/index.asp71a Að skapa almenningi unaðsreit - Almenningsbókasöfn á 21. öld Creating Public Paradise - Building Public Libraries in the 21 st Century I tilefni af því að Hollendingar fara með formennsku í Evrópuráðinu frá október 2003 til apríl 2004 buðu þeir fulltrúum frá hverju Evrópulandanna til ráðstefnu í Haag um húsnæði og skipulag almenningsbókasafna dagana 18. og 19. mars síðastliðinn. Laug- ardaginn 20. mars var svo boðið upp á kynnisferð til Rotterdam til að skoða bókasöfn. Héðan frá Islandi var boðið einum fúlltrúa frá Menntamálaráðuneytinu og for- manni Upplýsingar. Fulltrúi ráðuneytisins tók ekki boðinu svo gjaldkeri Upplýsingar, Lilja Ólafsdóttir, sótti ráðstefnuna. Ráðstefnan var alfarið í boði Hollendinga nema hvað varðaði ferðir. Til leiks vom alls skráðir 111, þar af 45 frá Hollandi. Fimmtudaginn 18. mars var ráðstefnan í utanríkisráðuneytinu í Hag. Þar er full- kominn fundarsalur til að halda evrópskar ráðstefnur stjómmálamanna og aðstaða hin besta. Öryggismálunum var vel sinnt og þátttakendur þurftu að sýna skilríki við skrán- inguna. Fyrsta fyrirlesturinn eftir opnunarræðumar hélt Hollendingurinn Michaél Zeeman sem talaði um almenningsbókasöfn í Evrópu sem hann taldi mikilvæg og kæmu sem samkomustaður í stað kirkna og markaðstorga. Æskilegt væri að bókasöfnin opnuðu ýmsum viðburðum dyr sínar, s.s. upplestri og leikhúsi. Næst talaði Bretinn Ken Worpole um bókasafnsbyggingar á tímum símenntunar. Worpole hefur m.a. gert umfangsmikla könnun á notkun almenningsbókasafna í Bret- landi og bók hans Better Public Libraries (sjá www.Worpole.dircon.co.uk) var gefm út á síðastliðnu ári. I erindi sínu lagði hann áherslu á almenningsbókasöfn sem unaðs- reit fyrir almenning. Taldi hann markvissa hönnun bókasafnsbygginga mjög mikil- væga þannig að þau hentuðu starfseminni. Hann var ómyrkur í máli gagnvart arki- tektum og lagði áherslu á að skapa yrði þeim stífan ramma til að vinna eftir þannig að þarfir notenda safnanna væru í fyrirrúmi. Koma yrði í veg fyrir að arkitektar hönnuðu byggingarnar eingöngu fyrir aðra arkitekta og arkitektablöð. Hann bar hefðbundnar bókasafnsbyggingar saman við nútímabyggingar og lagði áherslu á frjálslegar bygg- ingar með inngangi af götuhæð. Bókasöfnin ættu að vera stofan (e. living room) í 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.