Fregnir - 01.03.2004, Page 22

Fregnir - 01.03.2004, Page 22
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Norræna ráðherranefndin veitti árlega fé til starfseminnar og fór hluti ijárins í að reka skrifstofu sem sá um framkvæmd starfseminnar ásamt útgáfumálum NORDINFO. Fyrsti formaður NORDINFO var Esko Hákli þáverandi forstöðumaður Háskólabóka- safnsins í Helsinki og fyrsti framkvæmdastjórinn var Mariam Ginman sem einnig er fínnsk. Skrifstofa stofnunarinnar var alla tíð í Helsinki. NORDINFO hefur hafit frumkvæði að mörgum verkefnum og stutt fjöldamörg önnur, bæði stór og smá, á þeim tæplega 30 árum sem nefndin hefur starfað. Sem dœmi um verkefni sem Islendingar hafa átt aðild að má nefna: 1) NOSP (Norræn samskrá um tímarit) eða Nordisk Samkatalog för periodika. NOSP er gott dæmi um verkefni sem NORDINFO hafði umsjón með en fór síðan að lifa sjálf- stæðu lífi. NOSP er nú starfrækt af Þjóðbókasafni Norðmanna í Osló. NOSP-skráin inniheldur upplýsingar um tímaritaeign u.þ.b. eitt þúsund bókasafna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Núverandi tengiliður Islands við NOSP er Helga Kristín Gunnarsdóttir, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni. 2) VESTNORD þekkja margir. Það er stafrænt bókasafn blaða og tímarita frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi frá 1773-2001. VESTNORD byggir á öðm verkefni, TIDEN, sem einnig var styrkt af NORDINFO þar sem hin Norðurlöndin fjögur fengu styrki til að þróa tækni til myndatöku gamalla blaða og tímarita og yfirfæra textann yfír í stafrænt form. VESTNORD er samstarfsverkefni Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns og þjóðbókasafna Færeyja og Grænlands. A heimasíðu VESTNORD (http://www. timarit.is) er aðgangur að um 300.000 mynduðum blaðsíðum á stafrænu formi úr blöð- um og tímaritum frá 1773 til 2001 frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Aðgangur er öllum opinn og stuðst er við nýjustu tækni í geymslu og miðlun upplýsinga. Markmiðið er að bæta aðgang að prentuðum blöðum og tímaritum og bjóða upp á nýjar rannsóknar- aðferðir. Umsjón með VESTNORD af Islands hálfu hefur Öm Hrafnkelsson, forstöðu- maður handritadeildar Landsbókasafns. Nordinfo hefur haft með höndum umfangsmikla útgáfustarfsemi. Tímarit NORD- INFO, Nordinfo-nytt, kom út á árunum 1991 til 2003. Nordinfo-express er fréttablað sem kom út að jafnaði tvisvar á ári frá árinu 2000, bæði á ensku og sænsku og flutti stuttar og hnitmiðaðar fréttir af starfsemi NORDINFO ásamt stuttum greinum um það sem var efst á baugi í heimi rannsóknarbókasafna og í upplýsingasamfélaginu bæði á Norðurlöndunum og um heim allan. Það var Sigrún Klara Hannesdóttir núverandi landsbókavörður og framkvæmdastjóri NORDINFO frá 1998-2002 sem átti heiðurinn af að hrinda þessari útgáfu af stað. NORDINFO-Rapport kom fyrst út árið 1996. í því eru fyrirlestrar sem fluttir voru á árlegum ráðstefnum NORDINFO. Síðast en ekki síst eru NORDINFO Publikationer, ritröð 46 einefnisrita sem mörg hver eru afar merkileg og hafa haft gífurleg áhrif á Norðurlöndunum og víðar. Undirrituð tók við af Pálínu Héðinsdóttur sem fulltrúi íslands í stjórn NORDINFO í byrjun ársins 2003. Þegar ég hóf störf í nefndinni hafði mikil umræða verið í gangi um framtíð NORDINFO og annarra nefnda og stofnana á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar allt frá árinu 2000. Áður hafði þó starfsemi NORDINFO verið metin bæði út frá faglegum og fjárhagslegum forsendum og niðurstaðan alltaf verið jákvæð. Ráðherranefndin hafði boðað breytingar á starfsemi margra nefnda og stofnana, þ.á m. NORDINFO. Hugmyndir höfðu komið fram um að leggja NORDINFO niður sem sjálfstæða stofnun. Því hafði stjóm NORDINFO unnið að því í nokkum tíma að fara yfir starfsemina og skoða langtímamarkmið nefndarinnar. Var boðað til aukastjórnar- fundar dagana 16.-17. janúar 2003 í Stokkhólmi til að ræða stefnu og framtíð NORD- INFO. Niðurstöður þess fundar voru teknar saman í þremur skjölum: Policydokument for NORDINFO, (Stefna) Program 2003 (Áætlun) og Styrens slutsatser utifrán evalueringens analysomráden. (Ályktanir stjómar í kjölfar mats.) Fyrsti stjómarfund- 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 22

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue: 1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)
https://timarit.is/issue/233424

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað - Megintexti (01.03.2004)

Actions: